Sigurjón Kjartansson, háseti, dælumaður´

Sigurjón Kjartansson, dælumaður / háseti.          

Eplið féll ekki langt frá eikinni, þegar þessi drengur fæddist og ólst upp. 

Sami öðlingurinn og foreldrar hans. Kjartan Bjarnason sparisjóðsstjóri og Helga Gísladóttir kona hans.

Ljúfur sem engill, sagði Guðmundur Ara einu sinni í mín eyru um hann. Hörku duglegur og félagslyndur.

Sigurjón var háseti um borð, en síðar dælumaður.

Hann flutti til Þýskalands og gerðist rafvirki. Þar var hann búsettur til dauðadags. 

Hann skrapp heim annað slagið til fjarðar síns, Siglufjarðar.

Góður vinur, vina sinna.

Sigurjón er látinn. Hann lést í Þýskalandi úr krabbameini 4. maí 2016.