Einn þeirra sem lét fara vel um sig í Tequilastól fyrir framan Hannes Boy í blíðunni í dag, var Siglfirðingurinn og trommuleikarinn Helgi Svavar Helgason. Hann kvaðst hafa séð fram á nokkra rólega daga fram eftir vikunni og þeim væri auðvitað best varið á heimaslóðum.
Helgi sem hefur verið ötull við að stuðla að tónleikahaldi á Siglufirði síðustu árin ásamt hinum ýmsu meðspilurum sínum á hverjum tíma, ætlar að mæta til leiks á Kaffi Rauðku með félögum sínum í Baggalút föstudagskvöld og Hjálmum laugardagskvöld kl. 23.00.
Þar sem sömu tónlistarmennirnir eru að hluta til aðstandendur beggja þessara vinsælu sveita, var auðvitað hagkvæmt að spila þar saman og efna til allsherja tónlistarhelgarveislu að sögn Helga.
Á laugardeginum er svo von á leynigesti, en af skiljanlegum ástæðum vildi hann ekkert fara nánar út í þá umræðu. Þá munu nokkrir blásarar einnig bætast í hóp þeirra Hjálma, þannig að það verður stærri útgáfan hljómsveitarinnar ef þannig mætti að orði komst, sem mun þá mæta til leiks.
Helgi sagði Rauðku vera mjög flottan stað til að spila á og af hreinni óskastærð fyrir tónleika. En fram undan væri svo spilamennska á landsbyggðinni, t.d. Akureyri, Húsavík og á Borgarfirði eystri. Seinni partinn í sumar og fram á haustið færu Hjálmarnir síðan í Evróputúr og þó sérstaklega um Skandínavíu.
Forsala aðgöngumiða á tónleika Hjálma og Baggalúts er nú í fullum gangi í Kaffi Rauðku.
Helgi Svavar Helgason, Áslaug Svava Helgadóttir, og Ólafía Helgadóttir
Texti: Leó Ólafsson. Myndir: GJS.
sksiglo.is 25. október 2006 Leó R Ólason
Helgi Svavar Helgason
tónlistarmaður
Vegna tónleika Hjálma hér á Siglufirði næsta föstudag langaði siglo.is að forvitnast svolítið um trommuleikarann Helga Svavar.
Helgi hefur spilað á ógrynni tónleika og inná hljómdiska síðan hann flaug úr æskuheimilinu en ræturnar er sterkar og nánast á hverju sumri hefur hann komið heim til að spila með hinum ýmsu hljómsveitum.
Hver ertu og hvaðan kemurðu?
Ég er Siglfirðingurinn Helgi Svavar Helgason, sonur Helga Magg og Guddu Björns, bróðir Ollu Helga og Magga Guddu. Úr raðhúsinu á milli Gumma Skarp og Bjarna málara.
Ertu giftur og áttu börn?
Já, eiginkonan mín heitir Elsa Kristín og við eigum tvær dætur, Ólafíu og Áslaugu.
Hve langur er tónlistarferillinn og hvert stefnir þú?
Ef skúrinn hjá pabba er talinn með þá hef ég verið að spila síðan ég var 6 ára, en ég hef haft atvinnu af því að leika á hljóðfæri mitt í rúm 13 ár.
Ég stefni á að halda áfram að spila, vanda val mitt á verkefnum og sinna hverju verkefni af fullum krafti.
Einnig að fylgja innri sannfæringu út í hið ýtrasta til að halda tónlistinni spennandi og ánægjulegri fyrir mig, því það er ekkert verra en að spila tónlist í fýlu og leiða... hahahahahahahah......
Hve langur er tónlistarferillinn og hvert stefnir þú
Telur þú að það sé líflegt tónlistarlíf hér á Siglufirði
Já ég held það, þó að ég hafi ekki búið hér lengi, virðist alltaf eitthvað vera í gangi þegar maður kemur heim. Einnig á Elías heiður skilinn fyrir starf sitt í gegnum tíðina á Siglufirði við að mennta unga tónlistar menn og halda tónlistarskóla Siglufjarðar gangandi.
Einnig má ekki gleyma öllum þeim mönnum sem hafa leikið í fjölda mörg ár tónlist á böllum og víða, fyrir Siglfirðinga, man ég þar helst eftir félögum í Harmonikkuhljómsveit Siglufjarðar, kórar, Stulla og hans mönnum, Tóta trúbador, Júlla trúbba og margir fleiri..
Einnig á fólkið sem heldur úti Þjóðlagahátíð mikið lof skilið.
Helgi Magnússon og Guðrún Björnsdóttir
Er það góð tilfinning að koma heim í fjörðinn fagra til að spila? Já, það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að spila í heimabæ.
Nú er frænkulistinn langur, áttu von á að þær mæti allar á tónleikana?
Já, ég ætlast til að þær mæti alla, annars fer ég í fýlu :D Ég var búinn að reyna þetta í nokkur skipti, en það gekk aldrei upp.
Svo frétti ég að við ættum vin á Siglufirði sem gæti aðstoðað okkur við að koma þessu á koppinn og þá gekk þetta loksins upp.
Loksins tónleikar með Hjálmum á Siglufirði af hverju?
Ég var búinn að reyna þetta í nokkur skipti, en það gekk aldrei upp. Svo frétti ég að við ættum vin á Siglufirði sem gæti aðstoðað okkur við að koma þessu á koppinn og þá gekk þetta loksins upp.
Eitthvað að lokum?
Allir að mæta, þetta verða ALVÖRU Hjálma tónleikar ásamt einu sýningu myndarinnar í Siglfirskum kvikmyndahúsum. Forsala aðgöngumiða er hafin hjá Gulla Stebba í Sparisjóðnum þannig að nú er um að gera að drífa sig og ná sér í miða.