Jón Björnsson

Jón Björnsson smiður

Jón Björnsson fæddist á Siglunesi 15. ágúst 1922. 

Hann lést á heimili sínu við Laugarveg 28 á Siglufirði 18. nóvember 2006. 

Foreldrar hans voru 

Björn Jónsson, f. 8. nóvember 1885, d. 7. september 1949, og 

Sigrún Ásgrímsdóttir, f. 27. júní 1893, d. 17. febrúar 1973. 

Systkini Jóns eru:

Jón kvæntist 30. október 1954 

Ingeborg Svensson, f. 6. desember 1934.

Börn þeirra eru:

1) Björn Jónsson trésmiður, f. 3. júní 1955, maki Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960; 

Börn Björns og Helenu eru:

Jón Björnsson

2) Anna Marie Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1957, 

maki Steingrímur J. Garðarsson vélsmiður, f. 30. desember 1944.

Börn Þeirra:

1) Erla Björnsdóttir, f. 11. nóvember 1982, 

sambýlismaður Gauti Þór Grétarsson, f. 8. janúar 1973, 

barn þeirra er:  

Jón Björnsson ólst upp á Siglunesi en fluttist ungur að aldri til Siglufjarðar. Jón kynntist eiginkonu sinni Ingeborg árið 1953, þau bjuggu í fyrstu á Laugarvegi 30 en fluttust síðan á Laugarveg 28, sem þau byggðu sjálf. 

Á fyrri hluta starfsævinnar starfaði Jón við ýmis landbúnaðar- og smíðastörf, ásamt því að hann aðstoðaði hernámsliðið á Siglunesi við lendingar og framsetningu báta. Jón réð sig til vinnu árið 1954 hjá Þórarni Vilbergssyni, sem stofnaði síðar Byggingarfélagið Berg ásamt Birgi Guðlaugssyni.

Jón tók sveinspróf í húsasmíði árið 1965 og hjá Byggingarfélaginu Berg vann hann lengst af í slippnum við bátasmíði og bátaviðgerðir. Jón vann hjá Byggingarfélaginu Berg til 67 ára aldurs en hugur hans leitaði alltaf á sjóinn. 

Eftir að hann hætti hjá Byggingarfélaginu Berg reri hann til sjós allt fram yfir áttrætt á bát sínum, Ingeborg SI- 60. Bátinn smíðaði hann ásamt Birni syni sínum árið 1985. Jón smíðaði sinn fyrsta bát 15 ára gamall og var bátaeigandi alla tíð síðan þá. Jón var ásamt Ingeborg, konu sinni heiðraður á sjómannadaginn á Siglufirði árið 2000.