Ég kallaði Birgir Runólfsson vin minn.
Ég var um 16 ára +/- er ég kynntist Bigga Run, nafn hans eins og allir kölluðu hann.
Ég var á leið til vinnu hjá SR rétt fyrir klukkan 7 að morgni er hann kallaði á mig og bað mig um smá aðstoð.
Það var að taka út úr vöruflutninga bifreið sinni kassa, sem hann sagðist ekki treysta sér til að taka einn á því verki, þetta var þungur trékassi, og hluti innihalds var brothættur sagði hann mér.
Hann hafði dregið kassann alveg fram á brún, og gengið þannig frá kassanum að auðvelt var að koma höndum á hann. Við náðum góðu taki á kassanum og settu hann á lítinn vagn sem hann svo dró og ég ýtti á, inn í vörugeymslu hans.
Hann bauð mér kók að drekka fyrir viðvikið, sem ég tók við, en setti flöskuna í vasa minn.
Hann spurði mig nokkurra spurning, vissi raunar herjir foreldra mínir væru og fleira og svo við hvað ég væri vinna hjá SR og fleira. Þetta var stutt, samtal þar sem ég var að verða of seinn til vinnu.
Það var svo um haustið, eftir að hinu svokallaða Tryggingatímabili lauk hjá SR um mánaðarmót ágúst september.
Hann var ásamt einhverjum öðrum að lesta bíl hans, og ég sem þá var á reiðhjóli, stoppaði og fór að rabba við hann.
Hann tók því vel og fékk sér pásu ásamt aðstoðarmanni sínum.
Og eftir að hafa fengið upplýsingar um að hann mundi fara suður til Reykjavíkur með varninginn í bítið daginn eftir, þá sagði ég svona upp úr þurru, ég myndi biðja hann um að fá að fara með honum suður, ef ég hefði einhvern stað til að gista hjá.
Birgir Runólfsson
Ljósmyd: Kristfinnur Guðjónsson - Litun og bakgrunnur: Steingrímur
Mér var hugsað til frænku minnar Herdísi sem bjó í Reykjavík, en afritaði það, þar sem ég í raun hafði aðeins einu sinni hitt hana, þá krakki með foreldrum mínum.
Birgir svaraði mér um hæl og sagði, þú er velkominn, það væri gott að hafa einhvern til að skrafa við á leiðinni og ég get reddað þér um svefnstað, segðu bara mömmu þinni frá því og vertu mættur hér fyrir klukkan 7 í fyrramálið.
Ég mætti, með lítinn poka þar sem ég hafði stungið í stakk mínum og einhverju öðru. Ég var því aðeins í flegni stutterma skyrtunni, eins og ég oftar en ekki var klæddur á sumrin. Það var ekki neinn kuldi í lofti en smá vindur úr norðri.
Biggi mældi mig út, en spurði hvort ég væri ekki með neina yfirhöfn drengur? Jú svaraði ég og benti á pokann sem var með.
Það var lagt af stað, og lagt á Siglufjarðarskarð. Það var notalegt í bílnum, þrátt fyrir að Biggi var með hliðarrúðu sín megin opna upp á gátt. Við vorum komnir á suðurhluta Suðurgötu er Biggi snéri sér að mér og sagði höstulega og með brettar brúnir.
„Farðu í jakkann þinn strákur, ég keyri oftast með opinn glugga og þér verður kalt annars.“
Ég svaraði um hæl og sagði ég væri ekkert kulsæll, svona klæddur væri ég oftast á sumrin.
Hann svaraði ekki en hristi höfuðið.
Við vorum komnir um hálfa leið upp Skarðdalinn, það farið var að hitna í bílnum og ég opnaði gluggann mín megin og fór að skoða útsýnið, við það myndaðist trekkur sem mér fannst notalegur og naut hans þó svo að norðan vindur væri ekki hlý gola. Þegar við vorum komin upp að beygjunni áður en lagt var í síðasta spölinn, upp sneiðinginn upp að Siglufjarðarskarði.
Þá hrökk ég í kút, er Birgis nánast öskraði á mig og sagði „Lokaðu helvítis glugganum strákormurinn þinn.“ Ég hlýddi samstundis, hálf skelkaður. Svona hafði hann aldrei talað til mín, þó svo að einhversstaðar hefði ég heyrt að hann hefji raust sína, þegar hann væri áreittur.
Meira var ekki sagt, fyrr en komið var yfir skarðið, þá fór hann að spyrja mig um allt og ekkert, segja mér sögur og einu sinni eða tvisvar fór hann með vísur. Þannig gekk þetta alla leið suður. Hann spurði, ég svaraði og spurði, meðal annars um hann sjálfan. Alltaf greið svör sem hann þó stundum bað mig um að segja engum.
Stoppað hafði verið í Varmahlíð þar sem við fengum okkur næringu og smá nesti. Ég fékk ekki að borga minn snúð.
Bíllinn var losaður, hann þurfti ekki að koma þar nærri. Hann pantaði leigubíl sem stoppaði á Lækjartorgi. Það lá vel á karlinum og hann lék við hvern sinn fingur. Fórum í langan göngutúr, síðan einn á einhverja sjoppu sem ég man ekki hvað heitir og fengum held ég hamborgara og fleira, nokkuð sem ég hafði aldrei smakkað áður.
Klukkan var að rúmlega 10 þegar hann kallaði á leigubíl og hann sagði. Nú ferðu í háttinn strákur. Ekki man ég eða veit hvar þetta hús og herbergi var sem við kommu í og hann sagðist hafa á leigu. Þar þokkalega rúmgott með tveim uppbúnum rúmum.
Þú velur rúmið strákur, ég var enn að velta fyrir mér til hvers vegna hann hefði beðið leigubílstjórann að bíða, þegar hann sagði. „þú sefur hér og ég sæki þig í fyrramálið.“ Ég þarf að hitta vin minn og þar mun ég sofa. Þú átt orðið nóg nesti í poka þínum, og þú bara bíður þar ég kem og sæki þig. Þar með var hann farinn.
Þegar hann hafði sótt mig farið á vöruafgreiðsluna, þá var flutningabíllin tilbúinn og haldið heim. Ferðalag sem var álíka og ferðin suður deginum áður. Ánægjuleg ferð með fróðum og litríkum manni.
===================================
Presturinn
Seinni ferðin með Birgir, þá með í för þrír aðrir vörubílar frá Siglufirði.
Birgir var einstaklega góðu skapi einn morgunn sem ég mætti honum, brosti út að eyrum og vinalegt glott á víxl. Ég spurði hann hvað það væri sem skapaði þetta útlit hans og spurði hvort hann hefði unnið í happdrætti. Það má segja það, ég fékk flutning á farmi nánast samtímis, ég þarf líklega að semja við stráka á Bílastöðinni til að redda málunum 2 eða 3 jafnvel því það kemst ekki allt fyrir í mínum.
Hann hafði samið bæði við SR og tvær söltunarstöðvar um flutning suður og farmi handa vörubílstjórunum einnig til baka.
Og hann bauð mér með. Þetta var á miðju sumri og ég sló til og fékk frí frá vinnu í 2-3 daga, sem var auðfengið þar sem lítil síld hafði borist til SR um þetta leiti.
Niðurstaðan var, Birgir samdi við þá Björn Magnússon F-88 – Pál Magnússon F-? og Jóhann Rögnvaldsson F-92
Farmurinn var frá SR auk almennra vöruflutninga, fram og til baka. Söltuð síld í tunnum til niðurlagninga verksmiðju í Reykjarvík.
Einhver farmur til Keflavíkur og Grindavíkur og síldarnætur til baka sem lentu hjá Bjössa og Páli og þeir er þangað var farið skildu leiðir, en Jóa valda fékk vörufarm á vegum Birgis.
Ferðalagið gekk eins og í sögu og allir ánægðir með meira í alla vasann, eins og Biggi komst að orði.
Ein uppákoma á leiðinni suður er frásögu færandi, en það var einhversstaðar í Fljótum í Skagafirði.
Á leiðinni var óbrúuð á spræna sem þurfti að keyra yfir, „á vaði“ var það oft kallað.
Auðvita var leiðin moldarvegur og sumstaðar niður grafinn, orðið malbikaðir vegir eða bundið slitlag á þjóðvegi, var vart komið á orðabækurnar á þessum tímum.
Birgir sem var fremstur í röðinni með sinn bíl, hann stoppað bíl sinn með framhjólin í ánni. Pissutími, kallaði hann þegar hinir bílarnir höfðu stoppað og bílstjórarnir komnir út úr bílum sínum. Allir nema Birgir gerðu sig klára til þeirra athafna, en hann gaf veginum framundan athygli, bíll sem var svört kassalaga drossía. Við sáum að við stýrið sat hempu klæddur prestur, og við hlið hans var kona, greinlega í íslenskum búningi og maður og kona aftur í bílnum vel sjáanlegt, í um 6-8 metra fjarlægð þar sem hann stoppaði rétt við ána.
Þá tók Birgir sig til, snéri sér beint að hinum nýkomnu og byrjaði á athöfninni sem við hinir höfðum nýlokið.
Við hrukku í kút, held ég allir og störðum á viðbrögð fólksins, er það sá sprænuna frá Birgi buna út í ána.
Presturinn setti í bakkgír og bakkaði lengi, þar til hann komst út af veginum.
Undir niðri skömmuðust við okkur fyrir þetta uppátæki Bigga, en við hlógum mikið er Birgir sagði okkur frá ástæðunni fyrir þessu uppátæki hans.
Hann hafði þekkt bíl prestsins og einnig prestinn sjálfan, og tekið þessa ákvörðun. Presturinn hafði gert honum slæman grikk, í tengslum við Kaupfélag Skagfirðing þar sem margir heyrðu, orð sem Birgir sagðist ekki geta fyrirgefið honum og notaði þarna tækifærið til að sýna presti vanvirðingu án orða.
Ekki vildi Birgir segja nánar frá hver þessi slæmi grikkur væri, en sagði að í raun væri hans athöfn virkað vel og prestur átt það skilið og væri lítið í samanborið við þau niðurlægjandi orð sem prestur hafði látið frá sér fara hvað sig varðaði, í hans eyru og annarra manna á almennum fundi á Suðárkrók sem var haldinn í tengslum við uppákomu hjá KS, raunar mál prestsin sem engum hefði ekkert komið við, né öðrum fundarmönnum, í raun illgyrni á garð Birgis, þó á rósamáli hafi verið, en margir þarna inn hefðu skilið.
Stoppað var við hótelið í Blönduós. Þar var greinilega mikið um að vera. Rúta, og tveir vöruflutningabílar þar fyrir utan. Og þegar inn í matsalinn var komið, var hvergi laust borð pláss að sjá. Bigir, sagði við okkur. Hafið ekki áhyggjur við fáum að borða, bíðið, ég redda málunum. Hann rauk af stað, hitti þar mann sem auðséð var á öllum tilburðum þeirra, að þeir þekktust vel, þetta reyndist vera sjálfur hótelstjórinn. Birgir gekk til okkar brosandi og sagði. Þeir sækja borð hana okkur og stja þar hér og hann benti á smá skot rétt hjá okkur.
Er við komum til Blönduós, þá var stoppað skammt frá við hótelið, þar sem Birgir sagði að best væri að fylla magann.
Það var greinilegt að mikið var um að vera inni á veitingastaðnum á hótelinu, því fyrir utan húsið voru tveir flutningabílar og ein rúta.
Enda var salurinn yfirfullur og setið við öll borð. Við urðum fyrir vonbrigðum og sáum fram á að við fengjum ekki mat á þessum stað. Verið rólegir og bíðið, sagði Birgir og smeygði sér á milli borði og náð tali við mann sem var hinum megin í salnum. Greinilegt var á tilburðum og handahreyfingum að þeir þekktust, en þetta reyndist vera sjálfur hótelstjórinn. Birgir glotti er hann kom til bak, það kemur borð hérna og tilheyrandi þarna í skotið, sagði hann og benti. Það passaði það komu tveir menn með nokkuð stórt hringlaga borð, ásamt manni með körfu sem í var dúkur og borðbúnaður.
Við tókum okkur sæti og biðum. Við tókum eftir því að Birgir var að verð órólegu, enda komnar amk. 12-15 mínútur síðan við settumst. Þá stóð Birgir upp, krosslagði arma sína á bringu sinni og kallaði hátt með þrumu röddu: „Alibaddarí fransí og koppur undir rúmi til að pissa í“ og settist svo eins og ekkert hefði skeð. Það varð dauðaþögn í salnum, og fólk að reyna að átta sig á því hvaðan þessi þrumurödd kom.
Maturinn var kominn á borð okkar stuttu síðar, og þegar þjónninn var farinn, þá sagði Birgir lágt. Vinur minn hefur greinlega skilið hvað fólst í orðsendingu minni, hann glotti og stakk upp í sig vænum bita af hrossabjúgum.
==========================================
Birgir og fransbrauðið
Eins og allir vita, þá var oft lítið um vinnu yfir vetrarmánuðina á Siglufirði og raunar víða. Barist var um vinnu og stundum beðið í óskipu lögðum biðröðum á Hafnarbryggjunni, þegar vitað var af fraktskipum sem komu kolafarma, og eða annan varning. Svo og skip sem fluttu afurðirnar saltsíldina og síldamjölið til hafna erlendis.
Þar réði Stúarafélaga Siglufjarðar (sumir nefndu það Stúfarafélag, með f) Þar stjórnað Jónas Jónasson verkstjóri, kenndur við Nefstaði.
Hörku duglegur og vel liðinn karakter. Þegar hann hafði komið sínum mönnum fyrir, stundum í tveim, jafnvel þrem fraktskipum sama dag og tíma, þá fór hann að velja úr hópnum sem beið eftir að fá vinnu.
Hann þekkti þá sennilega alla. Hvaða „formúlu“ hann notaði veit ég ekki, en ég sá á andliti hans að honum þótti leitt þegar hann gat ekki valið alla úr hópnum sem biðu.
Mér, þá nýgiftum var hafnað í tvö fyrstu skiptin, en í þriðja skiptið fékk ég pláss, það var við mjölútskipun, þar sem ég lenti með Barða Ágústssyni við að raða (stúa) mjölpokunum í lestar skipsins, en á þessum tímum voru enn að mestu notaði 100 kg. strigapokar undir mjölið.
Barði horfði rannsakandi á mig í fyrstu og ég hafði á tilfinningunni að hann væri ekki alveg sáttur að fá þennan horgemling til að vinna með.
En það breyttist, og þega lestun skipsins var lokið og þegar í land var komið, þá klappaði hann á öxl mína og sagði „Þú stóðst þig bara nokkuð vel horgemlingur“
Eftir þessa útskipum, var ég alltaf valinn þegar þegar mætt var á Hafnarbryggjuna, eð Öldubrjótinn.
Hvort Barði hafi komið þar nærri, veit ég ekki.
En áfram með smjörið. Sama var um vinnu hjá Tunnuverksmiðjunni, þar réði pólitík og vinskapur, en framleiðslan þar var ávalt á veturna eftir að síldarvinnu lauk.
Þar áttu trygga vinnu gömlu jaxlarnir sem höfðu unnið þar í áraraðir. Svo vörubílstjórar og fleiri útvaldir. Ég fékk þar vinnu í um hálfan mánuð vegna orða tengdaföður míns Friðriks Stefánssonar í Bakka. Ástæðan var vegna veikinda „æfiráðins“ starfsmanns.
Þar birtist mér hetjan mín Birgir Runólfsson við vinnu, nokkuð sem kom mér á óvart.
En formálinn hér á undan var svona til að skýra frá hluta af atvinnusögu Siglufjarðar.
Það þurfti ekki að spyrja, Birgir sinnti sínu starfi eins og að hann hefði aldrei gert annað og eins og svo oft áður sem hafði séð til hans, glettinn og stundum hrekkjóttur í gamni, sem hlegið var af.
Lítil orðaskipti urðu á milli mín og hans meða vinnan stóð yfir, en í morgun kaffitíma klukkan 9 þá var mér vísað á borð svæði þess veika, sem ég var að leysa af, sem var við sama borð og Birgir. Allir voru með sitt eigið nesti, þar með kaffi eða mjólk eins og ég. (var lítið gefinn fyrir kaffi á þessum tímum) En það sem vakti athygli mína, var nestið sem Birgir setti á borðið, það var heilt franskbrauð.
Hann beit í endann á brauðinu tugi um stund og fékk sér kaffisopa. Þannig var hans morgunverður.
Ég spurði Birgir; „Biggi, ég hefi aldrei séð mann klára heilt franskbrauð með morgunkaffinu, hvað kemur til að þú gerir það?
Það varð þögn í kaffistofunni og spurning mín vakti athygli og beðið var eftir svari.
Biggi horfði á mig hvössum augum smá sund, eins og mætti ætla hann vera að hugsa hvort hann ætti að svara mér.
Hann klappað á vömbina sína, brosti breitt og sagði.
„Svona franskbrauð er að mestu næringarlaust, en það fyllir vömbina og hægir á stækkum á þessari vömb minni.“
Og klappaði svo aftur á maga sinn.
Enginn hlátur heyrðist í kaffistofunni, margir brostu.
Síðar frétti ég að þetta brauðátt Birgis hafði auðvitað vakið athygli, en enginn hafði þorað að spyrja hann.
============================
Birgi Runólfsson, bifreiðarstjóri á Siglufirði, fæddur 2. janúar 1917 og látinn 5. maí 1970
Hann starfaði lengi sem bifreiðarstjóri og rak eigið flutningafyrirtæki á Siglufirði, eins og allir eldri íbúar Siglufjarðar muna (og fleiri).
Við jarðarför hans komu margir flutningabílstjórar alls staðar að af landinu með bifreiðum sínum í sameinaðri bílalest, til að heiðra minningu hans, sem sýnir mikla virðingu og samheldni innan stéttarinnar.