Haförninn, upplýsingar

Ýmsar upplýsingar um tankskipið Haförninn Siglufirði       

HAFÖRNINN - Skipið Haförninn Siglufirði – x Lønn

Haförninn var smíðaður í Noregi árið 1957. Skipið var 2462 brúttólestir að stærð með 2100 hesta 6 strokka Burmeister & Wain diesel vél, sem gat einnig notað svartolíu sem orkugjafa.

Skipið hét upphaflega Lønn og var olíuflutningaskip sem einnig flutti önnur fljótandi efni eins og td. sýrur.
-------------------------------------------------

Alþýðublaðið 24 febrúar 1965  - Hluti blandaðra frétta

Alþýðublaðið hlerað eftir öðrum leiðum, að Vilhjálmur Guðmundsson tæknifræðingur Síldarverksmiðja ríkisins, sé á förum til Noregs til að athuga með kaup á skipum, sem þar eru til sölu og heppileg gætu orðið til síldarflutninga á komandi vertíð.

Ætlunin mun að kaupa tvö skip.
------------------------------------------------
Morgunblaðið 14. maí 1966

SR kaupa skip til síldarflutninga.

UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir samningar milli Síldarverksmiðju ríkisins og norska skipafélagsins AS. Odfjell í Bergen, að S.R. keyptu tankskipið m.s. „Lönn", sem er að stærð 3700 D.W. tonn og getur lestað um 22000 mál síldar.
Samningar um þessi kaup tókust í gær og verður skipið afhent

Skipstjórinn á Haferninum; Sigurður Þorsteinsson

Síldarverksmiðjum ríkisins í Hamborg eða Rotterdam um næstu mánaðamót. Gert er ráð fyrir að breytingar á skipinu taki um mánaðartíma og það geti hafið síldarflutninga í byrjun júlímánaðar. Skipið er byggt árið 1957 og fyrir mánuði var lokið á því 8 ára flokkun. Í tankskipinu er Burmeister og Wain dieselvél og er ganghraðinn 11-12 sjómílur á klukku stund. 

Djúprista skipsins fullhlaðins er 18 fet og 9 þumlungar og lengd þess 100 metrar. Skipið er ætlað til flutninga á bræðslusíld frá síldveiðiflotanum á fjarlægum miðum til Síldarverksmiðja ríkisins á Norðurlandi.
------------------------------------------------------------------

Neisti 16. maí 1966

S. R. kaupa tankskip til síldarflutninga

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á tankskipi, m.s. Lönn frá Bergen, til síldarflutninga. Skipið verður einnig notað til lýsisflutninga og verður það afhent S.R. um næstu mánaðamót. 

M.s. Lönn er byggt í Haugasundi árið 1957, og er nú nýkomið úr 8 ára flokkunarviðgerð í Hollandi.

Skipið er um 3700 lestir að stærð og getur flutt um 22 þúsund mál af síld auk nokkurs magns af brennsluolíu og vatni fyrir síldveiðiskipin. Það er 100 m á lengd 13½ m á breidd og ristir fullhlaðið 5,7 m.

Í skipinu er 2100 hestafla vél frá Burmeister & Wain, en gang hraði skipsins er 11-12 mílur á klst. SR. munu yfirtaka skipið um næstu mánaðamót, og verður þá hafizt handa um að útbúa skipið til síldarflutningana. 

Í skipið verða settir tvær síldardælur til lestunar skipsins og kranalyftur til losunar.

Búist er við, að það verk muni taka um mánaðartíma, svo að skipið geti komið á síldarmiðin í byrjun júlí mánaðar.
Heimahöfn skipsins verður Siglufjörður.
--------------------------------------------------------------------- 

Alþýðublaðið 26. maí 1966

Skipið nefnt Haförninn

Eins og sagt hefur verið í frétt um, hefur stjórn Síldarverksmiðja ríkisins samið um kaup á nýju síldarflutningaskipi, sem verður í flutningum á nýbyrjaðri síldar vertíð. Ákveðið hefur verið að gefa skipinu nafnið Haförninn, og verður heimahöfn hans Siglufjörður. 

Skipstjóri hefur verið ráðinn Sigurður Þorsteinsson, en hann var skipstjóri á síldarflutningaskipinu Dagstjörnunni sl. sumar. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SR mun um helgina fara til Hamborgar og taka þar við skipinu, en á ætlað er, að það verði komið á miðin um mánaðamótin Júní og júlí.
---------------------------------------------------------------------

Vísir 3. ágúst 1966

Glæsilegt síldarflutningaskip hefur bætzt í flotann

Í morgun Sigldi nýtt og glæsilegt skip inn Seyðisfjörð, eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar i heimi, — síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, Haförninn. Skipið er keypt í Þýzkalandi og var afhent Íslendingum i Bremerhafen fyrir viku.

Það er 3.700 lestir að stærð og hefur lestarrými fyrir um 3.300 lestir. Skipið er búið hinum fullkomnasta dæluútbúnaði til þess að ferma og losa síld úr lestunum. Skip þetta verður i flutningum af síldarmiðunum til ríkis verksmiðjanna, aðallega norðanlands.
Skipstjóri er Sigurður Þorsteinsson.
--------------------------------------------------------------------- 

Morgunblaðið 3. ágúst 1966

„Haförninn" kemur í dag

HAFÖRNINN", hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, er væntanlegt til Seyðisfjarðar í dag. Hingað kemur skipið frá Bremerhaven, þar sem það var afhent SR í lok s.l. mánaðar. „Haförninn" er 3700 tonn að stærð, og ber í hverri ferð 3.300 lestir síldar.

Það heldur á síldar miðin við fyrsta tækifæri. Skipstjóri á „Haferninum" verður Sigurður Þorsteinsson en hann var áður skipstjóri á Dagstjörnunni", síldarflutningaskipi Einar Guðfinnssonar í Bolungarvík.
------------------------------------------------------

Vísir 5. ágúst 1966

Niðurlag fréttar af miðunum..... Flutningaskip ríkisverksmiðjanna, Haförninn, er nú kominn á miðin, og lestar þar síld, sem væntanlega fer í bræðslu á Siglufirði.
Fyrsta söltunarsíldin barst til Dalvíkur í gær. Þangað kom Björg vin EA með 40 tonn af fallegri síld.
------------------------------------------------------

Þjóðviljinn 8. ágúst 1966

Síldarflutningaskip SR, Haförninn, komið:

Fær nú Siglufjörður loks síld til bræðslu?

Í fyrradag kom hið nýja síldarflutningaskip Síldarverksmiðja ríkisins, Haförninn, til landsins. Kom skipið við á Seyðisfirði en þaðan mun það hafa haldið í gær á miðin við Jan Mayen og mun taka þar síld til Siglufjarðar. Hefur Siglufjörður farið mjög varhluta af síldinni til þessa í sumar en væntanlega bætir þetta nýja skip nokkuð hlut Siglufjarðar hvað bræðslusíld snertir.

Síldarverksmiðjur, ríkisins, keyptu Haförninn í vor, er skipið norskt tankskip og hét áður Lönn og hefur því nú verið í breytt í síldarflutningaskip, sett í það löndunartæki og dælur og annað sem til þarf.

Á Haförninn að geta flutt um 22 þúsund mál síldar. Þetta er fyrsta síldarflutninga skipið sem Síldarverksmiðjur ríkisins eignast en í fyrrasumar höfðu þær þrjú skip á leigu til síldarflutninga og hafa þær þrjú aftur á leigu í sumar en þau hafa einvörðungu verið notuð til mjölflutninga til útlanda það sem, af er sumrinu.

Á meðan síldin heldur sig á austurmiðunum mun Haförninn verða í síldarflutningum til Siglufjarðar en skipið er það stórt að Siglufjörður er eina höfnin á Norðurlandi þar sem það getur lagzt að bryggju. Vafalaust mun komu skipsins verða fagnað á Siglufirði en þangað höfðu um síðustu helgi aðeins borizt tæplega 2000 lestir síldar í sumar.

Var Siglufjörður þá fimmti lægsti síldarlöndunarstaðurinn af 19 alls og má hann vissulega muna fífil sinn fegri sem mesti síldarbær landsins. Í þessu samband i vekur þ a ð athygli að Reykjavík er það sem af e r þessu sumri fjórði hæsti síldarlöndunarstaðurinn með rösklega 20000 lestir og eru aðeins Seyðisfjörður, Raufarhöfn og Neskaupstaður hærri.

Það sem þarna hefur gert gæfumuninn milli Reykjavíkur og Siglufjarðar er að síldarflutningaskip Klettverksmiðjunnar, Síldin, hefur í allt sumar flutt síld til verksmiðjunnar af miðunum, þótt um langan veg hafi verið að sækja og mun lengri en til Siglufjarðar, en til Siglufjarðar hefur ekkert skip flutt síld fram að þessu, aðeins einstöku síldveiðiskip lagt þangað leið sína öðru hvoru. En væntanleg a verður tilkoma Hafarnarins til þess a ð snúa taflinu Siglufirði í hag seinni partinn í suma r og haust.
--------------------------------------------------- 

Morgunblaðið  9. ágúst 1966 - Upphaf frétta um síldina:

.......... Raufarhöfn, 8. ágúst. HAFÖRNINN, hið nýja síldarflutningaskip SR, er nú kominn á miðin við Jan Mayen og byrjaður að taka síld úr skipum, sem það flytur til Siglufjarðar til bræðslu þar. Skipið hefur þó lestað lítið af síld enn sem komið er, enda skammt síðan það hélt á miðin. ...........
--------------------------------------------------

Alþýðublaðið 12. ágúst 1966 – GbG. - Rvík, fimmtudag.

HAFÖRNINN 

HIÐ nýja síldarflutningaskip S. R., Haförninn, kom með fyrsta síldarfarm sinn til Siglufjarðar laust eftir hádegið í dag, 900 tonn af miðunum við Jan Mayen. Síldin fer öll í bræðslu. Á Siglufirði er búið að bræða 800 tonn og salta 3-4 þús. tunnur af síld. Hjá S.R. vinna á annað hundrað manns, ef frystihúsið er talið með.

Heldur lifnar yfir Siglufirði við komu síldarskipsins, en þó er það söltunin, sem mestan svip setur á atvinnulífið, og því bíða menn óþreyjufullir eftir því að síldin færist nær og að söltun hefjist fyrir alvöru.
--------------------------------------------------

Morgunblaðið 16. ágúst 1966

Skip SR kemur til Siglufjarðar

Siglufirði, 15. ágúst.. Á FIMMTUDAG kom til Siglufjarðar stórt síldarflutningaskip, eign Síldarverksmiðja ríkisins og heitir það Haförn. Haförninn er 3700 lestir að stærð, keyptur til landsins frá Þýzkalandi og er lestarrými hans 3300 lestir.

Skipið kom til landsins skömmu eftir sl. mánaðamót. Heimahöfn þess er á Siglufirði og er það kom hingað sl. fimmtu dag hafði það 700 lestir síldar, sem fóru í vinnslu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Það fór aftur á miðin nú um helgina og mun þegar hafa fengið eitthvað af síld. Skipið er búið fullkomnum dæluútbúnaði til að lesta sig á hafi úti og er unnt að losa í það úr tveimur síldveiðiskipum samtímis.

Segja má að bæði lestun og losun hafi gengið mjög vel og eru miklar vonir bundnar þessu skipi í sambandi við síldar flutninga til Siglufjarðar og nýtingu hinna afkastamiklu síldarbræðslu þar. Þá hefur síldarflutningaskipið að sjálfsögðu ýmis þægindi í för með sér fyrir síldveiðiskip, en það sparar þeim siglingu til hafnar, sem oft og tíðum er mjög löng.

Skipstjóri á Haferninum er Sigurður Þorsteinsson, en hann var áður á Dagstjörnunni, sem flutti síld á vegum Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og hefur Sigurður þar af leiðandi mikla reynslu í slíkum flutningum. Síldin, sem skipið kom með til Siglufjarðar var af Jan Mayen-svæðinu.
------------------------------------------------

Morgunblaðið 27. ágúst 1966

Haförninn búinn fljótvirkustu löndunartækjum sem nú þekkjast. 

Rætt við Sigurð Þorsteinsson skipstjóra

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113235&pageId=1377773&lang=is&q=Haferninum%20Haf%F6rninn%20Haf%F6rninn%20Haf%F6rninn 

------------------------------------------------  

Alþýðublaðið 31. ágúst 1966

LÁNUÐU RAFAL í HAFÖRNINN - Rvík, ÓTJ

HUNDRAÐ kílóvatta rafall í eigu varnarliðsins, hefur bjargað tveggja til þriggja vikna síldveiði á Siglufirði. Hann var fenginn að láni þegar 150 kílóvatta rafall um borð í síldarflutningaskipinu Haförninn, bilaði.

Haförninn er notaður til þess að flytja síld frá bátum á hafi úti, til síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Haft var samband við varnarliðið og það beðið um aðstoð til þess að skipið ekki stöðvaðist. Þegar leyfi var fengið frá yfirmönnum varnarliðsins var rafallinn fluttur norður á flutningabíl og settur í. Þó að láns rafallinn sé töluvert minni en sá upprunalegi er afkastageta skipsins um 70 prósent af því sem áður var. Verið er að gera við þann sem bilaði, en hann var notaður til að knýja dæluna sem síldinni er dælt með. 
------------------------------------------------

Morgunblaðið 9. maí 1967  - Hluti greinar

Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður og Austurlandi 1966

Síldarflutningaskip Í byrjun júnímánaðar festu S.R. kaup á tankskipi til flutninga á bræðslusíld. Skipið, sem verið hafði í eigu norsks útgerðarfélags, hét áður m/s Lönn og hafði fyrir einum mánuði komið úr 8 ára „klössun".

Hafði það verið byggt í Haugasundi árið 1957. Sumar „dead weight" er 3.700 tonn. Lengd 330',7“ breidd 44',7", djúprista 18',9½". Skipið er með 2100 hestafla Burmeister & Wain dieselvél og lestar um 3400/3500 tonn. Ganghraði þess er 12 sjómílur á klst. Áhöfn skipsins er 22.menn. Kaupverð skipsins var Nkr. 6.000.000,— eða ísl. kr. 36.130.800, -

þar að auki bættust ýmsir varahlutir og birgðir kr. 1.560.000.— Ýmsar breytingar, sem gera þurfti á skipinu, ásamt losunar- og löndunartækjum, kostuðu um kr. 15.500.000,—. Kostnaðarverð skipsins nam alls ísl. kr. 53.190.800,—.
Hafa S. R. lagt fram af því kr. 8.093.000,— en kr. 45.097.500,— voru greiddar af láni, sem S.R. tóku erlendis til kaupanna með ábyrgð ríkissjóðs skv. heimild í bráðabirgðalögum, sem gefin voru út skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar til þess að greiða fyrir kaupunum.

Var lánið affallalaust og skyldi endurgreiðast að fullu eftir sex ár frá lántöku degi með jöfnum árlegum afborgunum. Vextir voru 4½ pr. anno. Síldarflutningaskipið hlaut nafnið Haförninn og kom til landsins í byrjun ágústmánaðar. 

Alls flutti skipið 16.447 tonn til Siglufjarðar á tímabilinu frá því í byrjun ágúst til 1. desember. Eftir 1. okt. flutti skipið aðeins um 4.000 tonn vegna rysjótts veðurs og erfiðleika á umskipun í skipið á hafi úti í stormi og miklum öldugangi.

Nú í vor verður settur útbúnaður í skipið til þess að auðvelda umskipun á síldinni úr veiðiskipunum við erfið skilyrði. Önnur ástæða fyrir því, hversu lítið var flutt af bræðslusíld frá veiðiskipunum með flutningaskipunum s.l. haust var sú, að veiðin var oftast nær ekki meiri en svo, að ekki urðu langar biðir eftir löndun hjá síldarverksmiðjunum á Austfjörðum, vegna þess að óhagstæð veðrátta dró mjög úr veiðinni.

Frá jólum 1966 til marzloka 1967 fór m/s Haförninn 6 ferðir með lýsi til ýmsra hafna í Evrópu og flutti 3.300 til 3.500 tonn í ferð. Þótt mikið tap hafi orðið á rekstri m/s Hafarnarins á s.l. ári, standa vonir til þess, að skipið geti sinnt hlutverki sínu með góðum árangri fyrir alla aðila á komandi árum. Eins og áður segir voru alls flutt á flutningaskipum 77.568 tonn, sem umskipað var á hafi úti.

Komu flutningarnir síldveiðiflotanum að góðu gagni einkum fyrrihluta fortíðarinnar meðan lengst var að sækja. Hinsvegar urðu haust- og vetrarflutningar á bræðslusíld miklu minni en árinu áður. Að þessu sinni urðu flutningarnir mjög kostnaðarsamir fyrir verksmiðjurnar, en engu að síður eru þeir nauðsynlegir til þess að gera veiðisvæði síldveiði flotans sem víðfeðmast.  –

Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113469&pageId=1384620&lang=is&q=Haf%F6rninn%20Hafarnarins 

------------------------------------------------------

Þjóðviljinn 14. júlí 1967

Góð búbót fyrir Siglfirðinga - Haförninn hefur reynst vel

Síldarflutningaskipið Haförninn hefur á undanförnum vikum fært Siglfirðingum mikla búbót. Hefur flutningaskipið komið með á annað hundrað þúsund mál til bræðslu í ríkisverksmiðjunni þar.

Við náðum tali af Kolbeini Friðbjarnarsyni í gærdag til þess að kanna hljóðið í Siglfirðingum þessa stundina. Hið nýja flutningaskip Haförninn er væntanlegt hingað til Siglufjarðar í nótt af miðunum með fullfermi eða ríflega 30 þúsund mál af síld og er henni landað í S. R. til bræðslu, sagði Kolbeinn.

Þetta er fjórða ferð skipsins hingað með síld af miðunum og ætlar það að reynast okkur Siglfirðingum búbót, þar sem S.R.46 hefur þá tekið við á annað hundrað þúsund málum af síld. Haförninn var kominn út á miðin í öndverðum júnímánuði og bilaði þá skrúfubúnaður skipsins og gátu veiðiskipin illa athafnað sig við losun á síldinni í skipið. Varð flutningaskipið frá að hverfa með aðeins hálffermi af miðunum, en nú er búið að gera við þessa vélarbilun og er þetta þriðja fullfermið hjá skipinu hingað.

Aðeins eitt veiðiskip hefur komið af sjálfsdáðum með síld hingað af miðunum og var þetta eins og sigling milli landa. Ekki myndi ég segja að væri atvinnuleysi hér á Siglufirði, sagði Kolbeinn, en oft hefur jaðrað við það á síðastliðnu ári, — hefur fólk bókstaflega flutt í burtu búferlum, þegar þrengt hefur að í þeim efnum og voru margir búferlaflutningar á síðastliðnu ári.

Það var fyrir linnulausa baráttu verkalýðsfélaganna hér á Siglufirði að ríkisverksmiðjurnar eignuðust þetta flutningaskip, — sömuleiðis komst hér á legg niðursuðuverksmiðjan Siglósíld fyrir ábendingu frá verkalýðsfélögunum og unnu á tímabili í vor um hundrað konur og tíu til tuttugu karlmerin, og núna upp úr miðjum mánuðinum byrjar þessi niðursuðuverksmiðja aftur framleiðslu fyrir markað í Sovétríkjunum og skapar þá sama fjölda vinnu að arðbærri útflutningsvöru.

Síðastliðin tuttugu ár hefur tuttugu og ein söltunarstöð hér hvergi nærri framleitt eftir þeirri afkastagetu, sem plönin ráða yfir og liggja hér verðmæti upp á hundruð milljóna í fjárfestingu ónotuð. Planvinnslan var hér áður aðalatvinnan hjá Siglfirðingum og hafa verkalýðsfélögin hér barizt mikið fyrir betri hugmynd að fá til umráða flutningaskip til þess að flytja ísvarða síld af miðunum til söltunar og er þannig hægt að þrefalda eða fjórfalda útflutningsverðmæti síldarinnar miðað við bræðsluafurðir verksmiðjanna.

Smábátaútgerð hefur verið hér frá Siglufirði með sæmilegasta móti í vor og tveir bátar 60 og 70 tonn hafa undanfarnar vikur veitt ufsa við Langanes — og hafa komið með hvert fullfermið á fætur öðru til vinnslu i hraðfrystihúsinu- Þeir heita Hringur og Tjaldur. Vinna við jarðgöngin hefur tafizt nokkuð og er nú verið að fóðra göngin þar sem þarf og verður líklega búið í þessum mánuði. Hins vegar er eftir að steypa veginn í göngunum, um 800 metra langan og ætlar Vegagerð ríkisins að taka að sér það verk. Verða göngin sennilega fullbúin snemma í vetur, í október eða nóvember, og komast þá í gagnið.

Ath. sk -2017- Hinar gulli ígildis, setningar !: „fyrir linnulausa baráttu verkalýðsfélaganna hér á Siglufirði að ríkisverksmiðjurnar eignuðust þetta flutningaskip“ – „sömuleiðis komst hér á legg niðursuðuverksmiðjan Siglósíld fyrir ábendingu frá verkalýðsfélögunum“ --  „verkalýðsfélögin hér barizt mikið fyrir betri hugmynd að fá til umráða flutningaskip til þess að flytja ísvarða síld af miðunum til söltunar“ Hvað hafa svo forkólfarnir SJÁLFIR GERT til að auka atvinnu á Siglufirði ?

Mér er minnisstætt, að þegar fyrirtækið Þormóður Rammi hf. hafði verið stofnað árið 1974, þá hvöttu forystumenn verkalýðsins á Siglufirði verkafólk til að gerast hluthafar, til að sýna stjórnvöldum áhuga íbúa Siglufjaar með miklum fjölda hluthafa og fá þannig betri fyrirgreiðslu. Það var tekið vel í þessa hugmynd hjá verkafólki og urðu hluthafarnir ótrúlega margir, þar á meðal, ég, kona mín og börn með drjúgan hlut.

En þar á meðal voru EKKI forustumenn verkalýðsfélagsins: „Við borgum ekki þið eigið að gera það!“ Svona vinnubrögð kommúnista voru mjög algeng hér áður fyrr, þar sem hvatt var til að gera þetta eða hitt, þar sem aðrir áttu að taka áhættuna, en ekki þeir.
------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 26. júlí 1967 – Pistill sk, með mörgum ljósmyndum.

Með Haferninum í Síldarflutning

RÉTT fyrir síðustu mánaðarmót júní-júlí bauðst mér með stuttum fyrirvara, tæpum hálftíma, að gerast háseti á mt. Haferninum, síldarflutningaskipi Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Lagt var af stað klukkan rúmlega 14 þann 26. júní.

Þetta var önnur ferð Hafarnarins til síldarflutninga á þessu ári. — Strax er út úr Siglufirði var kornið, var stefna tekin á Jan Mayen, en þar í kring var búist við að síldarflotinn héldi sig.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113547&pageId=1386789&lang=is&q=Haf%F6rn%20Haf%F6rninn

Ath:. sk-2018 – Ekki hefur sá sem endurskrifaði pistil minn, alveg haft rétt eftir mér. Mér bauðst ekki starfið í þeirri merkingu sem hann skrifar í upphafi.

Ég var beðinn að koma um borð aftur, sem timburmaður, starf sem ég hafði stundað um borð frá hausti 1966.

Ég hafði sagt upp starfi mínu er skipið kom heim úr síðustu utanlandferð skipsins, sem hafði verið í leigu hjá dönsku fyrirtæki í 6-7 mánuði, þar af 5 mánuði samtals, án þess að koma heim til Íslands. Ég hafði allan þann tíma á sjó, verið mjög sjóveikur og var orðinn þreyttur þess vegna, og ákvað að hætta sjómennsku.

En eins og fyrr segir, þá var ég beðinn að koma aftur um borð, sem ég gerði og var þar áfram, með hléum (frídagar) allt til loka, um haustið 1979, og síðar vaktmaður um borð er skipinu hafði verið lagt í Siglufjarðarhöfn árið 1969-1971, þar til það fór til Reykjavíkur og var þar selt til Ítalíu. 

------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 24. ágúst 1967 - SVEINN BENEDIKTSSON: 

Yfirgripsmikil grein um síldarflutninga og fleira, ásamt ljósmyndum sk

Síldarflutningaskipin tvö hafa orðið að ómetanlegu gagni í sumar.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113571&pageId=1387471&lang=is&q=Haf%F6rninn%20Haf%F6rninn

------------------------------------------------------ 

Morgunblaðið 2. desember 1967  - 1. desember. 

Slæmt atvinnu ástand á Siglufirði Siglufirði

MJÖG alvarlegt atvinnuástand er nú hér á Siglufirði og þeim fjölgar, sem misst hafa atvinnu sína. Um 120 manns eru skráðir atvinnulausir og er stöðugt að bætast við þá tölu. M.a. hafa síldarverksmiðjur ríkisins hér fækkað við sig verkamönnum og þann 1. desember bættust enn við 17 eða 18 verkamenn.

Meðal þessara verkamanna eru menn, sem verið hafa „fastráðnir“ allt árið undanfarin ár og eru ástæður fyrir uppsögnunum hjá SR fjárskorur eins og sagt er í uppsagnarbréfunum. Aðeins örfáir verkamenn munu starfa hjá SR eftir áramót. Óvíst er hvenær tunnuverksmiðjan hefur störf. Niðurlagningarverksmiðja SR á ekki tilbúið hráefni fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði og liggur starfsemi hennar nú niðri.

Slæmar gæftir hafa verið fyrir línubáta og stopul vinna í frystihúsinu. Haförninn liggur hér við bryggju og hefur öllum óbreyttum skipverjum verið sagt upp starfi frá og með 10. desember sökum verkefnaskorts. — S.K.

Ath. sk- 2018.  Ekki varð þó í raun atvinnuleysi hjá Hafarnarmönnum, því áður en að uppsagnardeginum kom, höfðu tekist samningar við íslensku olíu-innflutningsaðilana um að Haförninn tæki að sér 2-3 ferðir eftir olíu til Hollands. Skipið strax búið til brottfarar og jólin haldin erlendis, eins og árið áður.

Gert var ráð fyrir að hver ferð tæki um 14 daga og olían losuð við hafnir á Norður og Austurlandi. – Þetta tímabil varð þó lengra, raunar nánar óslitið þar til Haferninum var lagt seinnihluta ársins 1979.
---------------------------------------------

Morgunblaðið 26. mars 1968 – Upphaf viðtalsins

Viðtal við Sigurð Þorsteinsson, einn víðförlasta skipstjóra íslands

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON skipstjóri á Haferninum, mun vera einn víðförlasti skipstjóri á íslandi. Á Hvítanesinu fór hann t.d. til Suður Ameríku og meira að segja langt inn í land. Í austurátt hefur hann siglt gegnum Suezskurð og til Indlands og Ceylon. 

Og í sumar var hann á Haferninum með síldarflotanum norður undir Svalbarða. .................. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113751&pageId=1392679&lang=is&q=Haferninum%20Haf%F6rninn

--------------------------------------------- 

Vísir 3. apríl 1968 – Grein um hafísinn – Hluti af greininni.

Síldarflutningaskipið Haförninn hefur komið í veg fyrir neyðarástand á Akureyri og á Siglufirði með - olíuflutningum sínum, en hann var síðasta skipið fyrir Horn, áður en leiðin tepptist og kom með bensín og olíu til Akureyrar, brauzt svo út Eyjafjörð í fyrrinótt til Siglufjarðar með. svartolíu og ætlaði að freista þess að sigla austur með landinu í gær á leið til Bretlands að sækja meiri olíu til Norðurlandshafna.

Hefur skipið, því ekki , einungis komið,í góðar þarfir við síldarflutninga af fjarlægum miðum á sumrin, heldur einnig við aðdrætti í þessum erfiðu ísalögum á vetri, en það er talið mjög hæpið að önnur olíuskip hefðu komizt fyrir Horn eins og ísinn var orðinn þéttur þar á dögunum.
---------------------------------------------

Morgunblaðið 3. apríl 1968 – Grein og myndir frá ísnum og...

FLUTNINGASKIPIÐ Haförninn brauzt um helgina gegnum ísinn norður fyrir land, til að færa Akureyringum benzín og gasolíu, sem skortur var að verða á þar. Kom skipið til Akureyrar á mánudagsmorgun og þóttu skipsmenn hafa sýnt mikinn dugnað við erfiðar aðstæður.

Steingrímur Kristinsson frá Siglufirði, timburmaður á Haferninum, tók meðfylgjandi myndir af ísnum og segir þannig frá ferðinni:   Lesa restina hérna:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113757&pageId=1392871&lang=is&q=Haf%F6rn%20Haferninum

--------------------------------------------- 

Morgunblaðið - 17. júlí 1968    Grein, + myndir:

Flotanum er nauðsyn á meiri aðstoð  -- Steingrímur Kristinsson segir frá lífinu norðaustur í hafi.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113840&pageId=1395351&lang=is&q=Haf%F6rninn%20Haferninum

---------------------------------------------

Smá fróðleikur 2018:
Allar ljósmyndir sem ég tók í tengslum við lífið um borð í Haferninum og og það sem þaðan sást, voru framkallaðar í aðstöðu minni sem sem ég hafði um borð sem timburmaður. Og þeir tugir ljósmynda sem Morgunblaðið birti frá veru minni um borð voru valdar eftir viðkomandi ljósmyndum, og "síldarskip" oftast beðin að koma þeim, ásamt fréttum eða frásögnum til næsta pósthúss, eða starfsmanns SR, einhverjar hafnar, sem svo kom þeim áleiðis til Morgunblaðsins.

Ein undantekning mun þó hafa verið á þessu, en það var þegar við vorum komnir út á rúmsjó vestur af íslandi, þá ný komnir út úr hafísnum og vorum á leið til Englands. Þá stöðvaði skipstjórinn skipið og hafði samband við línubát sem var að veiðum og ég bað skipstjóra bátsins að kom filmum til Morgunblaðsins, nokkuð sem skipstjórinn gerði með ánægju.

 Á þessum tíma var ekkert „internet“ eða möguleiki á að senda efni þráðlaust eins og í dag, þá hefði án vafa orðið fjölbreyttara magn mynda og frásagna um lífið þarna norður í hafi og víðar. En Morgunblaðið hafði mikinn áhuga á slíku efni og naut ég þess, þessi 13 ár sem ég var fréttaritari Morgunblaðsins, auk sérstakrar hvatningar frá ritstjóranum Matthías Jóhannssen.

Raunar er með ólíkindum hvað ÖLL blöð og tímarit höfðu mikinn áhuga á tankskipinu Haferninum, það má heita daglegar fréttir og umsagnir tengdar þessu eina skipi, og má ætla að á þessum tíma hafi ekkert skip Íslandssögunnar fengið jafn mikla umfjöllun og Haförninn, fyrr og síðar. 
Steingrímur.
--------------------------------------------- 

Morgunblaðið 20 júlí 1968

Á SÍLDARMIÐUNUM NORÐ-AUSTUR Í HAFI   -- ljósmyndsíða.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113843&pageId=1395446&lang=is&q=Haf%F6rninn

--------------------------------------------- 

Morgunblaðið 3. ágúst 1968  - 

Haferninum, 24. Júlí – Umfjöllun um þjónustu til síldveiðiskipanna og hið ljúfa geð brytans á Haferninum; Sverrir Torfason.

„Með ljúfu geði“

SAGT var frá því í Mbl. um daginn að flutningaskipin gætu ekki lengur annað vatnsþörf síldarbátanna með sama hætti og verið hefur.
Haförninn hefur síðastliðin ár tekið með sér í hverja ferð um 100 tonn og m.s. Síldin sennilega svipað.

En nú má reikna með að síldin haldi sig, til jafnaðar mun lengra frá íslandi, en síðastliðið ár, og skipin fara enn sjaldnar til lands en áður, og þarf því að flytja vatnið til þeirra...................

Meira:> http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113855&pageId=1395775&lang=is&q=Haferninum%20Haf%F6rninn

---------------------------------------------

Morgunblaðið 14. ágúst 1968 – Ljósmyndasíða; sk

Svipmyndir úr síldinni.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113863&pageId=1396003&lang=is&q=Haf%F6rninn%20Haferninum%20Haferninum

---------------------------------------------

Morgunblaðið 25 september 1968 - Haferninum, 20. september.

Hún losar til okkar daglega

M.B. GUÐBJÖRG Ísafirði er það skipsnafn, sem oftast er talað um og skrifað hér um borð í Haferninum, og þó fyrst og fremst vegna þess, að ekki líður sá dagur, að m.b. Guðbjörg fái ekki einhverja síld, stundum lítið, stundum mikið, en alltaf eitthvað..............

Upphaf greinar (sk) frá síldarmiðunum, ásamt ljósmyndum. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113901&pageId=1397039&lang=is&q=Haferninum%20Haferninum

---------------------------------------------
Morgunblaðið 7. janúar 1969

Jólahátíð um borð í Haferninum – Frásögn

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113991&pageId=1399647&lang=is&q=Haf%F6rninn

---------------------------------------------

Mánudagurinn 21. febrúar 1969 – Skrifað á jóladag um borð í Haferninum, 1968

LEITAÐ Í STÓRU FELUSTÓÐUNUM - Steingrimur Kristinsson segir frá siglingu til austantjaldshafna.

VIÐ LÖGÐUM af stað frá Siglufirði 21. nóvember s.l. Við vorum allir ánægðir með brottförina, ekki síst þeir skipverjar (undir menn), sem fengið höfðu uppsagnarbréf og höfðu verið atvinnulausir frá 5. nóv. vegna verkefnaskorts fyrir skipið okkar, sem við höfðum verið ráðnir á, Haförninn.

Var því aðallega um að kenna verðfalli á lýsi, sem rekstur „Hafarnarins" raunar byggðist á yfir vetrarmánuðina....................
Restina og meira, má lesa hér:> Heimildasíða - Í Austurþýskalandi (google.com) 

---------------------------------------------

Morgunblaðið 26 júní 1970

Skemmdir á Haferninum.

SÍLDARFLUTNINGASKIP Síldarverksmiðja ríkisins, ms. Haförninn, átti að ganga undir 12 ára flokkunarviðgerð (klössum) í þessum mánuði. Ákveðið var, að viðgerðin færi fram í Bremerhaven,. Við skoðum á skipinu þar kom í ljós, að tankar skipsins og skilrúm þurfa að endurnýjast að mestu leyti vegna tæringar á járnplötum, bitum og böndum.

Er áætlaður kostnaður við þessa endurmýjum og viðgerð um 40 miljónir króna. Þar við bætist kostaður við flokkunarviðgerð skipsins að öðu leyti. Þessi óvænti kostnaður við endurnýjum tankanna og skilrúmanna er svo mikill að óvíst er, hvort þessi viðgerð og flokkun svarar kostnaði, því að skipið myndi vart vera seljanlegt eftir viðgerðina fyrir þá upphæð, er kostnaðinum næmi.

Hefur því verið hætt við flokkunarviðgerðina að svo stöddu og verið siglt til heimahafnar á Siglufirði, Er nú beðið átekta með skipið, þar til ákvörðun verður tekin um hvort flokkunarviðgerðin verður látin fara fram, eða skipið selt í núverandi ástandi. Svo sem kunnugt er, þurfa skip, sem eru í ákveðnu flokkunarfélagi, að ganga undir flokkun á vissu árabili.

Ms. Haförninn hefur verið í Norsk Verttais flokkunarfélaginu, og þar sem skipið er nú orðlið 12 ára gamalt, þarf það að ganga undir 12 ára flokkun til þess að uppfylla þau skilyrði, sem sett eru af flokkunarfélaginu, en við þau skilyrði eru bundin siglingaleyfi og vátrygging skipsins. Standist skip ekki flokkun, fellur þessi réttur niður, en unnt kann að vera, með einhverjum lagfæringum, að fá siglingaleyfi um takmarkaðan tíma.

Bíður það ákvörðunar stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, hvort það verður reynt. Síldarverksmiðja ríkisins festu kaup á ms. Haferninum í júní- mánuði 1966 í því skyni að nota skipið tíól flutninga á bræðslusíld af fjarlægum miðum til verksmiðjanna. Skipið, sem er tankskip, hafði áður verið í eigu norsks útigerðarfélags, og hét þá ms. Lönn og hafði m.a. verið útbúið til flutnings á fljótandi kemískum efnum. Þegar kaupin voru gerð, hafði skipið komið úr 8 ára flokkunarviðgerð fyrir einum mánuði.

Síldarverksmiðjur ríkisins fengu norskt skipaverkfræðingafirma til þess að skoða skipið fyrir sína hönd áður en kaupin voru gerð. Engir óeðlilegir gallar komu fram, hvorki við 8 ára flokkunina, né við þessa skoðun. Skipið var byggt í Haugasundi árið 1957. Stærð þess er 3700 tonn d.w. og vél 2100 ha, Burmeister og Wain's dísilvél. Skipið lestar 3400—36O0 tonn og ganghraði þess er 12 sjómílur- á klukkustund. Áhöfn skipsins hefur verið 22 menn, Kaupverð skipsins var 6 miljónir norskar kr., eða 36.130.000,00 ísl. krónur með þáverandi gengi.

Ýmsar breytingar voru garðar á losunar- og lestunartækjum skipsins vegna síldarflutninganna, og kostuðu þær um 15,5 miljónir króna. Skipið reyndist vel sem síldarflutningaskip og flutti á árunum 1966 til 1968 um 82.000 tonn bræðslusíldar til verksmiðjanna. Auk þess, var skipið í síddarlýsisflutningum fyrir verksmiðjurnar milli vertíða. Þegar ekki voru verkefni fyrir skipið hjá eigendum, var það leigt öðrum til flutninga á gasolíu, bensíni, fljótandi vaxi og jurtaolíum.

Á sl. sumri féllu síldaflutningar niður vega aflabrests. Sl. vetur og var var skipið í flutningum á gasolíu og bensíni, aðallega milli Norðursjávar og Eystrasaltshafna. Ennfremur flutti það hvallýsi frá íslandi til Noregs nú í vor. Ekki verður fullyrt um ástæður fyrir skemmdum á tönkum og skilrúmum ms. Hafarnarins, en líkur benda til, að þær stafi frá flutningum skipsins meðan það var í eigu Norðmanna, þótt þær kæmu ekki fram við 8 ára flokkun eða við skoðun norska skipaverkfræðingafirmans áðu en Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu fyrir fjórum árum, enda munu skemmdirnar mjög hafa ágerst síðan.

(Frétt frá Síldarverksmiðjum ríkisins).
--------------------------------------------- 

Smá viðbót, að lokum:

Miklar deilur komu upp í fyrstu, varðandi mælingaaðferð þá sem notuð var um boð í Haferninum, vegna móttöku á síld frá veiðiskipum. Aðferð sem í höfuð atriðum var sú sama um borð í öðrum flutningaskipum.

Tankarnir voru í upphafi við smíði skipsins mældir í hektólítrum, magn það sem viðkomandi tankar rúmuðu. Einn hektolíter er sama og 100 lítrar. Svo málið var einfalt. Þegar skip hafði losað farm sinn um borð var það yfirleitt stýrimaður og dælumaður sem það gerðu að viðstöddum stýrimanni frá viðkomandi veiðiskipi.

Málbandi áfest á enda var plata um 10x10 sentímetrar slakað niður á yfirborð síldarinnar í tankanum og lesið af málbandinu fjarlægð frá yfirborði síldar til merkistiku í tanka mannopinu. 

Síðan einfaldur reikningur gerður og útkoman, var sá tonnafjöldi sem komið var í skipið.

Þessa aðferð voru sjómenn veiðiskipa ekki sáttir við og vildu meina að þeir vissu hvað í lestum skipa sinna væri hverju sinni, en magnið sem mælt var var án undantekninga minna en skipverjar veiðiskipanna töldu.

Það sem margir skiperjanna ekki áttuð sig á eða vildu ekki viðurkenna var það að ávalt var mikill sjór í lestum skipa þeirra þegar þeir háfuðu og síða fóru að dæla síldinni um borð, þá kom og var sjór í bland við farminn. Þessi sjór og sá sjór til viðbótar bættist við sem þeir dældu var í lestina til að auðvelda dælingu frá borði og minka vinnu við lempingu, kom auðvitað með síldinni um borð í Haförninn. En um borð voru öflugar hristisýjur sem losaði sjóinn frá síldinni áður en hún rann ofan í tanka Hafarnarins, þae sem hún var rúmmálsmæld.

Svipaðar kvartanir komu einnig upp við landanir veiðiskipa hjá SR á Siglufirði.