Bæjarstjórnin...

Frá bæjarstjórn Siglufjarðar

Einherji 16. febrúar 1933

Frá bæjarstjórn. Á sunnudaginn var, 12. þ. m. hélt bæjarstjórnarfund í samkomuhúsi Kommúnista, gömlu kirkjunni. Þetta gerðist á fundinum:

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn skorar á alþingismenn kjördæmisins að beita sér fyrir því af alefli, að ríkisstjórnin veiti Siglufjarðarkaupstað atvinnubótastyrk eins og öðrum kaupstöðum, og ganga ríkt eftir atvinnubótastyrknum 1931 og 1932". Þessi tillaga var samþykkt með öllum atkvæðum.