Félagslífið um borð + Herbergið mitt um borð + Split í Yugoslavíu + Teknir til fanga í Split + Yfir Atlandshafið + Lestað í Svíþjóð + Hjólað í Svíþjóð + Þversum í Kílaskurði + Grikkland og Tyrkland + Til Grikklands + Izmir, Tyrkland + Beirut í Libanon + Torreveija á Spáni + Loksins heim til Íslands
Við fórum á Hvalvíkinni langt norður í Svíþjóð, nálægt Härnösand. Þaðan var siglt langa leið inn í landið á mjög grunnum sjó.
Í skrúfufari skipsins þyrlaðist upp sandur eða aur og sjórinn allt í kring ljósbrúnn að lit. Mengun frá pappírsiðnaðinum var okkur sagt.
Þarna var skipið lestað miklu magni af pappír, sem merktur var Beirút í Líbanon, einnig var slatta af unnu timbri hífað um borð.
Frá svæðinu við Härnösand, hélt skipið til baka til hafnar í Sundsvall sem er í um 50 mílum sunnar.
En þar var skipið fyllt af timbri sem fara átti til hafna í Grikklandi og til Tyrklandi.