SRingar voru ekki aðeins miklir hrekkjalómar á borði,
heldur og einnig með skrifuðum texta.
Þeir gáfu einnig út blöð á lóðinni,
blöð sem raunar fóru víðar.
Til dæmis, frumútgáfan, blaðið hér fyrir neðan: GÓÐA VAKTIN, sem var heilar 5 blaðsíður, og fleiri síðar.
Innihaldið var raunar þannig að fáir utan Lóðar 1) skildu rósamálið sem þar réði, allt tengt ýmsum uppákomum sem tengdust viðkomandi, nefndum persónum, mistök og uppákomur sem menn brostu af, og stílfærðu. Höfuðpaurarnir voru þeir Snorri Jónsson og Jens Gíslason, með góðri aðstoð hins saklausa einstaklings, sem engum vildi gera mein, það er Þórhalli Daníelssyni sem sá um vél og ljósritun, og leiðréttingar frá handskrifuðum bréf miðum frá ýmsum á Lóðinni, og svo var ég SK. Ekki alveg saklaus þátttakandi í þessum útgáfum
1) Lóðin var samnefnari svæðisins; SR á Siglufirði, -- Hausinn, nafnið Góða Vaktin" skar ég sk, út í kork sem svo "hand stimlaður" á hvert eintak eftir ljósritun.