Skrifað, tekið saman: Steingrímur Kristinsson
Misvísandi fullyrðingar um fæðingarár föður míns Kristins Guðmundssonar.
Allt frá upphafi, í skráningu Íslendingabókar á netinu, sem ÖLLUM var veittur frjáls aðgangur að, þar til einhverjir misvitrir þingmenn og opinberir embættismenn, (með þrýstingi frá einkageiranum ?) héldu því fram að það væri brot á persónuverndarlögum að hleypa almenningi frjálst að skoða viðkomandi upplýsingar og tóku vefsíðuna óbeit eignarnámi. Síðunni var lokað almenningi, en einstaklingum heimilt að skoða þar upplýsinga um sínar ættir, en ekki meir. Lykilorð þurfti til þess að skoða þær á. https://islendingabok.is/
En hvað skeði svo? Jú auðvelt var fyrir alla sem höfðu íslenska kennitölu átut auðvelt með að sjá sínar persónulegu upplýsingar frítt með einföldu lykilorði.
En einstaklingar sem sem og aðrir gátu það ekki. Síðar kom í ljós að ríkisstofnanir og bankar höfðu óheftan aðgang ásamt einhverju einkafyrirtækjum og síðar er ég spurði í símtali til skrifstofu persónunefndar um hvort ekki væri leið til að ég sem hafði mjög mikið notað https://islendingabok.is/ til að leita uppi nöfn fólks vegna áratuga vinnu minnar við að skrásetja nöfn við hundruð þúsunda ljósmynda sem væru í minni eigu.
Stúlkan sem svaraði spurningu minni var kurteis og tjáði mér að það væri í raun auðvelt að nálgast þetta og benti mér á ónefnt einkafyrirtæki, sem sæi um slíka þjónustu.
Ég hringdi í uppgefinn símanúmer og óskaði eftir heimild til að komast inn á allt svæði Íslendingabókar, og lýsti í stuttu máli hvers vegna ég þyrfti á þessu að halda. Svarið var mjög jákvætt. Hún bað mig um fullt nafn og kennitölu, heimilisfang og síma og þegar því var lokið, kom áfallið.
Hún sagði að áður en ég fengi fullan aðgang, þar sem sendur yrði í pósti til mín með viðkomandi lykilorði, en áður þyrfti ég að fara í banka og senda þeim 50 þúsund krónur, þar sem þessi aðgangur væri ekki ókeypis.
50 þúsund krónur voru verðmætar á þessum tíma, og fjárhagur minn leyfði ekki svona fjárfestingu.
Ekki man ég hverju ég svaraði, það vor ekki blótsyrði og skammir til hennar, hún hafði verið kurteis og gerði mér grein fyrir því að hún var bara að sinna vinnu sinn. Hún sagði að það væru einhver fleiri fyrirtæki með svona sölu á innihaldi Íslendingabókar, en hún hefði ekki neina frekari upplýsingar handa mér, svo ég þakkið fyrir mig og kvaddi.
Þannig að persónuverndin var til SÖLU og enga leynd þurfti í raun, það gerði aðeins einhverju gróða fyrirtækjum kost til að gæða, og græða meira á almenningi.
Svei skít þessu ráðabruggi, og þannig er þetta víst enn í dag.
Og smá innskot þessu tengt, vegna Íslendingabókar. Systursonur minn tók eftir því að búið var að breyta fæðingarári föður míns í fjölskyldu hluta mínum sem fæddur var árið 1914, en breytt í ártalið 1913.
Upplýsingar frá Stefán Birgi. Sonur Huldu systir minnar. - ds. 15.des.2021
Sæll Baddý, þetta er svarið sem ég fékk frá Íslendingabók:
"Upplýsingar um fæðingardag stangast oft á og þá sérstaklega á milli þjóðskrár og kirkjubóka.
Í þessu tilfelli er Kristinn Guðmundsson skv. kirkjubók Hvanneyrar í Siglufirði f. 24.12.1913 og skírður 2.5.1914.
Í sóknarmanntali sem skráð er 31.12.1913 er hann óskírður hjá móður sinni.
Í manntölunum 1920 og 1930 er hann enn fremur sagður f. 1913.
Þegar hann er fermdur er hann einnig sagður f. 24.12.1913.
Í því ljósi höllumst við á að 1913 sé rétt fæðingarár hans."
Skráning sótt á Íslendingabók árið 2019 – þar sem RÉTT (?) ártal er birt
Hvað sem þessar presta upplýsingar varðar, þá vissi pappi og mamma ekki annað en að hann væri fæddur árið 1914, og hann hélt stundum upp á afmæli sitt, svona eins og flestir gera.
Ég man sérstaklega efir þegar hann var 50 ára árið 1964, þá hélt hann veislu. Sá dagur er mér minnisstæður vegna þess sem þennan dag skeði nokkuð sem ég vildi helst gleyma og nefni því ekki hér.
Hann þurfti leyfi frá danakonungi, þá 20 ára, til að fá að gifta sig þar sem hann var samkvæmt lögum ekki nógu gamall til að giftast.
Umsókninni fylgdu einhver opinber skjöl og vottorð þar á meðal vottorð frá séra Bjarna um að hann væri aðeins 20 ára.. osfv.
Og ökuskírteini, vegabréf og fleira kom ártalið 1913 aldrei fyrir.
ES. Svona til gamans má geta, að það sama þurfti ég að gera þegar ég og Guðný Ósk heitin kona mín giftust. Þá þurfti ég að fá leyfi hjá forsetanum til að fá að giftast, því ég var ekki orðinn 20 ára. Það farsæla hjónaband varaði í 62 ár, eða þar til kona mín lést.