Þorleifur Sigurðsson
Sigurður Jónsson
Svo var það klukkan 7 á mínútunni sem Leifi mætir á Lagerinn til Eggerts og biður um að fá lánaða stóra öxi sem hann vissi að þar væri þar til og léttan stiga og svo að fá Snorra Dalmann til að keyra sig heim til Sigurðar Jónssonar.
Eggert spurðu sakleysislega hvað stæði til og fékk greið svör. Leyfi yfirgaf svo lagerinn vopnaður stórviðarsög og öxinni góðu ásamt Snorra sem hélt á stiganum.
Við hús Sigurðar við Hlíðarveg stöðvaði Snorri Chevrolet vörubifreiðina sem hann hafði til umráða á Lagernum,, hann tók stigann og bar inn á lóðina og beið átekta. Leifi vatt sér að aðaldyrunum vopnaður öxi og stórviðarsög og bankaði.
Nokkur bið var svo hann bankaði aftur og nú harðar en áður.
Til dyra kom Sigurður Jónasson greinilega nývaknaður og spurði hálf önugur um hvað væri í gangi, en hann virti Leifa vandlega fyrir sér.
Leifi svaraði um hæl. "Þú sagðist mundi vera kominn á fætur. Hvar á ég að byrja ?"
Sigurður horfir á Leifa um stund og síðan á Snorra með stigann og spurði svo "Hvað áttu við?"
"Þú hringdir í gær og baðst mig að grisja trén sunnan við húsið" Svaraði Leifi og var nú eitthvað farinn að efast um málavöxtu.
Þá fór Sigurður að hlæja góðlátlega og sagði við Leifa.
"Nú hefur Eggert verið að stríða þér."
Nei, nei, það varst þú sem hringdir, eða var það ekki ? Endaði hann setninguna vandræðalegur og hálf sneyptur á svip.
Nei það hefur verið Eggert, eða Frissi bætti Sigurður við og hér eru engin tré sem þarf að grisja.
Leifi fór sneyptur út af lóðinni og hefur örugglega hugsað Eggerti gott til glóðarinnar á leiðinni. Ekki fór orð á milli þeirra félaga Snorra og Leifa á leiðinni til baka.
Og þegar niður á lóð var komið, þá rauk hann út úr bílnum með stórviðar sögnina og lét ekki sjá sig á Lagernu næstu daga.
Snorri varð svo margsinnis að endurtaka söguna eftir að Frissi og Eggert höfðu fengið að heyra hana, og við hina og þessa á SR lóðinni, meðal annars mig.
En það var Eggert Theodórsson, með aðstoð Friðriks Friðrikssonar (Frissa) sem talað hafði við Leifa og þóttist vera Sigurður, og voru frumkvöðlar þessa hrekks.
Steingrímur, einn af þeim sem var á tréverkstæðinu er síminn hringdi, og beðið um í Leifa.