Sigurlína Gísladóttir
Sigurlína Gísladóttir
Sigurlína Gísladóttir fæddist á Siglufirði 11. mars 1940.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 13. júní 2008.
Foreldrar hennar voru
Ásta Kristinsdóttir, f. 12. des. 1905, d. 9. júní 1943, og
Gísli Sigurðsson bókavörður, f. 20. maí 1905, d. 10. nóvember 1986.
Sigurlína ólst upp hjá
Jóhanna Þórðardóttir, f. 12. febrúar 1900, d. 15. apríl 1987, og
Ólafur Helgi Guðmundsson, (Ólafur Guðmundsson) f. 28. september 1906, d. 21. mars 1959.
Systkini Sigurlínu eru
Ólafur, f. 1934,
Kristinn, f. 1935, d. 2007,
Reynir, f. 1937, og Ásta, f. 1943.
Eiginmaður Sigurlínu er Valur Johansen, f. 4. júlí 1941.
Foreldrar hans voru
Einarsína Guðmundsdóttir, f. 8. september 1913, d. 24. febrúar 1989, og
Aage Johansen, f. 7. apríl 1914, d. 9. júní 1994.
Dætur Sigurlínu eru:
1) Jóhanna Ásta, f. 1960,
maki Giovanni Pagnacco, f. 1969,
þau eiga einn son.
2) Linda Hrönn, f. 1963, hún á þrjá syni.
Börn Sigurlínu og Vals eru:
1) Ólafur Helgi Valsson, f. 1967,
maki Rebekka Sara Gunnarsdóttir, f. 1969, þau eiga tvo syni.
2) Einar Áki Valsson, f. 1968,
maki Katrín Sif Andersen, f. 1973, þau eiga tvo syni.
3) Vala Sandra Valsdóttir, f. 1969,
maki Jón Þórir Sveinsson, f. 1965, þau eiga þrjá syni.
4) Gísli Viðar Valsson, f. 1973,
maki Erla Björk Jónsdóttir, f. 1981, þau eiga tvo syni.
Sonur Vals er
Ingi Jóhann Gíslason, f. 1964,
maki Ann Lönnblad, f. 1966, þau eiga þrjár dætur, einn son og tvö barnabörn.
Sigurlína ólst upp á Siglufirði og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún fór í Húsmæðraskólann að Laugum. Lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir á stóru heimili en einnig starfaði hún um tíma hjá Pósti og síma og hjá Siglufjarðarleið.
Sigurlína Gísladóttir
Ljósmyndari ókunnur