Jón Þorsteinsson sjómaður

Jón Þorsteinsson sjómaður, verkstjóri.

Jón Þorsteinsson var fæddur á Siglufirði 10. júní 1940.

Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. maí 2010. 

Jón var sonur hjónanna 

Kristín M Aðalbjörnsdóttir húsmóður og verkakonu frá Steinaflötum á Siglufirði, f. 17. október 1919, og 

Þorsteinn Einarsson sjómanður og verkamanns, f. 3. maí 1908, d. 29. júlí1987.

Jón var elstur þriggja bræðra. 

Bræður hans eru 

Björn Þorsteinsson, f. 1943, og 

Eyþór Þorsteinsson, f. 1946.

Jón hóf snemma búskap með fyrrv. konu sinni 

Elíngunnur Birgisdóttir,

dóttur 

Birgir Runólfsson og 

Margrét Pálsdóttir frá Siglufirði. 

Jón og Elíngunnur, giftust  árið 1962 og eignuðust fjögur börn saman.

Börn þeirra eru:

1) Gunnar Þór Jónsson, f. 1960.

2) Anna Kristín Jónsdóttir, f. 1963, dóttir hennar er

3) Sólrún Helga Jónsdóttir, f. 1965.

Fyrrverandi eiginmaður hennar er Sigurður O Sigurðsson,

synir þeirra eru

4) Margrét Hjördís Jónsdóttir, f. 1971,

sambýlismaður hennar er Richefeu Olivier og

sonur þeirra er

Jón Þorsteinsson eignaðist dóttur í Vestmannaeyjum sem er 

Jón var um tíma í sambúð með 

Arndísi Sumarliðadóttur

Eignuðust þau einn son saman, sem er: 

5) Sumarliði Þór Jónsson, f. 1976,

kona hans er Unnur Jóna Guðbjörnsdóttir, f. 1980,

dóttir hennar er

Jón hóf sambúð 1980 með

Kolbrúnu Ámundadóttur, d. 1991.

Þau áttu saman 

6) Aðalheiður Íris, f. 1982, d. 1985.

Kolbrún átti fyrir dóttur, 

Jón Þorsteinsson ólst upp á Siglufirði og starfaði sem sjómaður og netamaður fyrri part ævinnar. Ungur hóf hann sjómennsku á togurunum Elliða og Hafliða frá Siglufirði, síðar á síðutogurunum frá Akureyri. Jón fór í fiskvinnsluskólann og lauk þaðan námi árið 1980.

Hann vann ýmis störf samhliða námi og sinnti verkstjórn í litlum útgerðum á sumrin víðsvegar um landið, s.s. í Sandgerði, Grundarfirði, Þórshöfn og Vogum á Vatnsleysuströnd.

Árið 1984 tók hann við verkstjórn hjá hraðfrystihúsinu Skildi á Sauðárkróki og var þar í 10 ár. Þá fór hann á frystitogara sem gæðaeftirlitsmaður og sinnti ýmsum öðrum störfum þar til hann veikist árið 1999, eftir það hefur hann meira og minna verið sjúklingur og dvaldist síðastliðið ár á dvalarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi þar sem hann lést á sjötugasta aldursári eftir margra ára veikindi. Jón var mikill skíðamaður á yngri árum og þótti mjög liðtækur dansari.

Hann var hörkuduglegur til vinnu og mikill nákvæmnismaður og hlaut hann viðurkenningu þegar hann starfaði sem yfirverkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi Sauðárkróki, fyrir gæðaframleiðslu árið 1986-1987.

Jón Þorsteinsson

Ljósmyndari ókunnur