Hann fæddist á Siglufirði 1. desember 1938. Hann lést 12. september 2014.Foreldrar hans voru hjónin
Haraldur Þór Friðbergsson, járnsmiður, f. 19. febrúar 1906 á Ísafirði, d. 11. október 1984 og
Sigrún Stefánsdóttir, f. 1905 að Þrasastöðum í Fljótum, d. 17. júní 1959.
Bræður Ólafs eru
Agnar Friðberg Þór Haraldsson, f. 12. nóvember 1930, d. 17. apríl 1987,
Stefán Hafsteinn Þór Haraldsson, f. 19. apríl 1932, d. 26. nóvember 1932,
Stefán Andrés Þór Haraldsson, f. 11. október 1933,
Björn Hafsteinn Þór Haraldsson, f. 4. september 1935,
Sigurður Þór Haraldsson, f. 28. október 1940.
Samfeðra er
Þórarinn Ívar Haraldsson, f. 12. september 1929.
Ólafur giftist Þorbjörgu
Gyða Valdimarsdóttir, fæddri í Árnessýslu 9. ágúst 1931, og eignuðust þau þrjú börn:
1) Ragnar Þór Ólafsson, rafverktaki, f. 5. ágúst 1961,
maki Árný Hrund Svavarsdóttir, f. 4. desember 1967.
Dætur þeirra eru
Rakel Sif Sagnarsdóttir
Sambýlismaður Rakelar Sifjar er
Stefán Magni Árnason og eiga þau einn son,
Alexander Þór
Elva Dögg Ragnarsdóttir.
2) Brynja Ólafsdóttir, grunnskólakennari, f. 8. ágúst 1963,
maki Sveinn Jónatansson, lögfræðingur, f. 13. júní 1963.
Dætur þeirra eru
Nanna Sveinsdóttir og
Sigrún Hrefna Sveinsdóttir.
Dóttir Brynju er
Alexandra Gyða Frímannsdóttir
3) Arnar Þór Ólafsson, húsasmíðameistari, f. 19. september 1965,
maki Sigurlaug Gunnarsdóttir, f. 15. desember 1956.
Börn Sigurlaugar eru
Guðbjörg Oddný Arnarsdóttir
Maki Guðbjargar Oddnýjar er
Ævar Österby og eiga þau soninn
Jakob Már
Ásgrímur Már Arnarsson.
Sambýlismaður Ásgríms Más er
Ari Karlsson.
Ólafur ólst upp á Siglufirði í stórum og samheldnum bræðrahópi. Hann gekk í barnaskólann og síðan í Iðnskólann á Siglufirði og stundaði verklegt iðnnám í járnsmíði hjá föður sínum í Vélsmiðjunni Rauðku. Í framhaldi af því fór Ólafur í Vélskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1962 sem vélfræðingur.
Ólafur starfaði sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands hf. á ms. Dettifossi og ms. Tröllafossi. Um haustið 1963 fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og hóf störf sem vélstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins þar sem hann starfaði bæði til sjós og lands, m.a. á Hafliða og Haferninum en lengst af í verksmiðjum SR í landi.
Einnig starfaði Ólafur í nokkur ár í hlutastarfi sem eftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins.
Í frístundum stundaði Ólafur ásamt bræðrum sínum smábátaútgerð frá Siglufirði.
Útför Ólafs fór fram frá Siglufjarðarkirkju.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Gyða.