Þorleifur Sigurðsson 1897-1986
Þorleif Sigurðsson þekkti ég mjög vel, sem vinnufélaga minn á Trévinnuverkstæði SR á Siglufirði í um 8 ár, auk þess er ég var við önnur störf hjá S.R. þar sem við báðir unnum.
Hrekkjóttur í hófi og gamansamur og vandvirkur til verka.
Og góður sögumaður þau skipti sem hann tjáði mér um ýmislegt frá sinni fyrri tíð hjá SR og fleira sem þar hafði skeð "á lóðinni",1) nokkuð sem ég hafði gaman af, og gagn af að hlusta á.
Ég á margar myndir af karli, bæði í vinnunni og síðar er við hittumst á förnum vegi, þá hann löngu hættur vinnu, en broshýr að vanda og hress með stafinn sinn sem hann hafði sér til stuðnings á göngu sinn niður í bæ. Heilsuhraustur virtist hann að auki, um það vildi hann ekki tala.
Meðfylgjandi mynd er einmitt ein af mörgum, þarna sennilega kominn hátt á níræðisaldur, þá fyrir utan kjörstað. Flottur karl
Steingrímur Kristinsson
1) "á lóðinni" var vinnustaður okkar á SR svæðinu, almennt kallaður
Þorleifur Sigurðsson trésmíðameistari.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson 1983 +/-
Neisti 3 desember 1957
ÞORLEIFUR SIGURÐSSON. Þann 28. okt. s.l. varð Þorleifur Sigurðsson, trésmíðameistari, Suðurgötu 44, sextugur. Þorleifur er starfsmaður góður og hagur vel og leysir öll sín störf af hendi af sínum alkunna dugnaði. Hann hefur lengst af stundað trésmíðastörf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þorleifur skipaði sér snemma í baráttusveit siglfirskra jafnaðar manna og hefur ætíð reynt góður verkalýðssinni og traustur Alþýðuflokksmaður.
**********************************************
Jólablað Neista 1967
Þorleifur Sigurðsson. Þann 28. okt. s. 1. varð Þorleifur Sigurðsson, trésmíðameistari, Suðurgötu 44, sjötugur. Þorleifur er starfsmaður góður og hagur vel og leysir öll sín störf af hendi af sínum alkunna dugnaði. Hann er einn af elstu starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins hér, og hefur unnið því fyrirtæki vel. Þorleifur skipaði sér snemma í baráttusveit siglfirskra jafnaðarmanna og hefur ætíð reynst góður verkalýðssinni og traustur jafnaðarmaður.
*****************************************
Jólablað Neista 1977
Þorleifur Sigurðsson. Áttræður. Þann 28. okt. s.l. varð Þorleifur Sigurðsson, Suðurgötu 44, áttræður. Þorleifur er trésmiður að iðn og stundaði þau störf hjá Síldarveksmiðjum ríkisins hér um áratuga skeið. Hann þótti harðduglegur og verklaginn maður. Hljóðlátur og dagfarsprúður hefur Þorleifur ávallt verið og; hinn mesti drengskaparmaður. Þorleifur skipaði sér snemma í baráttusveit siglfirskra jafnaðarmanna og hefur ætíð þótt góður verkalýðssinni. Kona Þorleifs er Soffía Davíðsdóttir, góð og myndarleg kona. Siglfirskir jafnaðarmenn þakka Þorleifi samstarfið á liðnum árum.
Neisti árnar Þorleifi heilla.