Jan Mayen myndir

Nokkrum skipverjum var gefið leyfi til að skreppa í land á öðrum bjargbátnum, sjór þarna var nánast lágdauður og allt leit vel út.
Þegar komið var nærri því að landi, reis skyndilega ein af mörgum fleirum þar á eftir, risastór alda sem hreif bátinn og sendi þversum langt upp í sandfjöruna sem þarna var. 

Engum varð meint af þessu utan þess að flestir fengu á sig skvettur.  Mönnum var nokkuð brugðið sem von var, sérlega þeim um borð í Haferninum sem fylgst höfðu með úr fjarlægð, með sjónauka.
 

Þarna var nóg af rekaviði, og hafin var leit af hentugri vogarstöng, til að nota til að breyta með legu bátsins, svo koma mætti honum til sjós aftur. En eftir að öldurótinu lægði aftur, voru um 10 metrar til sjávar.  -  Síðar komu Norðmenn um borð í heimsókn til okkar.
Um það má lesa neðsta síðunni ef smellt er hér