Jónas Guðmundsson trésmíðameistari
f. 25. maí 1885 - d. 31. ágúst 1960
Hafði hann átt við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár. Jónas var fæddur að Marbæ í Óslandshlíð í Skagafirði. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jóhanna Gunnarsdóttir og Guðmundur Þórðarson. Ólst hann upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs við algeng störf, þó aðallega sjómennsku.
19 ára gamall f fór hann til Akureyrar til trésmíðanáms. Í þeirri iðn fékk hann sveinsbréf árið 1909 og meistarabréfið 1930.
Að námi loknu átti hann heima á Hofsósi um allmörg ár. Reisti hann þar myndarlegt íbúðarhús og bjó þar með foreldrum sínum og Björgu systur sinni.
Árið 1925 flyst hann til Siglufjarðar. Hafði þá reist sér húsið Eyrargata 24. Það sama ár kvæntist hann Guðrúnu Sigurjónsdóttur ættaðri úr Eyjafirði.
Þau eignuðust 3 börn, sem öll enn á lífi, en þau eru
Ásdís Jónasdóttir, Búsett í Reykjavík
Sigurður Jónasson, múrarameistari, búsettur í Reykjavík, og
Haukur Jónasson, bólstrara meistari, búsettur hér á Siglufirði.
Þá ólu þau upp eina fósturdóttur, Helgu að nafni.
Öll eru börnin hin mannvænlegustu, svo sem þau eiga kyns.
Jónas Guðmundsson og kona hans,
Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmyndari ókunnur
Eftir komu sína hingað til Siglufjarðar hélt Jónas áfram að smíða og byggja, og við þá iðn vann bann á meðan heilsa hans leyfði. Jónas var sérlega vinnugefinn og vandvirkur; þess vegna var hann eftirsóttur sem smiður og hafði ávallt nóg að gera.
Að eðlisfari var Jónas hæglátur og orðvar, prúður í framgöngu, gestrisin og kunni vel að blanda geði í kunningjahóp.
Í stjórnmálum fylgdi hann Framsóknarflokknum og mun hann vera einn af stofnendum Framsóknarfélags Siglufjarðar.
Eg vil fyrir hönd Framsóknarfélags Siglufjarðar þakka Jónasi ötult starf í þágu félagsins og Framsóknarflokksins.
Við samherjar hans þökkum honum ánægjulegt samstarf og margra ára vináttu.
Jónasi var annt um Siglufjörð. Farsæld og framför bæjarins, sem hann hafði tekið tryggð við og gefið sitt aðailífsstarf var honum hugieiknasit. Hann sá íbúðarhúsin rísa upp og atvinnutækjunum fjölga. Við þessa uppbyggingu var hann einn af þátttakendum.
Við burtför Jónasar hefur bærinn okkar misst góðan þegn, sem skilur eftir sig mikið og gott starf við uppbyggingu bæjarfélagsins. Slíkum mönnum er vert að þakka og þeirra er gott að minnast. Jónas var gæfumaður í lífinu.
Hann eignaðist ágæta konu og myndarleg börn. Heimili hans var aðlaðandi og viðfeldið. Ég sendi frú Guðrúnu, börnum hennar og fósturdóttur mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Eg veit að söknuður þeirra er mikill, en ég veit tíka, að þau finna og skilja, að „eftir lifir minning mæt, þótt maðurinn deyi".
Bjarni Jóhannsson