Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
trolli.is 28. ágúst 2022 Jón Ólafur Björgvinsson
LEIKFIMI-
OG FIMLEIKASÝNINGAR!
65 myndir
Heilbrigð sál í hraustum líkama…
… var gamalt og gott markmið leikfimikennslu skólayfirvalda á síðustu öld og pistlahöfundur vill með þessari myndasyrpusögu sýna ykkur skemmtilegar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar og minna á liðina tíð, þar sem við blessuð börnin tókum þátt í stórbrotnum leikfimissýningum, innanhúss jafnt sem utandyra og á leikfimisgólfi ofan á 25 m. sundlaug.
Þar fyrir utan var þvingaður í okkur lýsisskammtur á hverjum skólamorgni og ofan á allt vorum við send í ljósatíma líka.
ATH. Hér er ekki ætlun greinarhöfundar að segja neina heildarsögu um fimleika og leikfimi, heldur aðeins að rifja upp þetta merkilega tímabil í íþróttasögu Íslands/Siglufjarðar.
Leikfimisýning í Sundhöll Siglufjarðar, sundlaugin var “geymd undir gólfinu” yfir vetrarmánuðina
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
17 júní hátíðarhöld á Barnaskólabalanum 1946 - Helgi Sveinsson stjórnar drengjum á fimleikasýningu. Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Ábending SK.- Guttarnir hægra megin á myndinni, eru Einar Hermannsson, næst Valbjörn Þorláksson og sá þriðji er ég sk. Allir 12 ára.
Við vorum minnsu strákarnir í 12 ár bekk árið 1946
Forsíðuljósmyndin sýnir okkur frægan Siglfirskan fimleikahóp karla og var það árlegur viðburður á hátíðisdögum í áratugi að fá að sjá þessa fimu stráka, sýna kúnstir sínar og hæfni undir stjórn Helga Sveins leikfimiskennara.
Mín upplifun og barnaleg undrun af þessu var ekki ósvipuð því að seinna sjá loftfimleikafólk í “Sirkus Geira Smart” sýna hæfileika sína í svarthvítu sjónvarpi á nýársdag.
Helgi Sveinsson leikfimikennari
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Regína Guðlaugsdóttir, leikfimikennari
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Helgi og Regína voru leikfimiskennarar í bæði Barna og Gagnfræðaskóla Siglufjarðar í áratugi, þau voru einnig miklir frumkvöðlar og unnu mikið í uppbyggingu margskonar íþróttamála.
Æfingaaðstaða fyrir leikfimi og fimleika var lengi vel léleg, í litlum leikfimissal með lágt til lofts, sem var áfastur gamla Barnaskólanum á Eyrinni.
Barnaskólinn á Sigló. Sambyggða byggingin lengst til hægri á myndinni er leikfimisalurinn.
Hann brann árið 1957 eða 1958.
Hann var síðar endurbyggður og einni hæð bætt ofan á og skólastofum fjölgað eins og skólinn lítur út í dag.
Ljósmynd: Vigfús Guðbrandsson
Lágt til lofts í leikfimissalnum
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Þakplötur hafa fokið af Barnaskólanum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Skemmtilegar æfinga ljósmyndir og glæsilegar líkamshreyfingar hjá körlum og konum
Ling-leikfimi: Hugmyndafræðin á bakvið mikið af þeim hópæfingum sem við sjáum á myndunum hér neðar eru sóttar úr leikfimi heimspeki svíans Per Henrik Ling. Þar er mikil áhersla lögð á jafnvægi milli heilbrigðar sálar í hraustum líkama, sem og jafnvægi á milli vinstri og hægri hluta kroppsins. Keppni í íþróttum er ekki æskileg, en ef t.d. maður verður endilega að keppa í knattspyrnu væri best að skylda leikmenn til að sparka í boltann í annað hvort skipti með vinstri eða hægri fæti.
Ling-leikfimis-hugmyndafræðin var allsráðandi í skólaleikfimi Norðurlanda á 19 öld og langt fram á 20 öldina. Mörgum þótti þessar hópæfingar líkjast heræfingum og fannst þetta leiðigjarnt til lengdar. En þetta lítur vel út eins og sjá má á mörgum ljósmyndum hér neðar.
Frá vinstri : Sigtryggur Stefánsson, Níels Friðbjarnarson, Sigurgeir Þórarinsson, Erlendur Stefánsson, Jóhannes Jónsson, Sigurður Árnason, Þórir Konráðsson, Ólafur Hjartarson, Bjarni Bjarnason, Vigfús Guðbrandsson, Rögnvaldur Ólafsson, Hólmsteinn Þórarinsson og Þorkell Benónýsson. Helgi Sveinsson íþróttakennari situr.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Frá vinstri- Svava Gunnlaugsdóttir, Ásta Þorvarðardóttir, Dorothea Einarsdóttir, Regína Guðlaugsdóttir, Bodil Jull, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Halldóra Hermannsdóttir (Dodda) Ásdís Jónasdóttir, Hjördís Stefánsdóttir.
(þær eru eitthvað í kringum 15 ára þarna) GS (Gagnfræðaskóli Siglufjarðar)
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Ljósmyndir: Kristfinnur Guðjónsson
Fimleikastúlkur úr Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Hjördís Stefánsdóttir, Svava Gunnlaugsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Regína Guðlaugsdóttir.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Ljósmyndir: Kristfinnur Guðjónsson
Regína Guðlaugsdóttir.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Fimleika sýningahópur Helga Sveins
Áðurnefndur fimleikahópur Helga Sveins sem er forsíðumynd á þessari samantekt, var landsfrægur og fór víða um land og sýndi fimleika með miklum tilþrifum um allt Ísland á allskyns útihátíðum og samkomum. Þessi hópur sem var breytilegur á milli ára var einnig ómissandi skemmtiatriði á Siglfirskum hátíðisdögum í áratugi.
Fimleikasýning á 17. júní við Barnaskólann.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Helgi Sveinsson íþróttakennari í loftinu, en hjá trambolíninu standa þér Hjálmar Jóhannesson, Valur Johansen, Jóhann Steinsson, Skarphéðinn Guðmundsson og Jón Jónasson
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Að lokum…
… hóp leikfimissýningar barna og unglinga, á Barnaskóla balanum og ofan á sundlaug
Pabbar, mömmur, afar og ömmur komu og dáðust að því hvað við blessuð börnin vorum hraust og dugleg í leikfimi og að sjálfsögðu mættu Kristfinnur og Steingrímur Kristins og fleiri tóku myndir af þessu öllu saman fyrir okkur.
Leikfimisýning ofan á 25 m. sundlaug.
Eins og sjá má á þessum myndum er þarna ágætis aðstaða fyrir áhorfendur. Mér er það minnisstætt að það skapaðist mikil hávaði þegar margir hlupu og hoppuðu á þessu sundlaugar leikfimi gólfi.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Sami salur, nú sundlaug
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Helgi Sveinsson stjórnar útileikfimi drengja á Barnaskólabalanum
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Regína Guðlaugsdóttir stjórnar fimleika stúlknahóp úr Gagnfræðaskólanum í sundlaugar-leikfimissalnum
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson