Hann fæddist á Siglufirði 26. maí 1927. Hann lést á taugalækningadeild 2B á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 16. maí 2006.
Foreldrar hans voru
Guðbrandur Steinn Vigfússon, f. á Steinhóli í Flókadal í Skagafirði 18. nóv. 1893, d. 27. júlí 1932, og
Ásgerður Ísaksdóttir, f. í Fljótum í Skagafirði 3. maí 1899, d. 7. apríl 1988.
Systkini Vigfúsar+ eru
1) Gunnar Guðbrandsson, f. 2. ágúst 1922, d. 4. júní 1993;
2) Jófríður Guðbrandsdóttir, f. 12. apríl 1924;
3) Vigfús Guðbrandsson f.26. maí 1927 - d 16. maí 2006
4) Erna Guðbrandsdóttir, f. 14. okt. 1928, d. 4. des. 1928;
5) Geir Guðbrandsson, f. 3 sept. 1930, d. 8. maí 1987;
6) Guðbrandur Sveinn Guðbrandsson, f. 2. apríl 1932, d. 15. des. 2003. (Guðbrandur Guðbrandsson)
Vigfús var í sambúð með
Hulda Filippusdóttir, f. 8. febrúar 1942, þau slitu samvistum 1976.
Börn þeirra eru:
1) Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir, f. 25. ágúst 1964,
sonur hennar
a) Andri Már Halldórsson, f. 17. sept. 1985
(faðir; Halldór Már Þórisson 1964).
Sambýlismaður Jóhönnu er Þorbjörn Bjartmar Björnsson, f. 8. okt. 1959.
Börn þeirra eru:
a) Hulda María, f. 3. mars 1995,
b) Róbert Högni, f. 20. júní 1996.
2) Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir, f. 31. mars 1968,
sambýlismaður Fjölnir Ernis Sigvaldason, f. 27. janúar 1967.
Barn þeirra er
Úlfur Benedikt, f. 27. febrúar 2003.
3) Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir, f. 21. júní 1972,
sambýlismaður Guðmundur Magnús Elíasson, f. 8. febrúar 1972.
Börn þeirra eru:
a) Anton Vigfús, f. 12. febrúar 1999,
b) Ísól Hanna, f. 24. mars 2001,
c) Jónatan Magnús, f. 12. janúar 2006.
Vigfús var lærður íþróttakennari, var á Reykholti, í Hollerup í Danmörku og í Noregi. Hann starfaði sem fimleikakennari og var með fimleikaflokk hjá Ármanni og ferðaðist með sýningarflokk hér heima sem erlendis.
Hann vann við ýmis störf á Siglufirði, í síldinni, íshúsinu og sem tollvörður á Siglufirði og Þórshöfn.
Vigfús rak gufubaðið í Nauthólsvík í Reykjavík í mörg ár og vann hjá Flugmálastjórn.
Vigfús hafði einnig áhuga á spiritisma og óhefðbundnum lækningum og starfaði sem nuddari með gufubaðinu.
Hann ferðaðist einnig mikið síðustu árin og hafði áhuga á ólíkum menningarheimum.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson