mbl.is - 24. desember 2020 | Minningargrein
Pétur Björgvin Matthíasson
Pétur Matthíasson fæddist á Siglufirði 8. nóvember 1950.
Hann lést 13. desember 2020 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar Péturs voru Matthías Jóhannsson og Jóna Vilborg Pétursdóttir.
Systkinahópurinn var stór en þau voru níu talsins.
Jóhann Örn Matthíasson, hann lést 20. ágúst 2012,
Elísabet Kristjana Matthíasdóttir,
Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir,
Halldóra Sigurjóna Matthíasdóttir,
Matthildur Guðmunda Matthíasdóttir,
Stella María Matthíasdóttir,
Kristján Jóhann Matthíasson og
Braghildur Sif Matthíasdóttir
Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði og dvaldi einnig á tímabilum hjá ömmu sinni Sigurbjörgu og nafna sínum á eyrinni á Akureyri.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Pétur Matthíasson
Ljósmynd: Jóhann Örn Matthíasson
Klettur
Þó gangan sé löng og
brekkan sé brött
við bröltum það
oftast saman.
Stundum var sorg
en oftar var
mjög gaman.
Frá mínum fyrstu
skrefum og ekki
ég það efa
til nú til dags
þú oft bjargaðir mér
úr dimmum holum
lífs míns.
Þú varst mín hetja
og bróðir
fyrir mér varstu allt.
Nú harmur er mikill
með söknuð og
sorg í hjarta.
Ég hugsa um daga liðna bjarta
frá æsku til dagsins í dag
þú vekur í hjarta mér
lag hvern einasta
dag um ferðirnar okkar.
Nú kveð ég þig bróðir
með kveðju þú ferð
til meistara nafna þíns Péturs
við hliðið
og ég veit að þar
verður ekki biðin löng
heldur verður tekið á
móti þér með englasöng.
Guð blessi þig bróðir í
þinni hinstu för.
(K.J. Matt.) Kristján Jóhann Matthíasson