BREKKUGUTTARNIR
Í dag (21 júní 2025) átti sér stað mikill og góður hittingur heima hjá Gunnari Trausta, en hann hafði stefnt þangað mögnuðum hóp af "gömlum" brekkuguttum. Sumir höfðu ekki hist í fjölmarga áratugi og óhætt er að segja að þarna hafi orðið heilmiklir fagnaðarfundir.
Frá vinstri talið eru á myndinni...
Ragnar Páll Einarsson sem ólst upp á Hótel Siglufjörður sem stóð í túninu fyrir neðan kirkjuna.
Kjartan Stefánsson (Stefáns Friðbjarnar) sem bjó um tíma á Hverfisgötunni.
Þorsteinn Haraldsson (Steini Kára) sem átti heima að Hávegi 12.
Jóhann Skarphéðinsson (Lillu og Skarpa) sem átti heima að Hólum við Lindargötu.
Gunnar Trausti (Gunni Binnu) Suðurgötu 26.
Skafti Jónsson (Jóns Skafta).
Þórhallur Jóhannesson (Brói) sem átti heima að Hávegi 12.
Þórður Axel Ragnarsson (Erlu og Ragga Sveins) Hverfisgötu 8.
Leó R. Ólason, sá sem þetta ritar Hverfisgötu 11.
Guðbjörn Haraldsson ólst að miklu leyti upp að Suðurgötu 28 í húsi sem var nefnt Þönglaskáli.
Einar Pálsson (Einar Ástu) bjó fram að unglingsaldri að Hávegi 3.
Vil svo bara ítreka að það var mikið, mikið gaman.
Leó R Ólason