Myndir Skipið

Tankskipið Haförninn Siglufirði, myndir og upplýsingar


     Árið 1957 var lokið við smíði á olíuflutningaskipi fyrir Skips-A/S Oljetransport & Stroli (A/S Rederied Odfjell) í Bergen hjá Haugasund Mek Verksted A/S Haugasund Noregi. Var skipinu gefið nafnið LØNN.

     

      Seinnihluta ársins 1965 keyptu Síldarverksmiðjur Ríkisins skipið og var því gefið nafnið HAFÖRNINN, og var það skrásett á SIGLUFIRÐI.  
Á HAFERNINUM  voru gerðar all miklar breytingar sem gerði það að fullkomnu síldarflutningaskipi jafnframt möguleikum á lýsis og olíu flutningum. 

      HAFÖRNINN flutti síðan síld af fjarlægum miðum, allt norður frá Svalbarðamiðum til Siglufjarðar, einnig nokkra farma til Seyðisfjarðar, á árunum 1966-1969, er síldin hvarf af hinum áður fengsælu miðum í  íslenskri landhelgi.

 

      Síldinni var dælt úr veiðiskipunum, og einnig kom fyrir að dælt var beint úr síldarnótum veiðiskipa.

 

      Á milli vertíða flutti Haförninn lýsi frá síldarverksmiðjunum til erlendra kaupenda og flutti svo olíur og bensín til baka.

 

      Þá ver skipið einnig leigt nokkrum sinnum til AB Möller í Danmörku yfir  vetrarmánuðina 4 - 6 mánuði í senn,(með áhöfn) og var Haförninn þá oft marga mánuði í einu  á siglingu á milli annarra hafna og jafnvel annarra heimsálfa án þess að koma heim til Íslands.

 

      Árið 1971 var HAFÖRNINN seldur til Ítalíu og hét þá VALLOMBROSA, en  í janúar 1989 var skipið selt til niðurryfs.
Seinni hluta ársins 1970 hafði skipið lengi legið aðgerðalaust við Hafnarbryggjuna á Siglufirði, þar sem aðeins vaktmaður (sk) var um borð.


Árið 1979, um borð í Hvalvíki frá Keflavík, þá staddir á Miðjarðarhafi, mættust Hvalvíkin og gamli Haförninn, og  sáu þá tveir fyrrverandi skipverjar Hafarnarins gamla "skipið sitt" hvítt að lit, mikið breytt, en voru fljótir að þekkja skipið "sitt".
Það voru skipstjórinn Guðmundur Arason og timburmaðurinn Steingrímur Kristinsson.
En á nú á Hvalvíkinni, í sömu störfum og þeir höfðu gengt á Haferninum. -                Ath. Það gæti tekið smá tíma að bíða eftir myndunum hér á síðunni

Seinnihluta ársins 1969, engin síld og Haförninn lestaður tómum tunnum til Seyðisfjarðar

Seinnihluta ársins 1969, engin síld og Haförninn lestaður tómum tunnum til Seyðisfjarðar

Þarna sést Haförninn við bryggju árið 1970

Þarna er Haförninn í 15-20 sm. þykkum lagís á Siglufirði - Hafísárið 1968 - 

Loks kominn til heimahafnar, með yfir 3000 tonn af síld, 1966

Áramótin 1968 í Rostok Austur-þýskalandi