Árið 1944 - Rauðka - 2
Mjölnir 15. mars 1944.
Endurbygging Rauðku
Samþykkt í bæjarstjórn með öllum atkvæðum.
Síðastliðinn laugardag hélt bæjarstjórnin fund. Fyrir fundinum lá bréf frá stjórn verksmiðjunnar Rauðku, þar sem stjórnin fór fram á að fá umboð bæjarstjórnar til endurbyggingar verksmiðjunnar upp í 5 þúsund mála afköst á sólarhring, ásamt umboði til lántöku til byggingar.
Fyrir lágu mjög ítarlegar áætlanir frá verksmiðjustjóra. Snorra Stefánssyni um allan byggingarkostnað ásamt tilboði frá vélsmiðjunni Héðni, Reykjavík, í allar vélar og tæki til verksmiðjunnar. Þá lá fyrir fundinum rekstraráætlun fyrir verksmiðjuna, einnig frá verksmiðjustjóranum, er sú áætlun mjög athyglisverð og sýnir, að verksmiðjan er fjárhagslega öruggt fyrirtæki, jafnvel þó hún verði endurbyggð á þessum tíma, á hápunkti dýrtíðarinnar.
Bæjarstjórn samþykkti með öllum greiddum atkvæðum endurbyggingu verksmiðjunnar upp í 5 þúsund mála afköst á sólarhring. Þá veitti bæjarstjórn verksmiðjustjórninni fullt og ótakmarkað umboð til lántöku og vélakaupa. Áður hafði bæjarstjórn falið verkmiðjustjórn að vinna að því að fá veðböndin afnumin, sem
Gunnar Jóhannsson
Á verksmiðjunni hvíla í sambandi við Skeiðsfossvirkjunina. Eftir þessar ákvarðanir bæjarstjórnar má gera ráð fyrir að stjórn verksmiðjunnar fari bráðlega til Reykjavikur til viðræðna við ríkisstjórn og banka. Er það ósk Siglfirðinga, að þetta mál megi leysast á sem giftusamlegastan hátt. Er vonandi, að ríkisstjórn sjái sér fært að verða við óskum bæjarstjórnar og verksmiðjustjórnar um að fá verksmiðjuna lausa úr veðböndunum, því á því veltur að miklu leyti, hvort verksmiðjan verður endurbyggð í ár eða ekki.
Gunnar Jóhannsson.