Vinnan um borð + Vistaverur um borð+ Áhugamálin um borð + Fyrsta siglingin + Síldarmiðin og + Saltað um borð + Hafísinn 1968 + Haförninn;upplýsingar + Í Austur þýskalandi + Formalin slys + Splæsing og anker + Ofsaveður + Hrævareldar í Belgíu + Óvænt kokkur + Skoðunarmenn + Kerosene-farmur + Skrítinn heimur + Vélarbilun á á leið til London + Vitavörðurinn heimsóttur + Ýmis minnisbrot + Var síldin ofveidd ? + Glefsur úr dagbók + Sigurður Þorsteinsson skipstjóri + Guðmundur Arason, stýrimaður, skipstjóri + Pálmi Pálsson, 2. stýrimaður + Jón Garðarsson 3. Stýrimaður + Bergsteinn Gíslason, loftskeytamaður + Ægir Björnsson, bátsmaður + Sigurður Jónsson háseti / bátsmaður + Sigurjón Kjartansson, háseti, dælumaður + Valdimar Kristjánsson + Sverrir Torfason, bryti + Snorri Jónsson, rafvirki +
Síldarsaltendur.
Eftir smá umræður um þau mál, datt einhverjum í hug, hvort ekki væri mögulegt að salta síld um borð í Haferninum.
Réttilega var bent á að ekki væri hægt að gefa áhöfninni fyrirmæli til slíkra verka.
Auk þess sem áhöfnin hefði nóg að gera á meðan tekið væri á móti síld um borð til bræðslu. Myndir neðar
Þessi mál bárust okkur um borð til eyrna, sem hálfgert tilboð. Ef við treystum okkur til að kaupa upp á eigin reikning, síld frá veiðiskipunum og salta einhverjar tunnur.
Svona 100 tunnur eða meira. Og vinna verkið á frívakt, það er á eigin kostnað. Þá mundi útgerðin loka augunum fyrir því, þó mannskapurinn skytist til þeirrar vinnu, þegar tækifæri gæfist frá skyldustörfum.
Þetta var borið undir mannskapinn. Með einróma samþykki allt frá messa til skipstjóra og 1.vélstjóra. Allir sem tækifæri hefðu mundu taka til hendinni.
Þetta sumar var Þórður Þórðarson (Hrímni) um borð, alvanur síldarsaltandi. Þannig að tryggt var að réttar aðferðir mundu verða notaðar.
Engin skoraðist undan vinnunni sem tengdist söltuninni. Síldin var hífuð spriklandi frá veiðiskipunum.
Ég held að flest öll veiðiskipin hafi gefið okkur síldina þegar þeir vissu að áhöfnin stóð að þessu puði.
Því vissulega var þetta bæði puð og svefnlítill tími á meðan á stóð.
Síldin hausuð og verkuð, ýmis gert að frammi á dekki eða aftur á hekki. Svo var hausskorin síldin hífuð upp á bátadekk með handafli.
Þar var síldin sett ofan í tunnur og gengið frá eins og venjulega var gert í landi.
Síldin látin standa góðan tíma, og síðan bætt ofan á og tunnunum lokað. Þar á eftir var pæklað og pæklað aftur og aftur.
Veltingur skipsins hjálpaði til að jafna og þrýsta pæklinum inn í síldina.
Alls urðu tunnur um 400 talsins sem við söltuðum um borð þetta sumar.
Og samkvæmt orðum Þóroddar Guðmundssonar síldarsaltanda, sem var í stjórn SR. Þá var þetta langbesta saltsíld sem hann hafði tekið til mats, en Þóroddur var alvanur síldamatsmaður og saltandi.
Ekki fannst okkur slæmt að fá slíka viðurkenningu. Og heldur betra var þegar tekjurnar af þrældómnum komust í hendur okkar.
Það voru ævintýralegar upphæðir. Langt fram yfir það sem reiknimeistarar okkar höfðu áætlað.
Jafnt var skipt á milli okkar. Messinn fékk jafn mikið og skipstjórinn.
Það er tekið var með í reikninginn til frádráttar, vegna þeirra sem fóru í frí á milli og svo hlutur þeirra sem komu til afleysingar.
Tíminn sem vinnslan stóð yfir hverju sinni var látinn ráða.
Síldinni mokað í litla tunnu
Þarna er tunnan losuð í stærri tunnu. Í upphafi var saltað á á neðra dekki, en fljótt kom í ljós að það ver ekki hentugt
Í upphafi var saltað á á neðra dekki, en fljótt kom í ljós að það ver ekki hentugt. - Þarna eru Þórður Þórðarson smyrjari, Jónas Björnsson messi, Þórður Þórðarson smyrjari, Ásgrímur Björnsson vélstjóri og Sverrir Torfason bryti
Jón Rögnvaldsson matsveinn, Guðmundur Björnsson háseti, Sigurður Jónsson háseti og Sigurjón Kjartansson háseti
Sigurður, Sigurjón, Jón og Guðmundur
Kokkarnir Sverrir og Jón á fullu
Þarna er byrjað á að salta aftur á skut dekki
Þarna hífar Ægir Björnsson 20 lítra fötu upp á bátadekk. Þar sem endanlega ver gengið frá síldinni saltaðri og full frágenginni.
Þarna er verið að afhausa og slægja síldina. Steinþór Ólafsson háseti, Ólafur Sigurðsson 1. Vélstjóri og sonur hans Sigurður beint á móti og svo Guðmundur Björnsson
Ægir og Guðmundur (Bósi) að taka á móti síldatpoka sem dreginn var frá veiðiskipi og losaður uppi á skutdekk Hafarnarins.
Síldarpokanum hent fyrir borð. Síldarsjómaður og Bersteinn loftskeytamaður
Uppi á Bátadekki. Guðmundur 1, stýrimaður og Salli sýnist mér.
Guðmundur Arason, Ægir Björnsson og Sigurjón Kjartansson
Salmann Kristjánsson, Guðmundur, Sigurjón og Ægir.
Guðmundur, Sigurjón og man ekki nafn hans
Steinþór Ólafsson háseti, sá sem best þraukaði við púlið við að hífa síldina upp á Bátadekk.
Síldarpokinn hífður fyrir borð með aðstoð vélakrafts skipverja síldarbáts, en margir gáfu okkur síldina.
Kokkarnir Jón og Sverrir
Þarna er verið að pækla síldina: Ásgrímur Björnsson vélstjóri, Steinþór Ólafsson (sýnist mér) Guðbrandur Guðbrandur Sigþórsson háseti, Sigurður Jónsson háseti og ?
Sigurður Ólafsson með pækil könnu
Sigurður Ásgrímsson smyrjari og pækil meistarinn Salmann Kristjánsson (Salli)
Sigurður Ólafsson
Ólafur Sigurðsson 1. Meistari stóð sig eins og hetja, ávalt við skurðinn