Fleiri myndir

Hvalvíkin 1979

Rúnar Jónsson háseti

Hvalvíkin, rétt utan við Gíbraltarsund á leið með timbur og pappír frá Svíþjóð til nokkurra hafna við Miðjarðarhaf, þar með Líbanon, þar sem allt logaði í stríðsátökum árið 1979. 

Þarna eru rólegir menn á dekki, ég Steingrímur timburmaður og Sigurður Þorgeirsson háseti, en breytt hafði verið um stefnu skipsins, þannig að ég varð að hætta vinnu minni við logskurð og viðgerð, og er þarna á kafi í sjólöðri.

En Siggi var sendur niður á dekk, til að hjálpa mér að koma  verkfærum mínum í skjól, ég er þarna með gas og súr flöskur og tilheyrandi, nánast í höndunum þegar skvetturnar komu.


Einhver í brúnni sem fylgdist með okkur, greip myndavél mína sem þar var, og smellti af þessum myndum á meðan við Siggi hjálpuðust að við að koma græjunum í skjól.

Hitastig var um 38 °C og sjórinn sennilega um 25-30 °C. 

Hvorugum varð meint af, nema nokkrir saklausir marblettir á mér, sem komu í ljós daginn eftir. 

Hvalvíkin var fullfermd og þarna sést timbur ofan á lestarlúgum