Siglufjarðarblanda

 Skírnir, ný tíðindi hins íslenska bókmenntafélags. 16. Árgangur. - 01/01/1842 - 1850

  Íslands Sóknalýsíngar.

Hèr skal skíra frá hverjar lýsíngar sókna og sýslna hið íslenzka bókmentafèlag hefir fengið síðan í fyrra vor, og hverjar nú vantar. --- (Ath. öllu sleppt nema frá Siglufirði)

Blaðið Skírnir virðist vera það eina sem gefið var úr frá árunum 1842 – 1849 – En þá kom út blaðið Lanztíðindi

Þar voru aðallega birtar skýrslur og reikningar tengdar Bókmenntafélaginu , og nafn Siglufjarðar nokkrum sinnum birt í því samhengi –

Blaðið var prentað í Kaupmannahöfn. Svipað efni var að mestu svipað efnislega.

---------------------------------------------------------------------

Tíðindi frá Þjóðfundi íslendinga 05-07-1851;

  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=366970&pageId=5950420&lang=is&q=Siglufj%F6r%F0

Úrdráttur frá þeim:

Jak. Guðmundsson: Þó svo kunni að vera, sem þíngmaður Gullbríngusýslu sagði, að stundum sè jafngott verð í Hafnarfirði og Keflavík, eins og hér í Reykjavík, þá vil eg benda þíngmanninum á, að þetta er einmitt Reykjavík að þakka, af því þessir smákaupstaðir eru svo nærri henni, að þeir, sem við þá verzla, geta hótað þeim, að fara til Reykjavíkur. En öðru máli er að gegna um suma smákaupstaði aðra, sem lengst eru frá hinum stærri kaupstöðum, t. a. m. Siglufjörð, sem er margar dagleiðir frá Akureyri.

St. Jónsson: Þetta, sem þíngmaðurinn nú sagði, sannar einmitt það, að það, að hafa sem flesta verzlunarstaði, gjöri bezt verðlag, en ekki það, sem hann vildi sanna. Það er og líka skiljanlegt; því ef að margar dagleiðir eru á milli kaupstaða, Þá geta ekki landsmenn farið á annan stað, þegar þeim ekki líkar á þessum, þó viti betra á hinum staðnum. Eg vil að vísu ekki fjölga verzlunarstöðum úr því sem er, nema sèrleg nauðsyn útheimti það, en hitt vil eg, að landsmenn njóti hagnaðar rèttvíslega af þeim, sem nú þegar eru til, og það sè ekki hindrað að óþörfu. En hvað viðvíkur Siglufirði, þá veit eg það, að það eru sjaldan settar þar upp vörur, fyr en á Akureyri.

Jak. Guðmundsson: Sami hluturinn hefur þó verið seldur fyrir augunum á mér fyrir 24 skk. á Siglufirði, sem ekki kostaði nema 16 skk. á Akureyri. (Einn þíngmanna. Sama ár ?) Já. 

St. Jónsson: Þetta sannar ekki neitt. Eg mótmæli ei, að þetta geti komið fyrir. Það kemur fyrir, að misjafnt verð er á kramvöru í sölubúðum á sama verzlunarstað. Hvað því viðvíkur, að það sé hagnaður, að verzla á vetrum, eins og einhver minntist nýlega á, þá er þess að gæta, að þá setja kaupmenn helzt upp vöru sina. Mèr verður máske svarað, að þeir selji lítið þann tíma, sem lausakaupmenn eru ekki á verzlunarstöðum, og þetta kann að vera svo, einkum á sumum stöðum; en ef þeir hafa vöru til að selja á vetrum, þá hlýtur annaðhvort að vera, að landsmenn séu ekki upp á fastakaupmenn komnir þann tímann, eða þá verður að draga drjúgt verzlun sín þá, þegar þeir eru einir um hana. ..................................

B. Jónsson: Eg vil leyfa mér að geta þess viðvíkjandi Siglufirði, sem áðan varð rætt um, að eg hef verið þar sjálfur, og þekki því til verðlags þar, og hefur það verið lengi venja, að eigendur verzlunarinnar hafa gjört fulltrúum sínum þar að skyldu, að fylgja verðlagi því, sem við gengst á Akureyri. Þetta var mér og gjört að skyldu, þegar eg var þar, og hélt því iðulega spurnum fyrir, hvað það og það væri dýrt á Akureyri. Eg má því fullyrða, að yfir höfuð að tala er verðlag þar mjög svo líkt og á Siglufirði, þó eg hins vegar ekki neiti, að það geti komið fyrir, að það á einstaka vörutegund kunni að mismuna dálitlu

---------------------------------------------------------------------

Skýrslur um landshagi á Íslandi – 1858-01-01

Fróðlegt varðandi þá einokun sem var á verslunarrekstri á þessum tímum, þar sem strangt eftirlit var um það hverir mættu selja vöru og hvar landsmenn mættu kaupa þær, á þessum tímum.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=312327&pageId=4822975&lang=is&q=Siglufj%F6r%F0ur

---------------------------------------------------------------------

1863-01-01 Norðanfari:

Skipstapar . (Úr brjefi). 29. eða 30. dag októberm. Í ár fórst bátur frá Hafstaðabúðum á Skagaströnd skammt frá landi. Veður var hvasst og brim mikið. 4 menn voru á bátnum og rjeru allir, formaðurinn sat á bita.

En þegar komu upp á svo kallaða Búðarvík kom holskefla, sem fyllti bátinn og tók út formanninn, og sázt hann ekki meir, hinir 3 mennirnir losnuðu aldrei með öllu við bátinn, og rak þá svo með honum að landi, hvar báturinn mölbrotnaði, enn menn þessir komust lífs af, þó nauðulega. Formaðurinn hjet Hjálmar Guðmundsson, giftur, bláfátækur og átti nokkur börn".

Á millum næstl. veturnótta og jólaföstu, hafði báti hvolft með 3 mönnum framan lending, ekki langt frá Ólafsvík vestra. Sást þetta úr landi, fóru þá aðrir 3 fram á báti, sem ætluðu að bjarga hinum, enn þeim barst á svo 2 þeirra fórust og 1 af hinum. Einn þeirra er drukknuðu, er sagt að hafi verið Björn nokkur Konráðsson, systursonur fræðimannsins Gísla Konráðssonar, sem nú er í Flatey á Breiðafirði. 

Mánudaginn 12. þ. m. hefir spurzt hingað, að almennt hafi verið róið til hákalls af Siglunesi úr Siglufirði frá Dölum og úr Fljótum, en Miðvikudaginn hinn 14 brast á vestanveður og síðan útnorðan, svo að 4 eða 5 skipin hrakti í Fjörðu og Flatey á Skjálfandaflóa. Af þeim skipum, er rjeru, vanta 2 enn úr Fljótum með 14 mönnum, sem menn vita víst að farist hafa. Því ýmislegt, hefir rekið af skipunum í Fjörðum á Flateyjardal, Sjóarsandi og Tjörnesi. Formennirnir hjetu Jóhannes Sigurðsson frá Hrúthúsum, og Þorlákur Þorláksson frá Lambanesreykjum báðir giptir.

--------------------------------------------------------------------

1868-03-28  - Blaðið Baldur:

VERZLUNAR-SAMTÖK NORÐLENDINGA.

Það hefur frjetzt hingað, að mestöll Eyjafjarðarsýslu «innan fjalla» (ótalið Siglufjörður, Hjeðinsfjörður og þær sveitir þar) ásamt suður-hlut Norður-Þingeyjarsýslu — Fnjóskadal, Bárðardal (og Mývatnssveit ?) - sje gengin í verzlunarfjelag, þannig, að allar þessar sveitir verzli í sameining sem einn maður. 

Hafa þær kosið menn í forstöðunefnd, en eigi er oss kunnugt hverja.

Þessir menn hafa því næst, að því, er vjer höfum heyrt, ritað herra verzlunar-manni Þorláki Johnsen i Skotlandi, og farið þess á leit, að panta fyrir hans milligöngu skip til þess, að sigla upp fyrir norðan og taka vöru þeirra. Þetta er lofsvert dæmi, sem fleiri ætti að fylgja, og einkum ætti menn að finna til þessarar þarfar nú í ár, þegar verzlunarólagið er hvað mest. Einmitt þetta ár sýnir ljóslega, hvernig verzlunin er komin hjer.

 Þegar vel lætur í ári og verðlagið er með betra móti og landsmenn geta látið meiri vörur í kaupstaðina, en svarar nauðsynjum þeirra, er þeir þurfa út að taka, þá fá þeir eigi annað út á vöru sína, en alls konar munuð og óþarfa; glæpast menn, því miður, á, að kaupa það, bæði sakir þess, að menn fá eigi peninga út á það, er menn eiga inni, og svo vegna hins, að kaupmenn eru opt fúsari á, að lána það, en nauðsynjar. En þegar svo harðnar í ári, og verzlunin verður landsmönnum þyngri, þá fara kaupmenn að ganga ríkar eptir skuldum, og flytja minna af þeim vörum, er menn nauðsynjar um, þar eð þeir sjá sjer meiri hag við, að flytja alls kyns glingur og þarfieysu, sem þeir selja við margföldu verði. 

Til þess, að koma þessu af, ætti mönnum að skiljast, hvert gagn má verða að verzlunarsamtökum í hverri sveit, svo að neyða megi kaupmenn til, að flytja næga nauðsynjavöru, og peninga fyrir varning þann, er þeir hafa fram yfir það, er þeir verða að láta fyrir nauðsynjar sínar. Með þessu móti yrði og auðveldara, að haga verzlun sinni svo, að bændur gætu byrgt sig af vörum á sumrin, en þyrftu eigi að vera að verzla á veturna, því að reynslan sýnir að þá er harður kostur bændum, að vera komnir upp á náð og miskun kaupmanna, er opt nota sjer freklega neyð fátæklinga, sem eigi eru færir um að byrgja sig á sumrin, meðan betra er verð. Í síðasta blaði «BaIdurs» hefur verið bent á þetta, og þar eð Norðlendingar, sem eru slíkir fjörmenn og dugnaðarmenn, hafa runnið á vaðið, þá vonum vjer, að færri láti nú sinn hlut eptir liggja, að feta í spor þeirra. Vjer tölum eigi um, að hið arðmesta er, þegar heilar sýslur slá saman, að panta upp skip, til að sigla upp hafnir. —

En svo að þetta geti komizt á, verða einhverjir að bindast fyrir að koma því á. Þykir oss furðu gegna, hvað sveitastjórar eru almennt afskiptalitlir um þetta mikilsvarðanda sveitamálefni, því að fyrir þessa sök mun margur sá maður vera orðinn sveitunum að byrði ¹) , sem annars hefði getað verið þarfur meðlimur sveitar og fósturjarðar. Með guðs hjálp og góðum vilja mætti miklu til leiðar koma.

 ¹) það mun og eiga verulega rót í skorti þeim, er var í sumar á nauðsynjavöru, hve hart nú er um bjargræði hjer, svo að sumstaðar horfir við)

---------------------------------------------------------------------------------------------------

1868-12-08  Þjóðólfur. Auglýsing

 — «Lloyd's» — 

Verzlunarstjóri herra Snorri Pálsson á Siglufirði í Eyafjarðarsýslu er í dag útnefndur «Lloyds» - «Sub-Agent» þar. 

Reykjavík, 8. Desember 1868. Oddur V. Gíslason. — 

Þar sem í f. á. Þjóð, 194. bls. er auglýst um íbúð Járngerðarstaða,

þá eru byggingarráð jarðarinnar nú falin á hendr óðalsbónda G. Gunnarsen á Ytri-Njarðvík.

H. St. Johnsen.

-----------------------------------------------------------------------

1868-12-09 – Baldur: 

VERZLUNARFJELAG EYFIRÐINGA. (Brjefkafli frá merkismanni í Eyjaflrbi)  . . . . »

Fjelag vort Eyfirðinga og Þingeyinga komst á í vor er var, en gat þó engan nýjan skiptavin fengið, svo að það neyddist til, að verzla við Popp, sem hjer er orðinn fastur kaupmaður, og hefði fjelagið getað haft enn meiri hag á verzlun sinni, hefði við annan auðugri verið að skipta, því að Popp er maður fátækur, og má því til að fara allt hvað hann kemst. Þó urðu samningar vorir við hann svo, að eigi mun hafa verið um skárra að gjöra hjer í grann-kaupstöðunum. 

Næsta ár mun fjelagið halda saman, og er nú helzt í ráði að það gangi upp í hlutabrjefafjelag, og ráðist í að kaupa og gjöra út að sumri 60 lesta skip frakkneskt, er selt var í sumar, er leið, á Siglufirði, sem strand, en sem vel má þó gjöra haffært. í ráði er, að hlutabrjefin verði um 40 eða 50, og hvert á 100 rd., en svo geta verið smáfjelög um hvert hlutabrjef (t. a. m. 5-10 menn). Skipið verður í sumar komandi sent með vörur fjelagsmanna (9-12000 rd. virði) á einhvern útlendan markað, og umsjónarmaður fenginn með þeim, og fleira þess háttar. 

Síðar skal jeg rita meira frá þessu, þá er lengra er á veg komið».

-------------------------------------------------------------------

1896-10-06 – Baldur:

  Í norðangarðinum 11. f. m., sleit upp á Siglufirði öll skip þau, er þar lágu, 7 að tölu; 2 þeirra, jagtina «Söblomsten» og skonnortskipið «Valdemar», átti Thaae kaupmaður, en hið þriðja, skonnortskipið «Maríu», hafði hann leigt; hið fjórða var skip lausakaupmanns Lund, sem í mörg undanfarin ár hefur rekið verzlun þar og víðar um norðurland; hin 3 voru ensk fiskiskip, er höfðu leitað þar inn sakir ofviðris. 

Skonnortskipið «María» kvað vera alveg óhaffært og talið óvíst, að nokkurt hinna muni komast út aptur.

Allir skipverjar komust lífs af. 

Í sama veðrinu 12. f. m., urðu skipverjar á skonnortskipinu «Meta», eign Clausens stórkaupmanns, sem þá lá í Stykkishólmi, að höggva fyrir borð siglutrjen, svo að skipið eigi bæri á land.

------------------------------------------------------------------

1869-11-08- Þjóðólfur:

Skipströnd.

— Í ofsastorminum er gekk yfir allt af Vesturland og vesturhluta norðurlandsins dagana 3. Septbr. þ. árs (eins og meðfram má ráða upphafi bréfkaflans af ísafirði hér á eptir) sleit "upp eigi færri en 7 hafskip samtals á Siglufirði (í Eyaf.sýslu); 

þau lentu flest eða öll á grynningum þeim, er «Leðran» nefnist, og stóðu þar grunn um hríð, en náðust samt öll á flot aptur með heilu og höldnu að mestu, og var meðal þeirra eitt skip, «Söblomsten» kallað, er var á leið til Hofsóss frá Khöfn með alskonar nauðsynjavörur; en 7. skipið, «María», er þar barst á, og var komið heim í leið frá Hofsós til Danmerkur með íslenzka vöru, en hafði átt að koma við á Siglufirði til að taka þar viðbót (því Thaae kaupmaður mun einnig eiga Siglufjarðarverzlunina), bilaði svo og bramlaðist, að gefa varð upp skip og farm til uppboðs. 

— Sama dag (12. Sept.) var eitt skip Clausens agents og general-ConsuIs, er nefndist Metha, á innsiglingu til Stykkishólms; það kom vestan af Ísafirði með því nær alfermi af ull og lýsi, átti nú að fylla lestina í Hólminum og fara svo þaðan til Hafnar, en er skipið skyldi ná inn á höfnina, bar ofviðrið það svo fast inn að landi («Stykkinu?»), að eigi varð annað úrræða, en höggva niður bæði siglutrén (möstrin) til þess að draga úr rekinu og gangi skipsins, og varð það svo þar að strandi; en mönnum öllum var bjargað. 

— Þetta er 4. skipið, er agent H. A. Clausen hefir mist á þessu ári. Öðru ofsaveðrinu laust á af norðvestri (útnorðri) réttum 30 dögum siðar, eða 12. f. mán., víðsvegar hér um land, eða þá víst allt frá Eyjafirði og vestur úr að norðanverðu, einnig og svo hér sunnanlands, neðanfjalls; hér var stormurinn ofsamikill, þar sem hann þó stendur af landi hér með þeirri átt; en engin var hér snjókoma með, þó að gránaði í hæstu fjöllum ofan til miðs; fyrir norðan fylgdi ofviðri þessu eitt hið mesta snjókingi, og stóð þar yfir full 2 dægur eða fram á daginn 13. f. m. 

Daginn fyrir, mánudaginn 11., sást til skips inn Húnaflóa, og var það briggskipið Valborg, 63 lestir, eign Hillebrandts stórkaupmanns, er á Skagastrandar- eða Höfðakaupstaðinn; kom nú skip þetta frá Höfn fermt alskonar nauðsynjum: kornvöru, salti,o. fl., en vita-saltlaust hafði verið fyrir þar um norðurkaupstaðina svo til vandræða horfði; veður var þá stillt og gott, fremur landvari, þegar upp á daginn kom, svo að lítt vanst fyrir þeim uppsiglingin; segja þó nokkrir, að skipið hafi verið komið sem næst inn á móts við «Höfðann» (Spákonufellshöfða), en þá sletti í logn, svo allan gang tók af skipinu um hríð...............................................

----------------------------------------------------------------

1873-04-09 – Norðanfari: 

— Þjer biðjið mig herra ritstjóri um skýrslu umtjónið í Haganesvík í vetur, og verður hún hjer um bil á þessa leið: Snemma í febrúarmánuði rjeru 7 vetrarskip til hákalls hjer í Fljótunum og náðu 3 af þeim lendingu sinni með dálitlum afla, 6, 7 og 10 kúta í hlut, en 4 hröktust í Siglufjörð. 

Fimmtudaginn 20. sama mán. fóru menn að sækja 3 skipin úteptir —, 2 úr Mósvík og 1 úr Haganesvík — en urðu svo seint fyrir, að hinn voðalegi hríðarbilur, er brast á þá um kvöldið, var í aðsígi þegar þau komu að lendingum sínum. 

Hagnesvíkurskipið, er óðalsbóndi Sv. Sveinsson í Haganesi á, en formaður á því Jóhannes Finnbogason, lagði á floti, og  fluttu þeir farminn úr á byttu, bæði hákall. 

— Því öll þessi 3 skip höfðu í legunni fengið svipaðann afla og þau er heim náðu og svo kornmat, er tekinn var til flutnings úr Siglufirði. Annað Mósvíkurskipið, er Sæmundur Jónsson á Yztamói á og stýrði sjálfur, var litið eitt á undan hinu.

Það skip á Árni Þorleifsson á Yztamói, en formaður á því var Jón þorvaldsson (Sigfússonar á Dölum). Var skip Sæmundar komið flatt fyrir við fjöruna, því kviku var að gjöra. þegar J. þorvaldsson kom, þorði hann því ekki að leggja þar að landi, heldur lagði frá og sigldi yfir á Haganesvík, sem er þrautalendingin hjer í Fljótunum. þegar þar kom var hríðin orðin svo dimm að ekkert sá, en þeir heyrðu til Jóhannesar, sem þá var að afferma sitt skip, og gátu gjört honum aðvart að koma til sín byttu til að koma á landtogi, því lagst var fyrir akkeri. 

Að því búnu var farið að setja skip Jóhannesar, en í hinu skyldu á meðan vera 2 menn til að ausa og annað fleira að gjöra ef þyrfti, og urðu til þess Pjetur Pjetursson (Sveinssonar á Vatni á Höfðaströnd) bóndi á Laugalandi og Jóhann Gottskálksson húsmaður samastaðar. 

Varð þá hríðin og stórviðrið svo fjarskalegt, að menn naumast gátu átt við að koma skipi Jóhannesar upp úr flóðstað, því síður að menn treystust á flot eptir hinu skipinu eður gætu nokkuð að hafst því til líknar. Menn treystu sjer einusinni ekki að komast til bæar, Neðra-Haganess, sem þó er að eins hjer um 60 faðma fyrir utan lendinguna, heldur hjeldu allir til í sjóbúð um nóttina, þó lægi við skemmdum af kali, enda varð að hafa athuga á að veðrið ekki sliti menn frá sjóbúðunum ef nokkuð var út farið. 

Seinni part nætur dasaði veðrið nokkuð, ætluðu menn þá að reyna að bjarga hinu skipinu, en þegar að landtoginu kom, var það slitið, skipið rekið upp nokkru fyrir sunnan sjóbúðirnar, mennirnir drukknaðir og allur farmur týndur nema lítið eitt af gögnum úr trje, er rekið hafði upp jafnframt skipinu. Hvorki mennirnir nje farmurinn — að undanteknu lítilræði af hákalli — er enn í dag fundið, þó eptir vandlegar og ítrekaðar leitir, og geta menn til, að allt hafi sandorpið strax. 

Eignatjón við slys þetta var býsna tilfinnanlegt, því talsvert var af kornmat í skipinu og annari flutningsvöru frá Siglufirði, þarámeðal nokkuð er sárfátækir menn áttu. Skipið sjálft brotnaði ekki mikið, en ,segl, veiðarfæri og annað skipinu tilheyrandi misstist, og er skaði skipseigandans Árna Þorleifssonar, að meðtöldum kornmissir, metinn 80 rd. það virðist sem sveit þessi (Fljót) sje ekkert óskabarn lukkunnar nú á seinni árum. Í febrúar 1863 fórust 2 hákallaskip algjört með 18 mönnum og í aprílm. 

Í hitteðfyrra eitt með 10 mönnum, er varð mjög tilfinnanlegur mannskaði, auk annars tjóns á sjávarúthaldi á þessu tímabili. Þar á ofan einstakt aflaleysi, óáran og þröng í landbúnaði er árjettaðist með harðærinu næstl. vor og hinu mikla áfelli 29. maí (sem dæmi má telja að menn hjer í Austurfljótum urðu að ganga á skíðum á manntalsþing 7. júni, þarámeðal jeg einn) er svipti menn talsverðu af bjargræðisstofni sínum. 

Enda eru menn hjer talsvert aðþrengdir vegna óhappa og sívaxandi sveitarþyngsla, sem eðlilega hefur leitt af mannsköðunum, og svo eignaþroti sumra búenda. 

Hraunum 18. marz 1873. E. B. Guðmundsson.

------------------------------------------------------------------------

1874 -12-01 Stjórnartíðindi:

--- Bréf landshöfðingjans , (til forstjóra sparisjóðsins í Reykjavík ³).

Eptir að hafa meðtekið bónarbréf forstjóranna frá 5. þ. m. hefi eg samkvæmt i l tilskipun 5. ianúar þ. á. um hlunnindi fyrir sparisjóði á íslandi, veitt sparisjóðnum.

Í Reykjavík um 10 ára límabil, er byrjar í dag, öll þau hlunnindi, sem talin eru í nefndri tilskipun, með þeim skilyrðum, að trygging sú, sem sparisjóðurinn nú veitir, eigi rýrni, að ákvarðananna um reikningsskil í samþykt sjóðsins frá 9. marts 1872, er fylgdi bréfi forstjóranna, verði nákvæmlega gætt, og að forstjórarnir til þess, að landshöfðinginn geti haft eptirlit með þessu, árlega sendi honum eptirrit af reikningum sparisjóðsins, svo ber og að skýra landshöfðingja frá sérhverri breytingu, er kynni að verða gjörð á samþyktinni frá 9. marts 1872 og frá því, er skipti verða á stofnöndum sjóðsins samkvæmt 3. gr. samþyktarinnar

³) Í bónarbrèfi sínu skýra forstjórarnir frá, að sjóðurinn hafi verið stofnaður 9. marts 1872 og tekið til starfa 20. apríl s. á., og gefa þeir þetta yfirlit yfir viðgang hans síðan:

Brèf landshöfðingjans (til amtmannins í norðr og austramtinu )  Amtmaðrinn hafði mælt fram með, að sparnaðarsjóðrinn í Siglufirði fengi hlunnindi þau, sem talin eru í tilskipun 5. janúar þ. á., og sýslumaðrinn í Eyjafjarðarsýslu hafði vottað að allir forstjórar sjóðsins væru áreiðanlegir menn og flestir þeirra vel efnaðir. Samkvæmt þessum meðmælingum voru nefnd hlunnindi veitt sjóðnum um 5 ára tímabil og með líkum skilyrðum, og þeim, er til eru tekin í bréfinu hér næst á undan.

------------------------------------------------------------------------

1874-12-01- Stjórnartíðindi:

Auglýsing um póstmálefni. Ráðgjafinn fyrir ísland hefir 7. þ. m. samþykt eptirritaðar breytingar á reglum þeim, sem gjörðar eru f 2., 7. og 8. grein auglýsingar frá 3. maí 1872 um setningu póstafgreiðslustaða og bréfhirðingarstaða, um laun fyrir sýslanir þessar og um aukapóstferðir.

Breytingar þessar öðlast gildi frá 1. janúar 1875. 

Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 24. dag nóvbrmán. 1874.

Hilmar Finsen.

--------------

 + Tilskipun nr. 8: ..Siglufjarðar póstr fer frá Akreyri daginn eptir komupóstsins frá Reykjavík, og snýr aptr eptir sólarhrings dvöl á Siglufirði.   --  

(Lítill hluti fleiri tilskipana, undirritaðar af landhöfðingjanum. – ath. stafsetninguna og sér í lagi nafnið á Akureyri, en þannig er þetta prentað)

------------------------------------------------------------------------

1875-01-01 Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands   

Brèf dómsmálastjórnarinnar til utanríkisstjórnarinnar, um skipstrand og gripdeildir enskra sjómanna.

---- Í bréfi 6. f. m. hefir utanríkisstjórnin, eptir tilhlutun hins frakkneska sendiboða í Danmörku, mælzt til, að dómsmálastjórnin annaðhvort sendi svo fljótt sem verður reikningana viðvíkjandi hinu strandaða fiskiskipi »Emilie« D 53 frá »Dunkerque«, eða, ef þetta ekki er hægt, láti til skýrslur, svo hún fullkomlega geti skýrt sendiboðanum frá, hversvegna málið hafi dregizt. 

Útaf þessu gefst utanríkisstjórninni til vitundar, að þessir reikningar komu ekki hingað með síðasta póstskipi frá íslandi í miðjum fyrra mán., eins og þó búizt hafði verið við. Með því málið með þessu móti ekki mun verða á enda kljáð fyr en í vor, þegar gufuskipsferðirnar byrja aptur til Íslands, skal stjórnarráðið samkvæmt tilmælum utanríkisstjórnarinnar ekki leiða hjá sér, að skýra frá þeim atvikum við þetta strand, sem því eru knnnug. 

Eins og-sjá má af skjölum þeim, sem amtmaðurinn yfir norður- og austurumdæminu sendi utanríkisstjórninni beina leið, en hún aptur sendi hingað með bréfi, dagsettu 18- febrm. 1869, rak skipið á grunn við Skagann í norður- og austurumdæminu, og skildu skipverjar þar við það; fundu síðan tveir enskir skipstjórnarmenn skipið á Skagafirði, og sigldu með það uppá Siglufjörð 5. ágúst 1868; hreppstjórinn þar lét þá láta alla lausa muni ofan í farmrúm skipsins, og setti innsigli bæði fyrir farmrúmið og fyrir káettuna. 

Nóttina milli 6. og 7. s. m. var farmrúmið rifið upp og káettan brotin, höfðu þá skipverjar af hinu enska skipi »Omvard«, er skipstjórnarmaður »Abe« stýrði, rænt þar, og tekið alla kaðla af skipinu og það, sem laust var, en skipstjóri skilaði því þó að mestu leyti aptur, og var þá ekki gjört neitt frekara við hann og menn hans.

Þegar hlutaðeigandi sýslumaður  var kominn til Siglufjarðar, voru nefndir fjórir skoðunarmenn til að halda skoðunargjörð yfir hið brotna skip, og voru til þess eknir tveir íslenzkir timbursmiðir og tveir danskir skipstjórnarmenn; timbursmiðirnir álitu, að ekki væri hægt að gjöra að skipinu svo á íslandi, að það yrði haffært, en hinir héldu, að það mætti. 

Sýslumaður féllst á skoðun hinna íslenzku timbursmiða, og ákvarðaði, að selja skyldi skipið svo sem brotið, með öllu tilheyrandi; var síðan haldið uppboð 15. og 16. s. m. og skipið selt öðrum hinna íslenzku skoðunarmanna, sem skömmu seinna gjörði að skipinu og sigldi á því til Akureyrar. 

Með því stjórnarráðinu varð að finnast aðferð sýslumanns nokkuð ísjárverð, þá er hann dæmdi skipið óhaffært og seldi það, og með tilliti til þess, hvernig farið var með þjófnaðarmál skipshafnarinnar á »Onward«, var amtmaðurinn yfir norður- og austurumdæminu með brèfi 9. marz 1869 boðinn að leita álits sýslumannsins um þetta og þá, ef málavextir væri til þess, að láta höfða rannsókn gegn þeim tveimur íslenzku skoðunarmönnum fyrir aðferð þeirra. 

Um leið og reikningarnir viðvíkjandi strandinu, sem fylgdu fyrnefndu brèfi utanríkisstjórnarinnar, voru sendir amtmanni aptur, var hann, eins og utanríkisstjórninni mun vera kunnugt, beðinn um, að veita Oddi Gíslasyni, Lloyds-erindisreka, sem hafði gefið sig fram sem fulltrúi eiganda skipsins, hlutaðeiganda strandbóta-félags, og hinna ensku skipstjórnarmanna, sem höfðu komið skipinu inn á Siglufjörð, — en hann hafði borið sig upp undan því, sem gjörzt hafði, — kost á, að segja álit sitt um reikningana, og svo, ef þörf væri á, færa niður reikningana, og semja nýjan aðalreikning, sem stjórnin gæti sent hlutaðeiganda. Þenna aðalreikning höfum vér, eins og drepið var á, enn ekki fengið, og höfum vér, eins og utanríkisstjórninni er kunnugt, ítrekað skipun vora í brèfi til amtmannsins 10. ágúst f. á. 

Samt sem áður sést það af skýrslu frá amtmanninum yfir norður- og austurumdæminu, dagsettri 2. febrúarm. f. á., að jafnskjótt og honum barst brèf stjórnarráðsins 9. marz 1869, hefir hann leitað álits fyrnefnds fulltrúa, en hann gaf amtinu til kynna ekki fyr en 24. júní s. á., að hann hefði skrifað eigendum skipsins og þeim, sem höfðu bjargað því, og vænti eptir áliti þeirra, og það hefir amtið ekki fengið ennþá. Þar sem það nú reyndar er líklegt, að málið hafi dregizt uokkuð sökum þess, að amtmaðurinn yfir norður- og austurumdæminu. 

Havstein, í þessu millibilli hefir verið leystur frá embætti sínu, og hlutaðeiganda sýslumanni vikið frá embætti um stundarsakir, má samt sjá af því, sem sagt er að framan, að dráttur málsins sé að mestu leyti að kenna sjálfum fulltrúa skipseigandanna eða strandbótafélagsins, fyrnefndum Lloyds erindsreka, Oddi Gíslasyni, enda liggur það í augum uppi hvernig sem málinu er varið, að það var gjört í hag eigandanna eða strandbótá-félagsins, að senda aptur til íslands aðalreikninginn viðvíkjandi strandinu, svo hann yrði rannsakaður og saminn aptur á ný. Að endingu skal því við bætt, að þó búast megi við þessum skjölum með fyrsta pósti frá íslandi í vor, hefir stjórnarráðinu fundizt réttast eigi að síður, að minna amtmanninn aptur á málið. 

--------------------------------------------------------------------------

1875-07-26   Ísafold 

M a n n a l á t  o g s I y s f a r i r.  21. f. m. (Jónsmessunótt) andaðist eptir langa legu fyrrum amtmaður Jörgen Pjetur Havstein, hinn þjóðfrægi skörungur meðal valdsmanna vorra, og 30. s. m. misstu Norðlendingar annan mesta höfðingja sinn, hjeraðslækni sinn Jósef Skaptason á Hnausum, eptir 5 daga legu í lungnabólgu.

Daginn eptir að póstskipið kom til hafnar síðast vildi það hörmulega slys til þar, að Niels Jörgensen veitingamaður hjer úr bænum varð undir sporvagni, og dó að sólarhring liðnum, eptir miklar kvalir. Hann var atorkumaður, lipur og vel látinn í sinni stöðu.

Sunnudaginn 30. maí var mesta illviðri fyrir norðan: aftakaveður með myrkviðrisfjúki, meira en nokkurn tíma kom í allan vetur. 

Hákarlaskip Eyfirðinga og Siglfirðinga voru flest úti og fengu hin verstu hrakföll. Þegar síðast frjettist voru þau þó öll heimt, nema 3, er sjálfsagt hafa farizt, enda kvað eitt þeirra hafa fundizt á hvolfi mannlaust fram undan Trjekillisvík á Ströndam. Það hjet «Hreggviður», og var eign Snorra Pálssonar alþingismanns, verzlunarstjóra á Siglufirði. 

Þar hafa týnzt 11 manns. Formaðurinn hjet Sófonías Jónsson, frá Grund í Svarfaðardal.  «Draupnir» hjet annað skipið, form. Steinn Jónsson, frá Vik í Hjeðinsfirði, afbragðs-sjómaður gamall, með 10 hásetum, einvalaliði. Það skip átti Snorri líka, og hefir ekkert til þess spurzt. Þriðja skipið hjet «Hafrenningur», frá Hellu á Árskógaströnd, formaður Gunnlaugur Vigfússon, skipverjar 10 alls. Enn fremur missti Snorri alþingismaður 3 menn af 3. skipi sínu, «Skildi», í sama veðrinu. Loks var bróðir Snorra, Jón Pálsson, einn af þeim, sem týnzt hafa á Hafrenningi, mesti efnismaður. Allt voru þetta þilskip, nema «Hreggviður». Margir þessara 25 sjómanna, er þannig hafa látizt, einu á bezta skeiði, láta eptir sig mikla ómegð. 

20. f. m. varð enn eitt hörmulegt slys vestur á Breiðafirði. Týndist þar við selalagnir bátur með 4 mönnum frá Skarði á Skarðsströnd, þar á meðal Ebenezer Magnússon, elzti sonur Kristjáns sál. kammerráðs. Stóð hann fyrirbúi á Skarði með móður sinni, frú Ingibjörgu, og var talinn dugnaðarmaður og drengur góður. Loks týndist 5. þ. m. fram undan Álptanesi skip með 6 mönnum á, 4 karlmönnum og 2 kvennmönnum. Fólk þetta var sunnan úr Leiru, og ætlaði upp í Borgarfjörð í kaupavinnu.-

-------------------------------------------------------------------------

1875-12-01   Stjórnartíðindi:

Brjef landshöfðingja, (til amtmannsnns yfir suður- og vesturumdæminu).

........................................... Fyrir því skal yður tjáð til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar, að jeg fellst á það álit, að tilskipun 11. septbr. 1816, með því í b. og 6. grein sinni að tilgreina hafnir þær, sem kaupmenn mega sigla á, hafi bannað verzlan á öllum öðrum höfnum án tillits til þess, hvort áður hafi verið verzlað á þeim eður ekki, samanber einnig konungsúrskurði frá 20. mal 1818 og 4. maí 1819, sem löggilda verzlunarstað á Siglufirði, »þó staður þessi sje eigi talinn í tilsk. frá 11. septbr. 1816».

Með því nú, að Kumbaravogur, eins og sagt var, er eigi talinn verzlunarstaður í nefndri tilskipun, og hann heldur eigi síðan hefur verið löggiltur, verður eigi veitt leyfi til að stofna þar fasta verzlun.....................................................

-------------------------------------------------------------------------

1877-10-16  Norðanfari:

Hluti greinar (úr bréfi frá Húnavatnssýslu)

---- Í sumar var á Siglufirði og við Hrísey fiskiskip frá Færeyjum, sem hjet „Gylfi", 16 lesta stórt, er aflaði á 8 til 10 vikna tíma 31,000 af fiski, enda höfðu skipverjar sótt afla sinn af mesta kappi og róið nær því í hverju veðri sem var og er áleið sumarið, ekki komið að fyrri en í myrkri og þá unnið að afla sínum við ljós í skriðbittum. 

Útgjörðarmenn skipsins lögðu skipverjum til fæði og skinnklæði, en kaup þeirra var viss auratala af hverjum málsfiski og svo eptir tiltölu að því leyti sem hann var minni. Kaup hvers eins var orðið 140 krónur yfir sagðan tíma. Fimm daga höfðu þeir verið frá Færeyjum og á Siglufjörð. 

Hversdagsbúnaður þeirra hafði verið síðar peisur eða treyjur og buxur, er aðeins náðu ofan fyrir knje og sokkarnir bundnir með marglitum böndum, líkt og hjer var áður venja, þá er karlmenn gengu á stuttbuxum, skó höfðu þeir líka íslenzkum og röndóttar skotthúfur á höfði. Bátar þeirra voru líkir í laginu og bátar hjer, nema að sínu leyti nokkuð breiðari, á hverjum bátnum höfðu þeir aðeins eitt segl, utanum mastrið var kaðal hólkur sem seglið var fest við mastrið, í stað stýris brúkuðu þeir ár, árarnar voru líkar í laginu og hjer, einnig keipsnef og hömlubönd.

-----------------------------------------------------------------------

1878-01-19  Norðlingur:   Frétt

— Friðrik Jónsson frá Ytribakka við Eyjafjörð lagði út á skipi sínu Minervu hér frá Akureyri 17. þ. m. ; flutti hann farm til Siglufjarðar, er hægastur er sjósóknarstaður hér norðanlands og að öllu búinn að áhöldum til hákarlaúthalds. 

En það má þykja, og mun líka einsdæmi að skipstjóri hafi haldið heðan skipi í hákarl til hafs um þetta leyti, einsog Friðrik ætlar sér frá Siglufirði. 

Þori hans og þreki fylgja beztu óskir framtakssamra íslendinga, og vonum ver að hann brjóti braut framtíðinni. — 

Skip hans er ábyrgðarlaust.

----------------------------------------------------------------------

1878-03-16 – Norðanfari

 Úr brjefi úr Siglufirði d. 16. febr. 1878: 

„Hjeðan er fátt að frjetta, nema dæmafáa óstillingu á veðráttu, stundum er hálfan daginn krapahríð með ofsa stormi helzt suðvestan, en aptur hinn helfinginn norðan stórhríð; vegna þess hvað tíðin er óstöðug og þó einkum vegna þess hvað sjóharka er mikil, eru menn hræddir um að hafísinn sje ekki langt undan landi".

----------------------------------------------------------------------

1878-12-04 – Norðanfari:

 Hjermeð auglýsist að eptir 14. maí næstkomandi verður til kaups íbúðarhús af timbri, standandi á Búðarhól i Siglufirði, 12 álnir á lengd 7 ál. á breidd, með 4 herbergjum og kjallara undir öðrum enda; áfast við húsið er eldhús og búr með torfveggjum og timburþaki, lopti og þiljum. 

— í kringum húsið er ræktaður túnblettur, sem með tímanum getur gefið af sjer kýrfóður, eður meira, sem verður fáanlegur til leigu hjá jarðareigandanum. þeir sem kynnu að vilja kaupa nefnt hús eru beðnir að semja við undirskrifaðann hið allra fyrsta.

 Búðarhól í Siglufirði 20. nóv. 1878, Bessi Þorleifsson.

-----------------------------------------------------------------------

1879- 01-01 -  Fréttir frá Íslandi

 28. dag júlímánaðar setti landshöfðingi kandídat Helga Guðmundsson til hjeraðslæknis í 10. læknishjeraði eða í Siglufirði og Fljótum.

-----------------------------------------------------------------------

1879-01-18 – Norðanfari:

Nokkur orð um vitabygging á Siglunesi.

 Á aukafundi hins Eyfirzka ábyrgðarfjelags sem haldinn var á Akureyri 5. marz, þ. á., kom meðal annars, sem rætt var þar, uppástunga frá einum af fundarmönnum um að nauðsynlegt væri að fá vita byggðan hjer Norðanlands, og var fundurinn Því í einu hljóði samþykkur, og að mest þörf mundi á vita hjer við Eyjafjörð, og álitu menn hentugastann stað fyrir vita , Siglunes, og í tilefni af þessu kom fundarmönnum ásamt, að samin væri bænarskrá til alþingis í þessa átt. 

En með því það er víst, en sem komið er, hulinn helgidómur og það jafnvel mörgum sem á fundinum voru, hvort þessi bænarskrá er á prjónunum, eða þetta mikilsvarðanda mál hefir verið látið kafna í fæðingunni, þá þykir mjer brýn nauðsyn til bera, að vekja áhuga manna á þessu að nýju og um leið með nokkrum orðum benda til hve mikil þörf er á að fá vita byggðan hjer norðanlands. 

Um nauðsyn á vita hjer þarf reyndar ekki að fara mörgum orðum, það er nokkuð sem mælir sjálft með sjer, því varla mundu vitar eins víða og þjett settir erlendis, ef það væri ekki eitt af því allra nauðsynlegasta á öllum þeim stöðum sem nokkur sigling er að, eða með, og hví skyldi þá ekki þörf á vita hjer norðanlands, þar sem jafnmikill skipagangur er eins og hjer að Norðurlandi eða einkanlega Eyjafirði. 

Fyrst er það, að eins og nú stendur, er allmikil sigling hjer að Norðurlandi ekki sízt Eyjafirði, af útlendum þjóðum, og sem hefir farið töluvert vaxandi nú um nokkur ár, ekki sizt síðan hin innlenda verzlan hófst hjer og sem allt útlit er til að haldist og jafnvel aukist; þar að auki er fjöldi af útlendum skipum sem stunda fiskiveiðar hjer við land mikin tíma sumrinu, hve nauðsynlegt væri ekki fyrir þau að viti væri hjer, því opt kemur það fyrir að þau purfa að leita lands ýmsra orsaka vegna, og þá optast að þau fara inn til Siglufjarðar vestanvert við Siglunes, en þar heldur tæp og ópægileg innsigling, nesið langt og grynningar út af, svo tæplega geta menn sjeð rjetta leið nema í albjörtu veðri, ekki sízt ókunnugir, annað hvað vitinn væri leiðbeinandi öllum til að taka sjer vissa afstöðu frá landi þegar til hafs skal leggja, því opt eru hjer þokur og súld úti fyrir Iandi svo illt er að fá sjer glögga afstöðu, sem þó er mjög svo áríðandi. 

Líka hefir það opt komið fyrir, að bæði kaupskip og önnur skip sem hafa komið hjer að og ætlað sjer landtöku eptir langa útivist, hafa mátt leggja frá og á hrakning til hafs, þegar dimm veður hafa verið, sem þau hefðu fríast við ef viti hefði verið, því þá gætu menn óhræddir leitað nær landi allt svo lengi að nokkuð sier frá borði, þegar menn samstundis ættu víst að geta glöggvað sig ef til vitans sæi, og vart mundi kaupskipið «Gefjun» farist hafa hjer rjett í fjarðarmynninu haustið 1877, eða hákarlaþilskipið «Valdimar» vorið 1863 ef viti hefði þá verið kominn á hinum umrædda stað Siglunesi. Þá er eitt sem ekki sízt gjörir nauðsyn vitans brýna hjer, það er sjávarútvegur okkar Norðlendinga. 

Eins og nú stendur er hjer við Eyafjörð og Siglufjörð að samtöldu nær 30 þilskip og opin skip sem stunda hákarlsveiði yfir vorið, hve nauðsynlegur væri viti ekki fyrir þau, þar sem þau ætíð i það minnsta fyrripart vertíðar eru neydd til að leita lands, hvað lítið sem veður breytist, vegna þess ævaranda hafíss sem liggur hjer fyrir Norðurlandi, og það opt langt fram á vor.

Og hve hörmulegt er að vita, að eitthvað hjerum fyrir 20 árum síðan, fyrst er þilskip komu  hjer upp, skulu hafa farist með öllu 11 skip einasta komist menn af einu, og gæti maður máske vel hugsað sjer, að minni slys hefðu á þeim orðið ef viti hefði verið, því flest af þeim hafa við land farist, þó ekki hafi verið hjer rjett við fjörðinn, þá getur það verið afleiðing af því, að menn ekki sjá sitt í nokkru vænna, að leita hjer til lands framar en hvar annarstaðar fyrst ekkert er til að glöggva sig við hjer framar enn í öðrum stöðum, en hins vegar allteins hættuleg landtakan þegar dimmviður eru. 

Þá er líka annað gott sem gæti leitt af vitabygging hjer, sjávarútveg okkar viðvíkjandi. Eins og nú stendur hafa ábyrgðarfjelagslög okkar takmarkað mönnum útferðar dag á öllum skipum, sem í ábyrgðarfjelaginu eru, og. sem vitanlega er sprottið af því hvað hættan sje æ pví meiri að leggja snemma út, þó  þetta fyrirkomulag ábyrgðararlaganna sje í sjálfu sjer lofsvert og í góðum tilgangi gjört. 

Þá á hinn bóginn er það nokkuð ófrjálslegt, — ófrjálslegt að því leiti að lögin eins og banna manni að nota eign sína (skipin) með því, að fá ekki ábyrgð á þeim fyrri en vissann dag, 14. apríl, hvað vel sem viðrar, því fæztir sem skip eiga eru svo efnum farnir að þeir megi eða vilji hætta skipum sínum ábyrgðarlaust, og þá ekki sízt þann tíma sem hættan álízt að vera mest.

Þetta takmark á útferð skipanna eptir lögunum, er því miður, mjög óeðlilegt, og enda ósamkvæmt tilgangi þeirra; tilgangur ábyrgðarfjelagslaganna var og er einmitt sá, að tryggja og auka peninga manna (skipin), en með þessu fyrirkomulagi hafa lögin einmitt peninga af manni og þá máske mikla, því hver getur sagt hvað mikið mætti afla fram að þessum lögákveðna degi 14. apríl ef menn hefðu skip sín úti. 

Það er vitaskuld að á þessu geta verið miklar undantekningar þegar harðindi og hafís liggja hjer við land, en opt er líka sú tíð hjer á útmánuðum vetrar, að vel mætti hafa skip úti og stunda veiðiskapinn, því þá liggur líka ætíð hákarl á grunnmiðum, ekki meira en mest 3—4 mílur frá landi, sem fara þarf og þá í góðri aflavon, og fengju menn vita reistan hjer þá um leið, yrði þessi skuldbinding við ábyrgðina úr lögum numin, að ekki mætti leggja út fyrri en vissan dag, þá mundi þessi ímyndaða hætta hverfa þegar menn hefðu vita sem sæist 3—4 mílur á haf út. 

Það er því áreiðanlegt að sjávarútvegur okkar tæki miklum og góðum framförum ef vitinn.

--------------------------------------------------------------------------

1879-02-28  Norðanfari:

Reglugjörð fyrir bókasafn Norður- og Austuramtsins á Akureyri.

 

1. grein. Sá er tilgangur amtsbókasafnsins að safna innlendum og útlendum fræðibókum, sem miða til vísindalegra og verklegra framfara, en annað hvort eru svo dýrar eða fágætar, að einstakir menn eiga mjög örðugt með að eignast þær eða er það ómögulegt. Hinn annar tilgangur bókasafnsins er sá að lána út bækur á sem frjálsastan og hagfeldastan hátt bæði fyrir sjálft bókasafnið og amtsbúa þá sem vilja nota það ......................:............................................. 

10. gr. Um útlánstíma bókanna ber að taka prent til greina: 

Hinum fyrstu tveim atriðum verða engar almennar reglur gefnar fyrir, og er það á valdi, stjórnarnefndar bókasafnsins, hvort hún , vegna sjerstakra kríngumstæða, sem lántakandi skýrir frá, álítur rjett að hann fái útlánstímann lengðan fyrir fram frá því sem almennt er ákveðið.

Síðasta atriðíð skal ákveðið þannig:

Útlánstími í Akureyrarbæ skal vera 2 vikur, í Eyjafjarðarsýslu innan fjalla og Suður-þingeyjarsýslu 4 vikur; í Skagafjarðarsýslu, Ólafsfirði, Hjeðinsfirði og Siglufirði 6—8 vikur, í Húnavatns- Norður-þingeyjar- og Múlasýslum 8—12 vikur, þó skal lántakanda vera heimilt að halda bókum lengur með samþykki bókavarðar, ef engin hefir beðið um bókina meðan á útlánstímanum stóð, en undireins og einhver pantar bókina að láni, skal bókavörður skyldur að skrifa þeim sem bókina hefir og heimta hana af honum og er þá sá, sem bókina hefir haft ...... ..............

Þessi reglugerð Amtbókasafnsins á Akureyri er lengri en hér aðeins birt, undastrikun er mín hvað varða Siglufjörð og. (sk)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139180&pageId=2041142&lang=is&q=Siglufir%F0i 

-----------------------------------------------------------------

1879-03-01 – Norðlingur:

Norðlenzki kvennaskólinn.

Forstöðukona húsfrú Jóna Sigurðardóttir,

Kenslukona fröken Anna Melsted.

Lærimeyjar:

Auk þessa hafa notið utanskóla-tilsagnar á skólanum, einkum í hljóðfæraslætti og ensku:

Hinn ötuli og óþreytandi stofnari skólans, formaður forstöðunefndarinnar, alþingismaður Eggert Gunnarsson hefir nú reist prýðilegt þvottanús við laugina með miklum tilkostnaði; með því komið fyrir á bezta hátt; geta hér um bil 10 stúlkur þvegið þar í einu, og þarf engin þeirra að hreifa sig frá verki, því að handhægur póstur er settur í suðurhorn hússins, er gengur ofaní laugina, en renna er gjörð yfir öllum þvottabölunum, og tappi yfir hverjum þeirra, svo eigi þarf annað en að taka hann úr til þess að fá nýtt vatn, en hinu óhreina vatni er veitt um undirgang úr húsinu sjálfu. Í húsinu eru tvö vönduð böðunarker og er þar (i húsinu), hér um bil 15 stiga hiti er hleypt er í kerin, þó frost sé töluvert, en sjálft vatnið mun vera eitthvað 40 stig. — 

Það væri skynsamlegt af mönnum að fara nú að dæmi fornmanna, og baða sig og þvo sér, þá þeim gefst svo gott tækifæri. 

-----------------------------------------------------------------------------

1879-03-01 – Norðlingur:

FUDNDAHÖLD.

Þann 20. f. m. var haldinn fundur hér á Akureyri, er herra Friðrik Jónsson á Ytri-Bakka hafði boðað til; var þar rættum vitabygging á Siglunesi og kosin nefnd til þess að semja bænarskrá til alþingis. 

Þá vildi og fundurinn koma upp gufubáti hér á Eyjafirði, og var líka kosin nefnd í það mál.

Á fundinum var lofað nálægt 2000 krónum í hlutabréfum, en von hins bezta frá fleirum. Kosin var og nefnd á sama fundi til að íhuga sjáfarúthald vort og til að reyna að koma af ýmsri óreglu við það. —

Herra Sveinn búfræðingur hefir skrifað vel samið bréf til Skagfirðinga um gripasýning hjá þeim. — Eyfirðingar áttu í desembermánuði í vetur fund með sér á Espihóli, og kom fundarmönnum saman um að halda í vor gripasýning fyrir allan fjörðinn, og hètu þeir verzlunarstjóri E. Laxdal og alþingismaður E. Gunnarsson verðlaunum; á sýningin að fara fram á Grundarnesi á sumardaginn fyrsta. — 

Á þessum fundi var rætt um að koma á stofn tóvèlum, og mætti það hinum beztu undirtektum hjá öllum fundarmönnum og lofuðu sumir drjúgum til þess á fundinum, t. d. Laxdal 500 kr og Páll bóndi Steinsson á Tjörnum viðlíka, o. fl. Það er meira en taki tárum að við Íslendingar seljum alla ull vora úr landinu en kaupum illa útlenda vöru í stað þeirrar innlendu, er bæði er hald- og skjólbetri.

--------------------------------------------------------------------------- 

Norðanfari 27. Mars 1879 

Um Siglunes-vitann.

    Í blaðinu Norðanfara nr. 3—4 bls. 6 stendur greinarkorn um vitabyggingu á Siglunesi vestan vert við Eyjafjörð. 

Undir greinina ritar sig „Eyfirðingur". Jeg neita því ekki að viti á þessum umrædda stað gæti opt verið leiðbeinandi fyrir sjómenn, sjer í lagi fyrir útlenda eða ókunna, en af því mjer virðist „Eyfirðingurinn" gjöra, sjer og öðrum, of glæsilegar vonir um þann hag sem vitinn mundi gjöra sjómönnum vorum, vil jeg fara um hann nokkrum orðum. „Eyfirðingurinn" segir: „að um nauðsyn vitans þurfi ekki að fara mörgum orðum, því það sýni dæmi erlendra þjóða sem hafa þjettsetta vita með ströndum fram". 

Um þetta er hjer allt öðru máli að gegna; erlendis er all-víðast lágt og flatt land, og því mjög óglöggt að þekkja eða glöggva sig í náttmyrkri, en víða útgrynnsli mikil, skipaferðir stöðugar og miklar árið um kring, þegar auður er sjór. Aptur er hjer fjöllótt og sæbratt land vogskorið og gott að þekkja, eptir því sem orðið getur, líka mega h]er heita litlar útgrynningar, sjer í lagi nálægt þessum umrædda stað, í samaníburði við erlendis, en skipaferðir  mjög strjálar nema helzt um hásumarið þegar björt er nótt. 

Að þessu leyti er hjer og þar, mjög ólíku saman að jafna, en mestur munurinn er á því, að erlendis koma mjög sjaldan, og sumstaðar aldrei slæmir hríðarbyljir svo vitarnir þess heldur geti orðið að tilætluðum notum, en hjer norðanlands eru svo opt hríðar dimmviðri þann ársins tíma sem nótt er dimm, og þess vegna gæti vitinn aldrei orðið  hjer að verulegum notum, því naumast geti menn búizt við að sjá vitann í dimmum hríðarbil nema því að eins, að maður kæmi nokkurnveginn rjett upp undir hann, og hvað er þá betra að hitta vitann,en hvern annan lítinn púnkt, ef maður ekki getur sjeð hana nokkuð til. 

Jeg get því ekki betur sjeð, en að vitinn yrði gagnslítill eða gagnslaus einmitt; þegar þörfin væri sem brýnnst að njóta leiðbeiningar hans. Og engu þilskipi innlendu, sem ekki hefir verið á höfn, hefir slysast hjer við land, nema í dimmustu og verstu hríðarbyljum, þegar valla hefir sjeð frá borði. „Eyfirðingurinn": segir ennfremur í nefndri ritgjörð: „að vart mundi kaupskipið „Gefjun" haustið 1877, eða hákarlaskipið „Valdimar" vorið 1863, hafa farizt hjer rjett í fjarðarmynninu, ef viti hefði þá verið á Siglunesi". 

þettað virðist mjer mjög hæpin ályktun. — Hvað skipið „Valdimar" snertir þá veit jeg ekki betur enn hann hafi farizt á rúmsjó, því jeg ætla að engin ljós merki hafi sjeðst til þess að hann hafi farizt hjer við land eða í fjarðarmynninu,og það þori jeg að fullyrða, að hann hafi ekki farizt svo nærri Siglunesi að viti hefði sjezt þar í þvi veðri sem þá var. 

Hvað „Gefjun" áhrærir þá mun hún daginn áður enn veðrið skall á hafa verið hjer út af Eyjafirði, eða vestur af Grímsey, þá meina jeg væri nokkurnvegin bjart veður, svo þeir gætu glöggt miðað afstöðu sína, en hafi þeir verið frammi í hríðarkólgu, sem vel gat verið til hafsins, þá gátu mennirnir ekki heldur sjeð þó viti hefði brunnið á Siglunesi.

Það er þvi annaðhvort, líkast til, að eitthvað hafi bilað verulegt á skipinu, og mennirnir pessvegna ekki getað ráðið stefnu þess um nóttina þegar veðrið var skollið á, eða hitt, að þeir hafa tekið stefnu á Eyjafjörð enn borizt afvega og þvi lent þarna undir Ólafsfjarðarmúla, það er ekki hægt að segja hvað mikið afvega, en þó er ætlandi að enginn skipstjóri hefði árætt að ætla sjer nær Múlanum en hálfa mílu frá landi, og tel jeg það þó djarflega farið í því ofsaveðri, sjóróti, stórhríð, og náttmyrkri, og eptir því sem við má búast að sakkað geti. 

Hefði nú þetta svona atvikast að mennirnir hefðu óafvitandi borizt af rjettri leið, gat þá ekki eins farið þó þeir hefðu ætlað að sjá vitann á Siglunesi, hefði hann til verið, en jeg get varla leitt mjer í grun að nokkur skipstjóri hefði látið sjer til hugar koma, og því síður að framkvæma, að fara inn á Siglufjörð í því veðri sem þá var, og það að nóttu til, þó viti hefði verið á Siglunesi. Ennfremur segir í nefndri ritgjörð: „Síðan þilskipaúthaldið byrjaði hjer fyrir rúmum 20 árum hafi farizt 11 skip, og aðeins menn komist af einu og að þau munu flest hafa farizt við land". 

þetta verð jeg að álita ranghermt; hvað skipatöluna snertir getur þetta verið rjett hermt, ef sleppt er opna skipinu „Hreggvið" og tveimur þilskipunum „Gusta" og „Veturliða" af Sljettu og Tjörnesi, en telji maður þessi skip með, eða öll stærri skipin í þremur sýslunum Þingeyar, Eyjafjarðar og Skagafjarðajsýslum þá eru skipin 14 sem farist hafa á þessu umrædda tímabili. En af þessum 14 skipum veit jeg ekki til að fleiri en fjögur hafi farizt við land, og hefi jeg þó allan þennan umrædda tíma, sem slys þessi hafa orðið á, verið við hákarlaveiði í þessum veiðistöðum, og átt tal við ýmsa menn um slysfarir þessar. — Skip þau sem við land hafa farizt, eru:

1, Jakt, eign herra Þ. Daníelssonar á Skipalóni og skipstjóra Gunnlaugs heitins Gunnlaugssonar á sama bæ; heiti hennar man jeg ekki, hún fórzt rjett við Þórshöfn á Langanesi, menn flest allir komust af.

 2. skip „Haffrúin" hún fórst við Ketubjörg á Skaga, menn alla rak upp, en allir týndu lífi.

3. skip „Svalur", hann fórst undir Kögri á Hornströndum, menn allir komust af.

4. skip „Veturliði" hann fórzt við Þorgeirsíjörð, suma mennina rak, en allir töpuðu lífi

Fleiri hákarlaskip munu ekki á þessu umrædda tímabili hafa farizt við land, nema nokkur, sem rekist hafa upp á höfnum og svoleiðis brotnað, án þess mönnum hafi slysazt. En þó að rekið hafi af sumum skipum eða fundizt nærri landi, og það jafnvel tvo skipskrokka heila, þá tel jeg það enga sönnun fyrir því, að skipin hafi farizt við land, par sem skrokkarnir miklu heldur hljóta að brotna hefðu þau við land farizt, —

Hvað vitann á Siglunesi snertir, þá er það engan vegin meining mín, með línum þessum, að spilla fyrir vorum kæru innlendu sjómönnum, ef vitinn gæti orðið þeim að tilætluðum notum, en það er, eins og jeg hefi áður tekið fram, sannfæring mín, að hans yrði lítil eða alls engin not þegar þörfin væri sem mest, og gott ef hann ekki gæti orðið eins vel til falls, ef mönnum yrði að setja traust sitt til hans i dimmviðris hríðarbyljum.

Þetta framanritaða bið jeg menn athuga áður en fleygt væri stórfje út úr landsjóði til þessa fyrirtækis, nema ef útlendar þjóðir eða kaupmannafjelög vildu að miklu leyti bera kostnaðinn, sem vitinn hefði í för með sjer, þá væri máske ekki óráð að leggja fram nokkurn skerf í þeirri von að hann heldur bætti en spillti fyrir innlendum sjómönnum. Ritað á þorraþræl 1879. J. L.

(Ath. sk, 2018:

Það mætti halda að þessi J.L. hafi verið fyrsti sjóræninginn (píratinn) á Íslandi eða langa langa afi Donalds Trump, 

Því líkar fávísar fullyrðingar um gagnsemi vita við Ísland.)

-----------------------------------------------------------------------------

Norðanfari 30. Maí 1879

Siglunesviti:

   Í Norðanfara nr. 15—16 bls. 31. stendur greinarkorn með yfirskript:

"Um Siglunesvitann". Þessi greinarstúfur á auðskilið að vera til að leiðrjetta tilvísaða grein þ.á. Nf., nr. 3.-4., bls. 6, og jafnframt leiða menn í allann skilning um, að hún sje ekki sem hyggilegast samin.

 Það er engan veginn svoleiðis, að jeg með línum þessum, ætli að rjettlæta grein mína þar, því hún hefir nú líka fengið sinn dóm, en „skýzt þó skýrir sjeu", og svo finnst mjer farið hafa fyrir höf. greinarinnar "Um Siglunes vitann", því jeg get ekki betur skilið en sú gr. sje ósamkvæm sjálfri sjer, og eins að sumar ályktanir höf. þar, vera nokkuð hæpin. 

Fyrst segir höf.: „Jeg neita því ekki að viti á þessum umdrædda stað, geti opt verið leiðbeinandi fyrir sjómenn, sjer í lagi fyrir útlenda eða ókunna". 

Er þetta ekki einmitt það, sem jeg hafði tekið fram áður? Svo fer höf. að draga saman ástæður sínar, sjálfsagt fyrir því áður greinda (!!), að vitinn geti verið leiðbeinandi, en — hvað verður þá upp á teningnum, þegar allt í einu er það sannfæring höf., að hann geti ekki betur sjeð, en vitinn yrði gagnslítill, eða gagnslaus, og enda eins líklegt að hann yrði mönnum til falls. 

Að vitar sjeu til falls, þykir mjer djarft til orða tekið, og það vil jeg ómögulega ætla, öllum þeim er kostað hafa til að reisa vitana, að þeir hafi gjört það svona út í loptið, sem menn segja, í óvissu um, hvort þeir mundu heldur verða til gagns eður ógagns. Það er sjálfsagt, að höf. þykist færa ástæður fyrir því, að allt sje öðru máli að gegna með þennan vita, en aðra vita, hann álitur hjer tilfellið, að mönnnum yrði að setja ofmikið traust til vitans i dimmviðri, það get jeg ekki álitið; jeg vildi mikið heldur kalla það oftraust á sjálfum sjer, ef menn ætluðu, hvernig sem á stæði, að stóla upp á að hitta vitann, og það hygg jeg að enginn æfður sjómaður mundi gjöra, og svo reyndur sjómaður er höf., að hann þekkir að menn geta borist nokkuð afvega frá rjettri stefnu, hvað vel sem maður veit hana, þegar sjórót og stórhríðar eru, svo þá dytti engum i hug að stóla uppá vitann, sem það eina áreiðanlega, heldur sem góðan leiðarvísir, ef undir hann kæmi, og því getur vist enginn neitað, að vitinn er það vissasta og bezta merki, sem maður getur glöggvað sig við þegar til hans sjer.

Þá segir höf. að hjer sje allt öðru máli að gegna, en annarstaðar, hjer sje sæbratt og fjöllótt land, og gott að þekkja og lítil útgrynnsli, erlendis sje lágt land og illt að þekkja. 

þetta er að vísu satt, að hjer er sæbratt og fjöllótt land; en er ekki sæbratt og fjöllótt land í Noregi, og eru par ekki þjett settir vitar*?) 

Og má ekki óhætt fullyrða, að þar geta komið hríðar eins og hjer, svo ef viti hjer ætti að verða til falls, þá get jeg ekki betur sjeð, en þeir gætu orðið það þar lika, í það minnsta er jeg viss um, að ef „Siglunesvitinn" yrði til falls, þá getur „Reykjanes-vitinn" orðið það líka, því allt að einu geta komið hríðarveður á Suðurlandi eins og hjer, það get jeg borið um sjálfur, því jeg hef komið þar í eins dimma hríð eins og fyrir Norðurlandi, og þá kalla jeg þingi og stjórn hafa tekist óheppilega, að kasta fleirum þúsundum kr. út til hans, ef hann yrði mönnum til falls!! 

Því geti viti orðið það á Siglunesi, þar sem höf. telur lítið útgrynnsli, þá verður hver heilvita maður að sjá, að vitar verða það miklu fremur þar sem útgrynnsli eru eins og t. d. við Reykjanes, því þess minni útgrynnsli eru, þess óhræddari má maður vera að leita nær vitastaðnum, í von um að sjá hann, og vona jeg að höf. sannfærist um, að þessi ályktun hans sje mjög hæpin. Höf. segir ennfremur, að það sje mjög hæpin ályktun hjá mjer, sem jeg tók fram í grein minni, að vart mundi „Grefjun", eða „Valdimar" hafa farist hjer, ef viti hefði verið. 

Þetta er að visu satt, en þó verð jeg enn sem fyrri, að halda því fram, í það minnsta með „Gefjunni", því fyrst eptir það að hún lagði út af Siglufirði, fjekk hún hríðargarð, svo hún sneri aptur, og kom þá rjett upp í Siglufjarðarmynnið, en þekti sig ekki og hjelt það vera Gjögurinn, sneri því frá og vestur með, og þegar hún fjekk þar landkenning aptur, vissu þeir að þeir hefðu einmitt verið í Siglufjarðarmynni, en sem þeir höfðu haldið Eyjafjörð, og þess vegna lagt frá. Þetta sögðu skipsmenn sjálfir mönnum, sem höfðu tal af þeim úr Fljótum. 

Hefði nú í þetta skipti brunnið viti á Siglunesi, þá má óhætt fullyrða að Grefjun hefði inn á Siglufjörð farið, því hún var svo nærri Siglunesi að hún sást úr landi, og þá hefði hún hlotið að sjá vitann, og hefði hún í það skipti inn á Siglufjörð farið, þá má óhætt fullyrða, að hún ekki hefði lagt út þaðan fyr en að afstöðnum þeim garði sem hún fórst í, og þá fengið bezta veður þá er hún lagði út þaðan. 

Frá Haganesvík var öðru máli að gegna, þar er illtæk höfn að sumarlagi, hvað þá þegar kominn er vetur. Þetta vona jeg að sanni það áðurgreinda í grein minni, að vart mundi hún farist hafa ef viti hefði verið á Siglunesi, og hlýt jeg því hvað þetta snertir, að álíta tilgátur höfundarins um afdrif þessa skips byggðar í mjög lausu lopti. Hvað hitt skipið „Valdimar" snertir, þá verð jeg mjer til sönnunar, að bera fyrir mig orð þeirra. 

*) Árið 1878 voru 126 vitar i Noregi, og margir nýir í byggingu. og par að auki fjöldi af merkjum til leiðbeiningar um daga, þokuklukkum og öðrum einkennum, sem menn geta heyrt, þá veður er dimmt og drungalegt. í mörgum þessum vitum eru gufupípur, sem grenja svo langt heyrist umhverfis, ef gufunni er hleypt í þær í dimmviðrum.

-------------------------------------------------

Meira um vitann og efni ofangreindra skrifa um vitamál, má lesa hér: 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139216&pageId=2041278&lang=is&q=Siglufir%F0i