Árið 1942 - Sjómenn reiðir !
Sjómennirnir segja álit sitt
um stjórnina á Síldarverksmiðjum ríkisins.
um stjórnina á Síldarverksmiðjum ríkisins.
Neisti, 10. september 1942
Neisti hefir undanfarið flutt nokkrar greinar um ýmislegt, sem miður fer í rekstri Síldarverksmiðja ríkisins, og ekki er hægt að kenna öðru en vítaverðri forystu fyrir málefnum þeirra.
Greinar þessar hafa vakið athygli og réttmæti ádeilnanna er almennt viðurkennt. Blaðið hefir boðið stjórn og framkvæmdastjóra verksmiðjanna rúm til andsvara, en hingað til hafa þessir aðilar ekki treyst sér til að þiggja það, og sú eymd þeirra sínu máli.
Nýlega, í lok fyrri mánaðar, héldu 62 skipstjórar af síldveiðiskipum, sem samningsbundnir voru S.R. - en megin megin þorri skipstjóra alls síldveiðiflotans - fund með sér á Raufarhöfn.
Tilefni fundarins var sú hin almenna óánægja, sem ríkir vegna óstjórnarinnar á ríkisverksmiðjunum og úr hófi keyrði á s.l. sumri.
Eftir miklar og allheitar umræður, samþykktu skipstjórarnir einróma eftirfarandi tillögu- sem þeir sendu ríkisstjórninni:
"Fundurinn samþykkir að lýsa algjöru vantrausti , núverandi stjórn Síldarverksmiðiðjanna, og sérslaklega framkvæmdastjórann, Jón Gunnarsson. Fundarmenn eru einróma þeirrar skoðunar, að óstjórn á rekstri verksmiðjanna á yfirstandandi vertíð hafi keyrt svo úr hófi, að óviðunnandi sé.
Vill fundurinn, benda á örfá, atriði þessa til stuðnings:
1) þegar skipin koma, fyrst að landi með afla á Siglufjörð, voru 4 losunarvindur af 12 óstarfhæfar og verksmiðjurnar að ýmsu öðru leyti óviðbúnar að taka til starfa. Öllu verra var þó ástandið á Raufarhöfn hvað löndunartæki og annan viðbúnað, snertir.
2) Hvers vegna var nokkur hluti verksniðjanna látinn standa ónotaður, þrátt fyrir stöðugan landburð af síld mikinn hluta veiðitímans og möguleika, á að starfrækja þær?
3) Hin ítrekuðu veiðibönn, sem valdið hafa stórkostlegum aflatöpum hjá fjölda skipa, að nokkru leiti að ástæðulausu, og var seinna veiðibannið upphafið fyrirvaralaust áður en fjöldi skipa hafði útent biðtíma. Olli þetta skipunum mjög miklu misrétti og virðist að öllu leiti hafa verið mjög illa yfirveguð ráðstöfun.
Fundurinn álítur alvarlega óverjandi að hið "kemíska" efni Aquicide hafi ekki verið notað hjá verksmiðjunum og telur nauðsynlegt að rannsakað verð hvað það eitt hafi valdið miklu tjóni.
Þessi tillaga þarf ekki annarrar skýringar við en þeirrar, að hún er mjög fáguð tjáning þeirrar ólgandi gremju, sem ríkir meðal sjómannanna, sérstaklega út af hneykslanlegri óstjórn verksmiðjanna - og kom það greinilega fram í ræðum allra sem töluðu á skipstjórafundinum.
Fundarmenn létu ekki sitja við þetta eitt, heldur kusu nefnd úr sínum hópi til þess að fylgja fram áliti sína og vilja við viðkomandi aðila.
Raufarhafnarfundurinn ætti að verða ráðandi meirihluta í stjórn S.R., en einkum hinn marghrellda framkvæmdastjóra verkmiðjanna, þörf áminning, og til áréttingar öllu því, sem þeir réttilega hafa verið sakaðir um, án þess að geta af skiljanlegum ástæðum borið hönd fyrir höfuð sér.