Jón Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Vífilsstaðaspítala 25. febrúar sl. Mig langar til að minnast Jóns, tengdaföður míns, með nokkrum orðum. Jón fæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Jón missti föður sinn ungur að árum. Móður hans reyndist um megn að halda öllum börnunum saman og var Jóni komið í fóstur í Reyðarfirði aðeins 4 ára gömlum. Hann hóf ungur að stunda sjó eða á 12. aldursári. Jón kvæntist Bára Arngrímsdóttir úr Glerárþorpi á Akureyri. Þau hófu búskap á Siglufirði, en fluttu heimili sitt til Ólafsfjarðar á árinu 1963. Þau eignuðust sex syni og tvær dætur auk margra bamabarna og barnabarnabarna. Bára lést fyrir réttum 2 árum. Sjómennskan varð hans lífsstarf. Þrátt fyrir fátækt og erfið kjör aflaði hann sér vélstjórnarréttinda.
Síðar lá leið hans í Stýrimannaskólann í Reykjavík þar sem hann öðlaðist skipstjórnarréttindi. Þá var Jón kominn vel á fertugsaldur. Lengst af stundaði Jón sjómennsku frá Ólafsfirði en framan af frá Siglufirði. Hann var traustur og vinsæll skipstjóri. Það var eftirsótt að komast í skipsrúm hjá honum. Hann kom vel fram við alla sína menn. Fyrrum samferðamenn hans á sjónum hafa látið falla mörg falleg orð um hann í mín eyru. Leiðir okkar Jóns lágu saman í Ólafsfirði fyrir tæpum 20 árum. Þá hafði hann átt við veikindi að stríða og látið af skipstjórn og útgerð en fór einungis einstaka túra til afleysinga fyrir aðra. Þar spiluðum við brids í bridsfélagi staðarins. Það æxlaðist svo að við spiluðum saman í nokkur ár.
Jón Guðjónsson skipstjóri
Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson
Jón Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést á Vífilsstaðaspítala 25. febrúar sl. Mig langar til að minnast Jóns, tengdaföður míns, með nokkrum orðum. Jón fæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Jón missti föður sinn ungur að árum. Móður hans reyndist um megn að halda öllum börnunum saman og var Jóni komið í fóstur í Reyðarfirði aðeins 4 ára gömlum. Hann hóf ungur að stunda sjó eða á 12. aldursári. Jón kvæntist Báru Arngrímsdóttur úr Glerárþorpi á Akureyri. Þau hófu búskap á Siglufirði, en fluttu heimili sitt til Ólafsfjarðar á árinu 1963. Þau eignuðust sex syni og tvær dætur auk margra bamabarna og barnabarnabarna. Bára lést fyrir réttum 2 árum. Sjómennskan varð hans lífsstarf. Þrátt fyrir fátækt og erfið kjör aflaði hann sér vélstjórnarréttinda.
Síðar lá leið hans í Stýrimannaskólann í Reykjavík þar sem hann öðlaðist skipstjórnarréttindi. Þá var Jón kominn vel á fertugsaldur. Lengst af stundaði Jón sjómennsku frá Ólafsfirði en framan af frá Siglufirði. Hann var traustur og vinsæll skipstjóri. Það var eftirsótt að komast í skipsrúm hjá honum. Hann kom vel fram við alla sína menn. Fyrrum samferðamenn hans á sjónum hafa látið falla mörg falleg orð um hann í mín eyru. Leiðir okkar Jóns lágu saman í Ólafsfirði fyrir tæpum 20 árum. Þá hafði hann átt við veikindi að stríða og látið af skipstjórn og útgerð en fór einungis einstaka túra til afleysinga fyrir aðra. Þar spiluðum við brids í bridsfélagi staðarins. Það æxlaðist svo að við spiluðum saman í nokkur ár.
Okkur varð strax vel til vina þótt hann væri rúmum 30 árum eldri. Það var í sjálfu sér ekki furða því Jón var einstakur maður. Hann var sérstaklega ljúfur maður sem öllum vildi gott gera. Jón var jafnframt mjög hæverskur maður sem ekki var fyrir það að trana sér fram. En hann gat verið ákveðinn ef hann vildi það, enda gamall skipstjóri sem var vanur því að menn hlýddu. En alltaf var Jón í sama góða skapinu á hverju sem gekk. Jón fylgdist vel með öllu sem var að gerast og það var oft gaman að spjalla við hann, ekki hvað síst um það sem á daga hans hafði drifið. En það er einhvern veginn svo, að þegar maður sér á bak einhverjum nánum eins og Jóni Guðjónssyni finnst manni eins og maður hafi ekki gefið sér nægan tíma með honum, tíma sem hefði verið vel varið. Jón var barnabörnum og barnabarnabörnum sinum sérlega góður afi og langafi og gætti þess að eiga eitthvað til þess að geta gefið litla mannfólkinu þegar það kom í heimsókn.
Mér stendur ávallt fyrir hugskotsjónum hversu einlæglega það gladdi hann og hversu breitt hann brosti þegar afa- og langafabörnin komu í heimsókn. Þá fylgdist hann vel með hvernig þeim gekk í skóla hverju sinni. Jón hafði alla tíð mjög gaman af spilamennsku og spilaði oft brids. Eftir að hann kom til Reykjavíkur spilaði hann í mörg ár með Barðstrendingafélaginu. Einnig spilaði hann oft með spilafélögum mínum og það verður að segjast að hann spilaði betur en við flestir gerðum. Ef til vill fólst skýringin í því að hann var mikill reikningsmaður. Oft spurði hann dóttur mína hvernig henni gengi í reikningi og var ánægður þegar hann fékk gott svar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Vífilsstaðaspítala fyrir mikla og góða umhyggju og umönnun við Jón meðan hann dvaldi á spítalanum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að stíga svo mörg spor með Jóni Guðjónssyni. Hann er einn besti maður sem ég hef kynnst. .Skarð er fyrir skildi. Jóns er sárt saknað. Blessuð sé minning hans.
Pétur Már Jónsson.
*********************************