Björgvin Jónsson rafvirki

Björgvin Jónsson rafvirki                                           

Björgvin Sigurður Jónsson fæddist í Suðurgötu 30, Siglufirði, 9. febrúar 1942.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði 22. desember 2014.

Foreldrar hans voru 

Unnur Helga Möller, f. 1919, d. 2010, og 

Jón Ólafur Sigurðsson, f. 1918, d. 1997. 

Systur hans eru

Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 1943,

Brynja Jónsdóttir, f. 1944, og 

Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 1947. 

Bræður hans samfeðra eru 

Guðmundur Kristinn Jónsson, f. 1959, og

Sigurður Jónsson, f. 1972,

móðir þeirra var Valdís Ármannsdóttir, f. 1930, d. 2014.

Björgvin kvæntist 25. maí 1963 

Halldóra Ragna Pétursdóttir, f. 12 febrúar 1942. 

Foreldrar hennar voru 

Mundína Valgerður Sigurðardóttir, f. 1911, d. 2000, og 

Pétur Baldvinsson, f. 1909, d. 1995. 

Systkin Halldóru Rögnu eru

Ásbjörn, f. 1937, d. 2001,

Hanna Guðrún, f. 1939,

bróðir samfeðra

Tómas f. 1930, d. 1963. 

Börn Björgvins Sigurðar og Halldóru Rögnu eru: 

1) Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, f. 8. október 1960,

maki Ólafur Þór Ólafsson, f. 24 júní 1959,

börn þeirra eru

2) Jón Ólafur Björgvinsson, (Nonni Björgvins) f. 20. janúar 1962,

unnusta Kristín Sigurjónsdóttir, f. 7. febrúar 1958.

Synir Jóns Ólafs eru

3) Sigurður Tómas Björgvinsson, f. 23. mars 1963.

Börn Sigurðar Tómasar eru

Björgvin Jónsson byrjaði ungur að hjálpa til og vinna ýmis störf við Söltunarstöðin Hrímnir sem faðir hans rak um árabil á Siglufirði. Hann var verkstjóri í lagmetisiðjunni Siglósíld 1964-1977. Hann keyrði um tíma vöruflutningabíla og leigubíla í hjáverkum. 

Björgvin lærði rafvirkjun og útskrifaðist frá Iðnskóla Siglufjarðar 1979. Hann starfaði sem rafvirki hjá Rafveitu Siglufjarðar 1982-1991 og Rarik ohf. 1991-1997.

Hann starfaði hjá Rafbæ í námi sínu og svo aftur 1998-2009. Síðar vann hann ýmis sérverkefni hjá Raffó ehf. 

Björgvin var handlaginn mjög og mikill grúskari, vinnusamur svo að eftir var tekið. Öll þau verkefni sem hann tók að sér leysti hann með sóma. Hann hafði meðal annars áhuga á bílum, ættfræði, frímerkjum og ferðalögum innanlands. 

Ath. sk - Einnig var Björgvin lengi verkstjóri hjá Niðurlagningaverksmiðjunni Sigló Síld á Siglufirði 

Björgvin Jónsson