Í upphafi var það smíðað sem þriggja mastra seglskúta.
Dagný var 121 brl. og í fyrstu (?) með 170 hesta June Munktel vél.
Eigendur bátsins 16. Júní árið 1937 voru þeir Sigurður Kristjánsson og Axel Jóhannsson frá Siglufirði.
Þann 18. Desember 1942 var báturinn skráður í eign Dagný hf. á Siglufirði
Árið 1944 var báturinn lengdur og skráð stærð eftir það 136 brúttó lestir.
Og árið 1945 var sett í bátinn ný 220 hestafla vél að gerðinni Völund.
Síðustu ár aflaskipsins Dagný SI 7 á Siglufirði lá báturinn í fullkomnu reiðuleysi við bryggju á í heimabæ sínum Siglufirði.
Síðan var hann seldur til Akureyrar, þar sem möstrin voru fjarlægð og ofan á dekki bátsins var komið fyrir beltakrana og notaður til dýpkunar á höfninni á Akureyri.
Það gekk ýmislegt á tengdu því verkefni, raunar mörg happasöm og hagkvæm, en eins og gengur einnig ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Meðal annars sökk hann þrisvar sinnum í Akureyrarhöfn.
Fréttin hér fyrir neðan um örlög bátsins, en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. mars 1964.
Heimildir: Jón Björnsson; Íslensk skip. + sk
Neðan rituð frétt er frá Morgunblaðið 7. Apríl 1965
(sk)
Ljósmyndari ókunnur* Efsta myndin á þessari síðu er merkileg að því leiti að ég hafði ný losað bíl minn af rusli á ruslahaugunum á svæðinu þar sem Bás er í dag.
Og var á leið til baka er ég sá í sólinn flöktandi spegil glampa sunnan við veginn frá haugunum.
Ég forvitinn, stoppað bíl minn og virti þetta fyrir mér. Fór út úr bílnum og gekk að glampanum, og beygði mig niður og skoði viðkomandi.
Ég varð furðulostinn, þetta var 6x9sm filma tandurhrein og órispuð og við fyrstu sýn skörp og fullkomin filma, sem reyndist rétt.
Ég skimaði og leitaði af fleiri filmum í nágrenninu, en fann ekki fleiri. Einhver virðist hafa hent á haugana miklum verðmætum, og endanlega glötuðum, sem því miður er algengt þegar unga fólkið tekur til eftir lát foreldra og eða annarra skyldmanna, í dánarbúum.