Guðbjörg Eiríksdóttir

Guðbjörg Eiríksdóttir frá Siglufirði 

Fædd 30. ágúst 1899 Dáin 22. maí 1987

Guðbjörg Eiríksdóttir frá Siglufirði er látin. Hún var Skagfirðingur að uppruna, fædd á Hóli í Lýtingsstaðahreppi 30. ágúst 1899. 

Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ívarsdóttir og 

Eiríkur Eiríksson. Þau áttu fimm börn. Guðbjörg var þeirra yngst. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, fluttist unglingur til Sauðárkróks að föður sínum látnum og dvaldist síðan um hríð á Akureyri þar sem hún lærði að sauma.

Ung að árum, 6. maí 1922, giftist Guðbjörg Páli S. Jónssyni Snorrasonar, hreppstjóra í Auðbrekku í Hörgárdal. Kona Jóns og móðir Páls var Sigríður Jónsdóttir hreppstjóra á Laugalandi á Þelamörk Einarssonar. Þegar þau Guðbjörg og Páll giftust var hann trésmíðameistari á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttust þau til Siglufjarðar. Þar var Páll um langan aldur byggingafulltrúi og bæjarverkfræðingur. Hann átti drjúgan þátt í ýmsum framfaramálum Siglfirðinga, stjórnaði til að myndagerð fyrstu steinsteypugatna sem lagðar voru í íslenskum kaupstað.

Guðbjörgu og Páli varð fjögurra barna auðið. Stúlku misstu þau í frumbernsku en hin voru Haraldur, trésmíðameistari og kunnur skíðakappi og skíðakennari í Reykjavík