Árið 1943 - Rauðka

Verður Síldarverksmiðjan
"Rauðka" endurbyggð ?
Mjölnir, 21. desember 1943 

Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var snemma í síðastliðinni viku, lá fyrir bréf frá stjórn verksmiðjunnar "Rauðku", þar sem meiri hluti verksmiðjustjórnar fór fram á, að bæjarstjórnin veitti henni heimild til að ranasaka möguleika á því að endurbyggja verksmiðjuna og stækka upp í 5 þúsund mál. 

Á þeim fundi var samþykkt frestunartillaga frá fulltrúum Framsóknar-flokksins í málinu. 

Fulltrúar A-listans fluttu tillögu um, að stjórn "Rauðku" væri veitt umbeðið leyfi og að málið yrði þar með afgreitt þá strax. Þegar eftir að frestunartillagan hafði verið samþykkt með atkvæðum meirihlutans, skrifuðu 5 bæjarstjórnarfulltrúar undir áskorun til bæjarstjóra um að halda fund um málið ekki síðar en á laugardaginn 18. þ.m. Undir þá áskorun skrifaði fulltrúi D-listans Axel Jóhannsson svo og allir fulltrúar minni hlutans. 

Fundur var svo haldinn á laugardaginn. Á þeim fundi kom fram tillaga um að fjölga í stjórn "Rauðku" úr 3 uppi 5 menn, þannig, að allir flokkar, sem nú eru í bæjarstjórn eigi þar fulltrúa. 

Skyldu fulltrúaráð flokkanna tilnefna men í stjórnina. Gunnar Jóhannsson flutti breytingartillögu um að í stjórn verksmiðjunnar skyldi kosið á sama hátt og í aðrar nefndir bæjarstjórnar. Var breytingartillagan felld, en aðaltillagan samþykkt. 

Þá var samþykkt tillaga frá fulltrúum A-listans um að veita verkamiðjustjórn "Rauðku" leyfi til að gera áætlanir um kostnað við endurbyggingu verksmiðjunnar, útvegun véla, útvegun á fé til þessara framkvæmda og  svo framvegis. 

Sömuleiðis að rannsaka, hvort ekki væri hægt að fá leyst veð er á eignunum hvíla í sambandi við lántöku vegna Skeiðfossvirkjunarinnar.

Fyrri hluti þessarar tillögu var samþykktur með 8 atkvæðum en síðari hlutinn með 5 gegn 4.

 Bæjarastjóri sat hjá við atkvæðagreiðslu. Um fyrri hluta tillögunnar voru allir aðrir fulltrúarnir með Fulltrúi Framsóknarflokks fluttu ásamt fleirum, tillögu um að fela Erlendi Þorsteinssyni einum að vinna að því að fá Rauðku lausa úr veðböndum.

Eftir að búið var að fela allri stjórninni þetta, var sú tillaga vitanlega fallinn, en forseti bæjarstjórnar Þormóður Eyjólfsson vildi ekki fallast á þá skoðun og bar þá tillögu loks undir atkvæði og var hún samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4. 

Nokkrir af bæjarfulltrúunum mótmæltu þessu sem broti á fundaraköpum bæjarstjórnar. 

Samþykkt var tillaga frá Eyþóri Hallssyni um að óska eftir því, að, þeir flokkar í bæjarstjórn, sem ekki eiga nú fulltrúa í stjórn verksmiðjunnar tilnefni nú þegar fulltrúa í hana. Á fundinum tilnefndu Framsóknarmenn Guðmund Hannesson, bæjarfógeta, og til vara Bjarna Jóhannsson lögregluþjón. Fulltrúaráð sósíalista hefur ekki enn tilnefnt menn í stjórnina. 

Það sem merkilegast var við þennan fund var það, að svo virðist sem Framsóknarflokkurinn hafi horfið frá sinni fyrri stefnu í Rauðkumálinu og að nú kominn á þá skoðun að bænum beri að endurbyggja verkamiðjuna. Væri óskandi, að hugur fylgdi máli og skal það ekki dregið i efa að svo sé, þó framkoma Framsóknarflokksins í þessu máli hafi verið allt önnur og í mörgum tilfellum beinlínis í beinni mótsögn við hagamuni fyrirtækisins og bæjarfélagsins. 

Annað sem hlýtur að vekja undrun, er það að bæjarstjóri O. Hertervig, sem á sínum tíma taldi sig vera með því að bærinn endurbyggði "Rauðku" er nú andvígur því, eftir því sem best verður skilið, á móti því, að nokkuð verði aðhafst málinu.

Virðist helst vaka fyrir honum að selja verksmiðjuna. Að svo komnu skal ekki fleira um þetta mál sagt, en þess vænst, að verksmiðjustjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að verksmiðjuna endurbyggða og ætti stjórnin að mega vænta fullrar aðstoðar mikils meirihluta bæjarstjórnar í því, að fá þetta gamla deilumál Siglfirðinga til lykta leitt á þann eina hátt, að á rústum gömlu "Rauðku" rísi ný glæsileg verksmiðja.