Bréf, skrifað og sent árið 2000 (hér fært inn löngu síðar)
Til forustumanna Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði og í Reykjavík (frekar en til fjölmiðla !)
Að gefnu tilefni þá vil ég láta vita af því að ég er orðinn ansi afhuga Sjálfstæðisflokknum, eftir að hafa fylgt honum frá barnsaldri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mínu mati eini flokkurinn sem ég hefi talið færan um að sinna og veita forystu lands og bæjarmála til þessa, en nú er ég verulega farinn að efast um að svo sé.
Vissulega hefur flokknum tekist vel á mörgum sviðum, en eitt svið hefur hann verulega vanrækt að mínu mati, og vegur það svo sterkt að ef ekki verða hugarfarsbreytingar þar að lútandi og þá sérstaklega hið fræga “áhyggjuleysi” forsætisráðherra á þeim málaflokki, eða etv. áhugaleysi hans og ríkisstjórnarinnar á málum aldraðra. Málefnum þeirra sem tekið hafa þátt í að gera landinu okkar allt hið besta sem má við að skapa því verðmæti og sóma.
Vegna aldurs og heilsubrests í sumum tilfellum er öldruðum ekki lengur vært á vinnumarkaði þrátt fyrir ríkan vilja. Þessu fólki er nú hegnt með ónógum lífeyri og hækkuðum álögum á alla kanta.
Sérstaklega er þetta bagalegt fyrir aldraðra úti á landsbyggðinni. Fólk sem hefur með vinnu sinni komið þaki yfir höfuðið og í mörgum tilfellum eignast hús sín og íbúðir skuldlaust, og hefur í hyggju að fá sér minni íbúð vegna sjálfvirkra hækkana úr hófi fram á fasteignagjöldum ofl. sem verðlag á höfuðborgarsvæðinu stjórna (gáfulegt hitt þó heldur) og þar sem börnin eru flogin, oftast suður á höfuðborgarsvæðið.
Stundum langar þessu fólki að flytja í nánd við börnin sín en getur það ekki þar sem verðið sem fyrir íbúðirnar fást er í engu samræmi við raungildi, hvað þá stimplað fasteignaverð. Það er með öðrum orðum búið að rýra eignarrétt þessa fólks með handafli stjórnvalda.
Ég hefi þegar ákveðið að setja EKKI: X við D í næstu kosningum eins og ég hefi gert frá upphafi, ef ekki verða orðnar breytinga á hugarfari ykkar til hinna eldri með það fyrir augum að lífeyrir þeirra verði þeim samkvæmir og álögur lækki, þó ekki væri nema brot af þeim hundruðum þúsunda mánaðargreiðsla sem ÞIÐ embættismenn hafið tryggt ykkur í ellinni.
Mér hefur að líkindum tekist að fá konu mína mitt band, sen hún hefur verið dyggur starfandi Sjálfstæðismaður, ekki síst eftir að hún sá fyrstu lífeyrisgreiðslurnar frá almannatryggingum og lífeyrissjóði sem hún fékk sem vart getur talist sómasamleg upphæð, ekki síst þegar skatturinn hefur hrifsað til sín tæplega helminginn.
Við erum bæði á vinnumarkaðinum enn þá, hún 67 ára og ég 66 ára og komumst ekki hjá því að heyra óánægjuraddirnar og lítilsvirðinguna í garð stjórnvalda vegna þessara svívirðilegu framkomu og ég er ekki sá eini sem er að hugsa um að söðla um, ég hefi heyrt margar raddir ungra sjálfstæðismann sem eru að íhuga það sama og ég.
Hvaða flokkur það verður sem fær mitt atkvæði hefi ég ekki ákveðið enn, enda ekki komið að kosningum, en með sömu stefnu ríkisstjórnarinnar og hefur verið nú síðust ár gagnvart öldruðum þá fer það EKKI til Sjálfstæðisflokksins.
E.S. Og því einnig, sagt mig úr flokki Sjálfstæðismanna, hér með.
Steingrímur Kristinsson, kt. 2102344549
-------------------------------------------------------
Síðan hefi ég ekki verið flokksbundin, og eða gefið til kynna fylgd mína við aðra flokka, nema ég get ekki sætt mig við Sjóræningja, né Kommúnista og mund aldrei kjósa þá. En er jákvæður gagnvart öllum góðum málum og hika ekki við að láta í mér heyra, sé eitthvað í pólitíkinni sem mér líkar ekki, sam hver á í hlut.