Skáldskapur
Guðirnir voru geimfarar. Smásaga eftir Steingrím Kristinsson
Ég heiti Kristmann og er rithöfundur. Ég hafði sem oft áður, farið í göngutúr um fjalllendið umhverfis bæinn minn. Ég var kominn nokkuð lengra en ég hafði ætlað mér, má þar um kenna skínandi sólskini, hita og léttum andvara sem ríkti þennan dag.
Ég snéri við til að fara niður hlíðina, en hrasaði skyndilega í brattri hlíðinni og rúllaði nokkra metra niður áður en ég stoppaði.
Mér brá er ég leit á vinstri fót minn, ég sá opið beinbrot, hluti af leggbeininu hafði rekist út og úr sárinu sem komið var á fót minn blæddi mikið.
Ég hafði minni áhyggjur af öðrum eymslum á líkama mínum eftir byltuna, þó svo að ég vart fyndi blett sem ekki var aumur, en sem betur fer var ég með fullri meðvitund og gerði mér grein fyrir ástandi mínu.
Hvar er síminn minn? Hann hafði dottið úr vasa mínum, hann hlaut að vera ofar í hlíðinni. Ég hætti að hugsa um símann og losaði skóreimarnar úr báðum skóm mínum og reyndi að stöðva blóðrennslið með því að herða samanbundnar reimarnar ofan við sárið.
Það tókst. Þetta leit ekki vel út, mikið hafði blætt úr fætinum og sársaukinn var nær óbærilegur og mér sortnaði fyrir augum.
Ég leit í kringum mig upp eftir hlíðinni þaðan sem ég hafði runnið, hvergi sá ég símann minn.
Ég hafði stöðvast á litlu afdrepi nokkuð sléttu og grasigrónu svæði.
Ég fór að safna kjarki til að reyna að skríða upp til baka í von um að ég fyndi símann minn svo ég gæti kallað á hjálp, en ég var ekki viss um að ég mundi komast langt vegna sársaukans sem fór vaxandi um allan líkamann við minnstu hreyfingu, ég var örugglega mikið marinn þó ekki brotinn, nema á fætinum taldi ég.
Hvenær ætli konan mín fari að sakna mín og leita eftir hjálp, væntanlega ekki fyrr en komið væri fram yfir þann tíma sem ég öllu jöfnu hafði komið úr gönguferðum mínum ?
Ég man að ég hafði lokað augunum og reynt að slappa af, ekki þýddi að missa vald á tilfinningum sínum, en ég mun hafa sofnað, eða liðið yfir mig, ég veit það ekki.
Allt í einu vaknaði ég við það að einhver sagði við mig, eða öllu heldur mér fannst eins og einhver væri að tala við mig.
Ég leit í kring um mig en sá engan. Áfram skynjaði ég rödd sem sagði mér að vera rólegur, hann ætlaði að hjálpa mér.
Aftur leit ég í allar áttir en sá engan. Og aftur hljómaði röddin í huga mér og endurtekið að ég skildi vera rólegur, hann ætlaði að hjálpa mér .
Er ég farinn að tala við sjálfan mig og eða kominn með óráð?
Nei þú ert með fullri rænu, þú ert aðeins undrandi, svaraði röddin í huga mér.
Hver ertu, hvaðan kemur rödd þín. Spurði ég sjálfan mig.
Áður en ég segi þér það þá verðurðu að vera alveg rólegur og óhræddur, svaraði röddin.
Hvað átti ég að halda, þetta er draumur, það hefur liðið yfir mig hugsaði ég. Þig er ekki að dreyma og það hefur ekki liðið yfir þig, sjáðu skógarþröstinn þarna til vinstri við þig og hlustaðu á söng hans.
Ég bæði heyrði og sá fuglinn þegar ég snéri mér til vinstri.
Röddin hélt áfram: Ég er hér fyrir framan þig, þú sérð mig ekki fyrr en þú er tilbúinn. Tilvera mín er á annarri bylgjulengd, öðru litrófi en þið mennirnir, ég er það sem þið mennirnir kalla geimverur.
Nú var ég orðinn fullviss um að ég væri ekki með fullu ráði, eða mig væri að dreyma. Röddin endurtók: Þig er ekki að dreyma.
Ég spurði ósjálfrátt: Hvernig veistu hvað ég er að hugsa. Þetta líkar mér sagði röddin, ég get lesið hug þinn og þú getur skynjað mínar hugsanir, það er það sem ég vildi að þú skynjir.
Mundu að ég sagði þér að ég væri það sem þið mennirnir kalla geimveru. Ég er samt ekki eins í útliti og margir hafa lýst geimverum, það er vegna þess að sennilega hafa engir núlifandi jarðarbúar séð okkar líka en nú ætla ég að birtast þér.
Ég er hérna rétt fyrir framan þig, svo mun ég koma aðeins nær. Ertu tilbúinn ?
Ég svaraði því játandi, ósjálfrátt upphátt. Þú þarft ekki að tala, þér nægir að hugsa það sem þú villt koma á framfæri við mig. Hér er ég.
Mér brá illa er ég sá veruna, ég hafði nær gleymt sársaukanum á meðan viðræður okkar fóru fram en nú blossaði upp sársaukinn. Þarna var fyrir framan mig vera, um 1,5 metrar á hæð, grannvaxinn í ljós litum klæðum, einskonar samfestingi. Andlitið var vingjarnlegt þó svo að það væri alls ekki mannlegt útlit.
Þar voru frekar stór augu miðað við mannsandlit, aðeins litlar nasaholur og mjög lítill munnur og haka og lítil eyru.
Ágiskun mín um hlutverk nefnda líkamshluta, kom í ljós síðar að voru réttar ágiskanir.
Eins og ég sagði vingjarnlegt andlit sem mér fannst auðvelt að skynja, svona eins og að skynja andlit sumra dýra, vinaleg eða ógnandi.
Það er skrítin tilfinning eða skynjun sem ég nem þegar þú virðir mig fyrir þér, sagði veran. Mér fannst örla fyrir brosi hjá henni. Veran hélt áfram og sagði.
Nú kem ég nær alveg til þín, og ég ætla að laga beinbrotið og lina verki þína.
Er það í lagi ?
Ég svaraði því ekki, en veitti þegjandi samþykki mitt. Ég var undir niðri farinn að trúa á kraftaverk.
Veran losaði skóreimarnar sem ég hafði notað til að stöðva blæðinguna. Hann hélt smá stund um fót minn með báðum höndum sem ég fyrst nú veitti athygli, það voru aðeins þrír fingur á hvorri hendi, þeir náðu nær utan um beran fótlegg minn (ég var í stuttum sport buxum)
Undarlegar tilfinningar streymdu um líkama minn og ég fann að smátt og smátt hurfu verkir mínir bæði í fætinum og annarsstaðar, ég fann ekkert til þegar hann hagræddi brotnu leggbeini mínu til upprunalegar stöðu og sárið á fæti mínum byrjaði að gróa á meðan ég horfði á. Eftir um fimm mínútur voru allir verkir horfnir og ég eins og nýr maður, að því fráskildu að ég átti ekki til orð til að lýsa þakklæti mínu, sem var sambland af undrun og óbeinum ótta yfir því hvað á eftir kæmi, jafnvel hvarflaði að mér enn, að mig væri að dreyma.
Veran horfði á mig að mér fannst með blíðum svip. Er allt í lagi ? voru skilaboðin sem ég skynjaði frá honum.
Ég svaraði með undirgefandi röddu. Ef mig er ekki að dreyma, þá er ég mjög þakklátur fyrir það sem þú gerðir. En hvernig fórstu að þessu ?
Það mun ég vonandi segja þér í stuttu máli síðar ef þú villt gera mér mikinn greiða. Ég hefi fylgst lengi með þér þegar þú hefur farið í þessa gönguferðir þínar, en ekki árætt að hafa samband við þig, þó svo að ég hafi áttað mig á að ég komst auðveldlega inn í þinn hugarheim og skynjaði að þú ert góð persóna.
Þegar þú meiddir þig og varst í raun bjargarlaus, síminn þinn er efst uppi í brekkunni, þú hafðir ekki þrek til að nálgast hann og ég var ekki viss um að þú lifðir það af vegna mikils blóðmissis og sennilega hefði liðið yfir þig áður en leitar fólk mundi hefja leit að þér. Þá ákvað ég að hafa samband og hjálpa þér og fá þig svo á eftir til að aðstoða mig. Þessi hugleiðing hans komst vel til skila og svarið var einfalt. Vonandi get ég gert eitthvað fyrir þig í staðinn.
Ég veit að þú getur það, þú er rithöfundur og hefur gefið út nokkrar bækur. Ég ætla einmitt að biðja þig að skrifa fyrir mig sögu, eða öllu heldur grein og birta.
Hvernig sögu spurði ég undrandi.
Ég segi þér söguna og þú skrifar og gefur síðan söguna út á þínu tungumáli. Vonandi tekst þér það vel upp að sagan verði þýdd á fleiri tungumál þar sem þetta er og verður mjög merkileg saga í augum mannfólksins, ef til vill einnig umdeild og sumir munu bera brigður á sannleiksgildi hennar.
Hvenær byrjum við ? spurði ég upphátt.
Ekki strax, ég læt þig vita. Kona þín fer bráðum að huga eftir þér svo við skulum koma þér til byggða.
Hvernig ? Spurði ég undrandi. Sjáðu sagði veran og benti. Í ljós kom að því er virtist vera farartæki á stærð við lítinn frambyggðan sendibíl að umfangi, engin hjól en þarna var farartækið að því virtist í lausu lofti rétt fyrir framan okkur. Mér brá ekki einu sinni, þetta virkaði í huga mér sem sjálfsagður hlutur að sjá að því ég taldi fullkomið geimfar.
Ef þú villt þá skal ég fara með þig niður að bæjarmörkunum og hleypa þér þar út svo enginn sjái, ég vil ekki að aðrir en þú vitir af mér og ég vona að þú segir engu frá fundi okkar né því að við eigum eftir að nálgast hvorn annan síðar, fyrr en þú hefur gefið út söguna sem ég ætla að segja þér.
Ég þigg farið, ég á erfitt með að átta mig á þessu öllu. Ég steig síðan inn um litlar dyr sem opnuðust þegar við nálguðumst. Við settumst í stól framan við það sem líktist mælaborði í bifreið, nema rúnir þær sem þar voru skildi ég ekki. Engar sérstakar hreyfingar verunnar nam ég áður né eftir að flaugin hóf sig á loft né nam ég einhver hljóð frá farartækinu. Við fórum ofar í brekkuna og þar sá ég síma minn sem ég svo teygði mig til og stakk á vasa minn
Veran sagði mér að enginn á jörðu niðri gæti séð okkur, hann mundi finna stað nálægt byggðinni, þar sem hann léti mig út. Hann mundi svo hafa samband við mig þegar hann teldi henta mér.
Við munum dvelja í farartæki mínu á meðan sagan verður sögð og skrifuð, en best væri að ég kæmi með fartölvu mína þá.
Við vorum aðeins nokkrar mínútur til áfangastaðar þar sem hann hleypti mér út. Það var svolítið skondin tilfinning þegar ég hafði stigið með hægri fæti út úr farartækinu og var enn með hinn fótinn inni í því, á því augnabliki sá ég hvorki farartækið né vinstri fót minn.
Það leið heil vika þar til ég fékk hugboð frá verunni um að mæta á sama stað og hann hafði skilað mér áður.
Fram að því hafði ég verið farinn að efast um að allt þetta hefði skeð.
Konan mín var ekki alveg sátt við hegðun mína, ég virtist einhversstaðar í öðrum heimi, djúpt hugsi og utan við mig. Ég hafði lofað að segja ekki frá ævintýri mínu svo ég sagði ekkert, aðeins að ég væri með söguþráð í huganum vegna næstu skáldsögu minnar, sem var raunar hárrétt og hún trúði mér, þó svo ég fengist ekki til að segja henni um hvað sú saga ætti að fjalla. Það olli henni vonbrigðum þar sem hún hafði oft áður gefið mér góðar vísbendingar um fyrri skáldsögur mínar sem hún hafði fylgst vel með nokkuð reglulega þegar ég skrifaði þær.
Þegar ég var kominn um borð í faratæki verunnar fórum við upp að nálægum fjalltopp, þar sem hann stoppaði farartækið.
Ég spurði veruna þegar þangað var komið hvernig þetta væri hægt að fljúga bæði hljóðlaust og ósýnilega og hvernig lækning mín hefði verið möguleg, ég ætlaði að spyrja meira en hætti þegar veran gaf til kynna að svar við öllum þessum spurningum kæmu síðar, hann vildi byrja á upphafinu, því sem næst tilganginum að veru hans hér á jörðu.
Hann sagðist vera frá fjarlægum hnetti sem héti Lailja og væri utan sólkerfis okkar hann/hún vildi hefja söguna þar. Ég hafði áður ætlað að spyrja um hvort hann/hún væri karl eða kona, en hafði verið stoppaður.
Hann endurtók það sem kom fram fyrr í samskiptum okkar, að það kæmi í ljós síðar
Síðan sagði hann, það er sendi hugboð til mín eins og alltaf áður og ég gat svarað á sama hátt, hvernig það var hægt var mér einnig ráðgáta.
Ég veit að þið mennirnir hafið ákveðin nöfn, þó margir ykkar heiti sömu nöfnum. Þú heitir Kristmann, ég bið þig að kalla mig Óla. Viltu gera það?
Það var samþykkt. Óli hélt áfram:
Fyrir miljónum ára þá var lífið á hnetti mínum á svipuðu þroskaskeiði og jarðarbúar eru í dag. Mikið var um ósætti á milli ættflokka og landsvæða á hnetti okkar. Við drápum hvor aðra og beittum hryðjuverkum, ekki ósvipað og þið gerið í dag, það er sá hluti jarðarbúa sem ekki hafa heilbrigð gen, jafnvel eru að hluta þroskaheftir.
Ekki lagaðist ástandið á hnetti okkar þegar verur frá öðrum hnetti sem við kölluðum Balí, réðust á okkur. Þær verur voru nokkuð stærri en við og voru talsvert tæknivæddari en við. Þeir gátu ferðast á geimskipum sínum með margföldum ljóshraða sem þið mennirnir kalla það. þeir gerðu íbúa Lailja að þrælum, þeir létu okkur yrkja akra okkar og afraksturinn var að mestu fluttur til Bali og í staðinn sultu og dóu margir íbúar Lailja úr næringarskorti. Lífverur beggja hnattanna lifðu á fæðutegundum sem gróðurinn gaf. Hvorki menn né dýr neyttu hvors annars, allir voru það sem þið hér á jörðu kallið grænmetisætur engin villibráð né alin dýr til slátrunar.
Vegna innrásarinnar og alls þessa þá hættu allar innbyrðis deilur íbúanna sjálfkrafa á Lailju og andspyrnuhópar urðu til, sumir þeirra beittu vopnum og sprengjum á Bali fólkið. Flestum uppreisnarmennirnir sem höfðu sig í frammi var tortímt þar sem tækni Balíumanna var mikið fullkomnari og þeir betur vopnaðir en þessir andspyrnuhópar.
Eitt vopnanna sem Bali menn beittu voru bylgjubyssur, þegar þessum vopnum var beint að andspyrnuhópi þá hvarf hópurinn, enginn vissi hvað skeði við beitingu vopnsins, nema auðvitað þeir sem þeim stjórnuðu þeim.
Við skot frá byssunum myndaðist umhverfis andspyrnu mennina sem fyrir þeim urðu, mikill skær bjarmi, ekki eldur. Aðeins hold mannanna hvarf, föt og annað sem þeim tilheyrði varð eftir á skotsvæðinu að mestu óskemmt, þó færðust mannvirki og stórir hlutir úr stað og skemmdust vegna þrýstings frá sprengingunni sem vopnið olli.
Á Lailju voru margir færir vísindamenn eins og t.d. eru á jörðinni í dag, þeir veltu þessu vopna fyrirbæri fyrir sér og einn hópur þessara vísindamanna gerði áætlun um að reyna að stela slíku vopni frá innrásarliðinu til að rannsaka það. Þetta tókst þeim loks eftir langa bið, segir sagan.
Við rannsókn á vopninu urðu vísindamennirnir þess áskynja að hægt væri að gera vopnið enn öflugra. Að þessu verkefni var unnið í mörg ár eins og þið kallið það, nema okkar ár er mun lengra en ykkar.
Þegar endanlegt vopnið var prófað varð uppi mikið umstang á meðal innrásar liðsins. Sprengingin sem endurbætta vopnið olli var mikið öflugra en reiknað hafði verið út og blossinn það mikill að óvinirnir sáu hann og heyrðu.
Vísindahópnum tókst með naumindum að komast undan og var vopnið falið í langan tíma, þar sem innrásar liðið var á stöðugu varðbergi og fylgdist betur en áður með íbúunum.
Síðar var hafin með leynd fjöldaframleiðsla á vopninu, völdu liði kennt meðferð þeirra án þess þó að nokkur vildi taka áhættuna á og prófa fyrr en á væntanlegum vígvelli.
Í stuttu máli, þá var öllum Balimönnum eytt í bókstaflegri merkingu sem og öllum flaugum þeirra sem nálguðust Lailju eftir það.
Síðar var gerð árás á hnöttinn Bali og þar var öllu lífi eytt, tækni þeirra yfirtekin, tækniþróun sem síðar skapaði mikla velmegun á Lailju.
Allt þetta olli miklum vangaveltum á meðal íbúanna sem áttuðu sig á að betra væri að vinna saman og vera viðbúin ef árás yrði gerð á Lailju af öðrum óvinveittum lífverum. Niðurstaða umræðnanna varð sú að stofnaðar voru einskonar sameinaðar þjóðir í líkingu við ykkar hér á jörðu, nema að ég tel margfalt heiðarlegri og raunhæfari samkoma en hjá ykkur hefur þekkst innan ykkar bandalaga, þar sem virðis vera að hver þjóð oti sínum tota og gfi sróru og öflugu ríkjunum að beita neitunarvaldi, td. hjá "Sameinuðu þjóðum" ykkar
Ekki meir um það.
Á miljóna ára tímabili þróaðist sameinað ríki á hnettinum Lailja til mikilla vísindalegrar þekkingar og getu. Nánast má segja að öll starfsemi fólksins, ef ég má taka þannig til orða um íbúa Lailju hafi snúist um að fræðast um allt og ekkert, engin laun hefur íbúunum verið greidd í mörg hundruð ár þar sem vélar, róbótar eins og þið kallið þá sáu um allt sem gera þurfti, annað en að finna eitthvað nýtt upp með aðstoð véla. Fólkið gat nálgast allt án þess að þurfa að greiða fyrir það. Vinna var fyrst og fremst stunduð sem afþreying og viðbót við hverskonar þekkingu sem flestir nutu og sóttust eftir, ekki ósvipað því sem fólkið á jörðinni nýtur í sumarleyfum.
Sjúkdómar urðu óþekkt fyrirbæri og aldur fólks varð að meðaltali um 400 ár. Oft bað fólk um að lífi þeirra yrði eitt fyrir þann tíma, það var algengt að fólk yrði þreytt á tilverunni. – Til þess voru notaðar vélar sem byggðu á tækin bylgjubyssunnar.
Engar jarðafarir, bænir eða annað álíka sem þekkist á jörðinni. Við þekkjum ekkert sem gæti minnt á trú á einhvern guð eða ástæðu til persónudýrkunar.
Enginn var öðrum fremri í hugum fólks á Lailju, hver einstaklingur var tengdur öðrum hvað varðar að koma einhverju í gagnið. Það má líkja þessu við það að á jörðinni er ekki hægt að reka fyrirtæki, nema einhver vinni þar, sem táknar: Ekkert verkafólk, ekkert fyrirtæki.
Konur létu til langs tíma breyta genum sínum þannig að þeim var ekki mögulegt að eignast nema eitt barn, síðar var farið að tæknifrjóvga börn í rannsóknastofum þannig að konur þurftu ekki að ganga með börn sín sjálf né hafa fyrir því að ganga með þau og fæða, heldur fengu þau fullþroskuð börn sín úr verksmiðju eins og um væri að ræða þeirra eigin börn þar sem frjógen foreldrana voru notuð í þessu skyni.
Þá liðu nokkrar aldir (á ykkar mælikvarða) þangað til þróunin varð svo til þess að smátt og smátt varð fólkið einkynja, hvorki karl né kona, það er konur eins og þið hefðuð kallað þær hættu að geta eignast börn og sambúð karls og konu breyttist talsvert.
Ég er því samkvæmt því hvorki karl né kona og get ekki alið mér börn nema að tekið sé frá mér frjógen og framkallað síðan í verksmiðju.
Þá var algengt að fullorðið fólk 200 ára og eldra fékk að fara í leit að fjarlægum hnöttum þar sem líf gæti þróast, slíkar ferðir tóku oft langan tíma, þó svo að notuð hefði verið það sem þið jarðarbúar kalla ormholu í geimnum. Þá er ég einmitt kominn að þeim þætti sem fjallar um störf okkar Lailju fólks og lífið á jörðinni.
Ég er auðvitað ekki með þeim fyrstu sem jörðina heimsótti, til þess er ég ekki nógu gamall, aðeins 399 ára, en söguna þekki ég vel.
Ég held það sé óþarfi að nefna einhver ártöl hér í upphafi, það mundi aðeins rugla venjulega lesendur, en það eru margar árþúsundir síðan fyrstu Lailjumenn heimsóttu jörðina.
Það er ekki samkvæmt okkar lögum nú í dag, sem þær tilraunir sem gerðar voru á íbúum jarðar í þúsundir ára til að fullnægja fróðleiksfýsn okkar sem vísindamenn frá Lailju, þeir gerðu margvíslegar tilraunir á íbúum jarðar. Þær eru fyrir löngu hættar. Lailju fólkið sem kom fyrst til jarðar voru sýnilegir, sú tækni sem við ráðum yfir í dag, það er að gera okkur ósýnilega er aðeins nokkur þúsund ára gömul.
Við komum mjög víða við á jörðinni, stundum stoppuðum við skamma stund, 5-10 jarðár en fyrir kom að dvalið var lengur við rannsóknir og tilraunir, mörg hundruð ár í senn.
Í hverju fólust þessar tilraunir ykkar ? spurði ég.
Þær fólust fyrst og fremst í tilraunum á fólki, tilraunir sem voru mjög umfangsmiklar og forvitnilegar að áliti þeirra sem að rannsóknunum stóðu og skráðu.
Beitt var frjóvgunartækni eins og þeirri sem þekkt var á Lailju, nema ekki var notuð tæknifrjóvgun í rannsóknastofum, heldur hafði verið þróuð tækni sem gerði kleift að koma frjógenum, DNA afbrigðum frá Lailju fólki yfir í konur á jörðinni, sem síðar fæddu erfðabreytt börn sín án þess að vita um hinn raunverulega getnað.
Árangur þessara tilrauna kom vísindamönnunum mjög á óvart, þar sem í flestum tilfellum komu engin líkamleg einkenni Lailju fólksins í ljós, ef frá eru talin örfá vansköpuð tilfelli, en slíkum tilfellum var fljótlega eytt, heldur komu einkenni viðkomandi þjóðflokka sem tilraunirnar voru gerðar á greinilega í ljós.
Greindarvísitala barna tilraunarfólksins varð umtalsvert hærri en móðurinnar og margt fleira, meðal annars hegðunar ferli, sem stundum líktust hegðunarferli Lailja fólksins til forna, frekja og illgirni osfv.
Einnig ýmislegt annað sem kom á óvart. Sumir afkomendurnir í þriðja og fjórða ættlið, raunar langt aftur í ættir í sumum tilfellum, sýndu að er þeir komu á fullorðinsaldur, valdagræðgi og mikla ofbeldishneigð.
Tilraunir sem gerðar voru meðal annars í Perú, Tiahuanaco, Egiptalandi, Englandi, Kína og mörgum öðrum löndum, þar sem vísindamenn á jörðinni hafa verið að reyna að ráða og geta sér til um tilurð og tákn og spurningum um þá tækni sem hefði verið notuð við hinar ýmsu framkvæmdir sem gerðar voru fyrir þúsundum ára.
Þar sem byggð höfðu verið upp mjög háþróað umhverfi á þeirra tíma mælikvarða á jörðinni, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og fleira með aðstoð tækni sem Lailjumenn stjórnuðu frá geimskipum sínum sem ekki voru langt undan. Jarðbúar sáu aldrei nema litlu skipin og einstaka forustumenn, sem álitnir voru guðir eða eitthvað yfirnáttúrulegt sem frumbyggjarnir skildu ekki.
Eitt verð ég þó að nefna, nokkuð sem hafði verið bannað en horft framhjá af stjórnendunum á jörðinni og haldið leyndu fyrir stjórnendum heima á Lailju.
Þær tilraunir voru unnar í þröngum hópum víða. Það voru tilraunir með gena og DNA tilfærslur frá mönnum til dýra og öfugt. Afbrigðin voru í sumum tilfellum skelfileg og vart hægt að lýsa, afbrigði sem voru menn með einkenni dýra.
Oft var þessum afbrygðum leyft að lifa og þróast til fullorðins ára, jafnvel heilu samfélögum slíkra afbrigða, sem dæmi má nefna það sem þið kallið Centaura, hálfur maður og hálfur hestur.
Svo hafa varðveist ýmsar rúnir á veggjum víða á jörðinni og skúlptúrar sem sýna furðuleg afbrygði.
Þær myndir voru gerðar af jarðbúum sem höfðu umgengist þessar verur.
Öllum þessum afbrygðum var eytt síðar meir með bylgjubyssutækninni, þannig að ekki hafa til þessa fundist nein bein eða ummerki um þessar tilraunir á jörðinni.
Lailju fólkið skammaðist sín raunar fyrir að hafa framkvæmt þessar tilraunir, en fróðleiksþorstinn hafði villt um fyrir þeim.
Sumstaðar yfirgáfu Lailjumenn svæðin og fylgdust með úr fjarlægð. Þá tóku jarðarbúar á mörgum stöðum upp á því að fórna fólki, Lailju mönnum eða forustumönnum þeirra til heiðurs, í von um að þeir snéru til baka. Það olli Lailju fólkinu kvíða.
Jarðarbúar fóru í ríku mæli að kalla þessa hjálparmenn sína guði sem þeir dýrkuðu. Þessum tilraunum lauk svo á mörgum stöðum með því að fólk var fjarlægt, tortímt með vopninu mikla, bylgjubyssum. Litið var á þessar aðgerðir sem mislukkað tilraunaverkefni og snúið sér að öðrum stöðum með nýjum í blönduðum frjógenum Lailju fólksins
Tilraunir héldu víða áfram, meðal annars í borgunum Sódómu og Gómoru. Þar æxluðust tilraunirnar einnig í svipaða átt og í Ameríkuríkjunum sem þið kallið, nema þar var spilling, kynsvall og fleira meira sem ekki féll vísindamönnum í geð og var borgunum og íbúum þeirra eytt að örfáum undantekningum, um það hefur meðal annars verið ritað í Mósesbók 19. kafla, eftirfarandi:
„Sendiboðar "guðs" (englar) fóru á fund Lot og fjölskyldu og sögðu honum að fara úr borginni Sodoma því guð ætlaði að eyða henni, en vildi þyrma lífi Lot og fjölskyldu.........“
Sendiboðarnir voru „heilbrigð“ afkvæmi tilrauna, líkt og Lot og dætur hans, kona Lots var hinsvegar á gráu svæði hvað það varðar og fór því fyrir henni eins og sagt er frá í Mósesbók.
Ýmislegt sem getið er um í biblíunni og öðrum helgiritum annarra trúarhópa er byggt á sannleikanum en mikið stílfært miðað við þann þroska og brenglaða trú sem ríkti á þeim tímum þar sem flest var tileinkað einhverjum guði sem enginn vissi þó í raun hver var eða táknaði og frásagnir ritaðar eins og ráðamenn á hverjum tíma töldu hina einu réttu, oftar en ekki breyttar sögur kynslóð eftir kynslóð í þágu og geðþótta viðkomandi ráðamanna, sjálfskipaðra presta og annarra valdamanna, sjaldnast sannleikanum samfara heldur brenglaðri túlkun.
Trúarfyrirbæri sem þróuðust sumstaðar upp í persónudýrkun og blinda eftirfylgni samber síðustu dæmin um Lenín, Stalín, Maó, Hitler, Saddam Hussein og fleiri geðbilaða einstaklinga sem höfðu lítið annað til að bera en málsnilld og „blinda“ dýrkendur sér til aðstoðar.
Ein tilraun Lailju manna tókst þó vonum framar og er vel þekkt á meðal kristinna manna þó svo að vísindamennirnir Lailju hafi ekki allir verið sammála um árangurinn.
María mey sem þið þekkið var fráhverf bónda sínum hvað kynlíf snerti varð óvænt ófrísk eftir að „engill hafði heimsótt hana“ hún ól son sem nefndur var Jesú. Jesú var eingetinn eins og María hélt fram. Hún hafði fengið skammt án hennar vitundar frá tæknimönnum Lailju manna, frjósemiskammt úr Lailju manni eins og alla tíð hafði tíðkast í þessum tilraunum en mismundi viðbættum genum var sprautað í arm kvenna sem síðan fæddu börn sín á eðlilegan máta.
Jesús var vissulega góður maður en bar þó ýmsa galla mannkynsins, hann kunni vel við athyglina sem honum hlotnaðist og hann tók þátt í ýmsu sjónarspili, þau sem Lailjumenn framkvæmdu án þess að þó að hann vissi hvernig (vísindamennirnir vissu hvað hann hugsaði) og hann taldi sig sjálfan hafa framkvæmt þetta og hitt, eins og tildæmis þegar Rauðahafið opnaðist fyrir gyðingum og fleira sem sagt er goðsagnakennt frá í biblíunni. Þessi tilvera Jesús var aðeins eitt af hundruð þúsunda tilraunaverkefna Lailju fólksins.
Margar getgátur vísindamanna hér á jörðinni hafa oft á tíðum farið mjög nærri sannleikanum, Þar sem margir þeirra, til dæmis Erich von Dȁniken og Giorgio A Tsoukalos, sem hafa spurt: „Voru guðirnir geimfarar“ Svarið við þeirri spurningu má til sannsvegar færa eins og ég sagði áðan, þar sem Lailju menn einstakir starfsmenn og eða hópar voru víðast hvar taldir vera einhver yfirnáttúruleg guðleg tákn. Guðirnir voru geimfarar.
Þeir gátu skorið steina sem þeir væru smjör, með nákvæmni sem ekki þekktist áður, lyft nákvæmlega mótuðum steinum, tugum, jafnvel hundruð tonna að þyngd og komið fyrir í formi allskonar bygginga samber píramída og annarra bygginga og skúlptúra víða um heim. „guðirnir“ Þeir komu af himnum ofan, stundum fylgdi þeim eldur og reykur“, er víða skráð.
Það eru nokkur þúsund ár síðan sem Lailja fólkið hættu allri tilraunastarfsemi sinni á jörðinni, fyrirmælin komu frá yfirstjórn hnattarins, aðeins var leyfilegt að skrá það sem fyrir augu bar og það sem frá nemum mælitækja kom.
Þó eru afkomendur tilrauna barnanna enn undir áhrifum tilraunanna þau eru að koma í ljós með ýmsum tilbrigðum, bæði slæmum og einnig góðum, margir fyrri tíma snillingar sem getið hefur verið í sögum ykkar eru beint og óbeint afrakstur frjógena tilraunanna margnefndu.
Annað slagið vegna ákveðinna skilyrða í andrúmslofti þá hafa geimskip okkar, jafnvel stór skip sést sem ljóskúlur eða rákir, séð frá jörðu og flugvélum. Slíkt hefur jafnan valdið umræðu og skoðanaskiptum á meðal ykkar jarðarbúa.
Síðustu hundrað árin hafa aðeins nokkur hundruð geimfarar fylgst með lífinu á jörðinni, en án allra afskipta. Allur þessi hópur sem haldið hefur úti rannsóknum er nú á förum til sinna heimkynna, ef til vill til rannsókna á öðrum lífrænum hnöttum sem nóg er af.
Það bíður okkar geimskip í nánd við tunglið ykkar, þangað komumst við án vandræða á smærri skipunum en getum ekki farið ormaholuleiðina, sem þið jarðarbúar eru að reyna að kynnast. Þið eigið langt í land, þið gætuð ef til vill eftir svona 100 ár komist af stað í gegn um slíka ormholu en bara horfið í tómið, þið þyrftuð nokkur hundruð ár til viðbótar til að stjórna því hvert þið færuð, eða lentuð á því ferðalagi.
Mér var falið að velja einhvern jarðarbúa og segja frá því sem ég hefi sagt þér. Það verður ekki mikið meira sem ég bæti við það sem ég hefi sagt þér nú.
Ég spurði: Þú sagðir mér að þú ætlaðir að segja mér frá hvernig þú hefðir læknað mig, hvernig skipið þitt gæti flogið og svo hvernig þú gast gert mig og þig ósýnilega.
Ég sagði þér áður að engir sjúkdómar þekktust á Lailja. Þar á hugsunarflutningur mestan þátt, það eru samskipti eins og við höfum átt saman, mennirnir hafa ekki enn lært að stjórna heila sínum og hugsunargangi og að nota hið mikla umfang mannsheilans sem er nánast ónotaður.
Ef þið gætuð virkjað heila ykkar þá gætuð þið virkjað hann til að gera ónæmiskerfi ykkar sterkara og fleira, útilokað alla sjúkdóma sem á ykkur herja og ekki hvað síst eigingirnina og drottnunartilburði sem allt of margir jarðarbúar eru gæddir.
Hvað varðar flughæfnina sem þið eigið langt í land með að uppgötva, þá byggist hún á stjórn á segulsviði, nánar mun ég ekki fara út í það.
Sama á við um ósýnileikann, þar er okkur fært að stjórna bylgjulengdinni sem umlykur okkur og farartækin. Svona svipað og þið færið á milli dagskrárliða á sjónvarpi með fjarstýringu, Þið þekkið nú þegar stórann hluta litrófsins, en eigið langt eftir til að geta skoðað það allt. Við getum með fjarskipunum heila okkar bæði stjórnað litrófinu sem við sjáum, sem og þeirri bylgjulengd sem við getum falið okkur fyrir ykkur mönnunum.
Svipað og okkar samskipti hafa farið fram, við sendum boð og tökum við þeim á sama hátt.
Ég hefði að sjálfsögðu getað farið mikið nánar út í sögu okkar og ykkar en ég fékk ákveðna tilvísun frá stjórnendum leiðangranna, svona til að koma til ykkar vitneskju í grófum dráttum, vísbendingu um þróunina.
Við viljum ekki blanda okkur frekar í þróun ykkar jarðbúa, við höfum nú þegar gert of mikið af því, sumt var til góðs, en því miður er alltof margt af því illa í okkar huga, sem er alfarið okkur að kenna, það er þeirra sem fyrst komu til jarðarinnar. Þannig byrjaði þetta allt saman.
Við vonum að ykkur farnist vel í framtíðinni og takist að ráða fram úr hinu neikvæða í fari ykkar mannanna. Til þess er mikil von, það byggjum við meðal annars á þeirri þróun sem þið íslendingar hafa farið í gegnum, þið eruð fyrir löngu, löngu hættir að drepa hvora aðra á skipulegan hátt eins og gert var fyrir hundruðum ára, ekki hefur öllum þjóðernum tekist það.
En þrátt fyrir það er enn til staðar það sem kalla má græðgi og tillitsleysi vegna þeirra sem minna mega sín. En þeim fjölgar sem eru jákvæðir gagnvart fólkinu i kring um sig.
Nú verð ég að kveðja þig vinur.........má ég kalla þig vin minn, þó svo að ég hverfi þér nú að eilífu, en að lokum hér er hlutur sem enginn vísindamaður á jörðinni getur efnagreint, né áttað sig á formi hans.
Þennan hlut gætirðu sýnt þegar þú kynnir skrif þín og látið vísindamönnum í hendur til rannsóknar og til að gera frásögn þína trúverðuga.?
Ég sté út úr hinu litla geimfari og við Óli kvöddust með handabandi. Samstundis og ég hafði stigið báðum fótum á jörðina, hvarf geimskipið mér sjónum.