Víglundur Jónsson ( Faðir Jóns Víglundar)
Víglundur Jónsson, Túngötu 24, á Siglufirði, f. 20. ágúst 1880.
Hann andaðist aðfaranótt þess 27. des. 1947, 67 ára að aldri.–
Víglundur heitinn var einn af beztu og traustustu meðlimum Verkamannafélagsins Þróttar og boðin og búin til að vinna þau störf, sem honum voru falin að inna af hendi í þágu stéttarsamtaka verkalýðsins. Hann var um nokkur ár húsvörður Alþýðuhússins og leysti það starf af hendi með hinni mestu prýði og samviskusemi.
Mörg önnur störf voru Víglundi falin af verkalýðshreyfingunni, meðal annars kosinn fulltrúi á ráðstefnur og þing verkalýðsins, enda naut hann mikils trausts félaga sinna. Víglundur var um mörg ár hringjari Siglufjarðarkirkju. —
Bókband stundaði hann um mörg ár, aðallega á vetrum og á sumrin vann Víglundur aðallega sem beykir.
Við fráfall Víglundar Jónssonar á verkalýðshreyfingin á Siglufirði á bak að sjá einum af sínum bestu mönnum. Við Þróttar-félagar á Siglufirði þökkum Víglundi hin ágætu störf hans í þágu siglfirzkrar verkalýðshreyfingar og það verður með söknuði í hjarta sem við kveðjum hann nú hinstu kveðju.
Víglundur heitinn var giftur hinni ágætustu konu, Maríu Jóhannsdóttir, er lifir mann sinn og á nú á bak að sjá hinum góða eiginmanni. — Þau hjón eignuðust 4 drengi og eru tveir þeirra á lífi og búsettir hér í bænum.
Allir, sem þekktu Víglund heitinn Jónsson munu minnast hans sem hins mesta drengskaparmanns og hins ágætasta félaga.
Gunnar Jóhannsson
Jón Víglundsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Mig vantar aðstoð -Upplýsingar. Ekkert annað virðist hafa verið skráð um Víglund Jónsson og ekki man ég eftir karlinum.
Aftur á móti þekktu allir hér áður son hans Jón Víglundsson, einnig á meðan hann bjó í sama húsi og faðir hans, og síðar í litlum skúr norðan við Gránugötu 24 á Siglufirði. Hann var duglegir til vinnu, en ekki alveg eins og fólk er flest.
Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 1963, þegar Jón Víglunds var að vinna við að velta síldartunnum á bílpall til útflutnings á síld til Finnlands frá Söltunarstöð Þóroddar Guðmundssonar. þar sem Jón mun hafa unnið um sumur síldaráranna. Og tryggur kommúnisti og skjólstæðingur Óskars Garibaldasonar, sem fylgdist með honum og fleiru honum tengt.
Ef einhver veit meira og vill segja frá þá er hér nægt pláss á vefnum
Er einhver sem á ljósmynd og eða þekkir eitthvað um Víglund Jónsson sem bjó við túngötu. Frásögn eða eitthvað sem tengist karlinum frekar ? Sendið þá vinsamlega, til mín: sk21@simnet.is
*********************************************************************
Til fróðleiks (ChatGPT), um annan mann með sama nafni:
Víglundur Jónsson (1910–1994) var útgerðarmaður sem starfaði á Siglufirði og síðar á Ólafsvík.
Hann var virkur þátttakandi í atvinnulífi og samfélagsmálum á þessum stöðum. Víglundur var einnig heiðursborgari Ólafsvíkurkaupstaðar og tengdist fyrirtækjum eins og Vík bílaleigu hf. og Víkingi. HeimaSlöð+5Tímarit+5skjalaskrar.skjalasafn.is+5
Ef einhver liggur á frekari upplýsingum um Víglund Jónsson, f. 1880, og son hans Jón Víglundsson, f. 28.12.1918, d. 25.7.1984, verkamaður, til dæmis um ævi þeirra, störf eða fjölskyldu, heimildir sem varpa frekara ljósi á líf og störf þeirra.
Viðbót: Jón Víglundsson var sakaður um að hafa kveikt í Túngötu 24 og stofnað þar lífi móður sinnar í hættu. Eftir það var hann „fluttur“ yfir í skúr sem var skráður sem Gránugata 14b, en ekki verður séð að neinn hafi búið þar áður samkvæmt manntali.
Ekki fór þó betur en svo að hann var einnig sakaður um að hafa kveikt í skúrnum einhvern tíma á áttunda áratugnum og var í framhaldinu færður yfir í Gránugötu 14, en þar hafði þá enginn búið í síðan Sigursveinn D. Kristinsson flutti þaðan og Verkalýðsfélagið Vaka sem hafði haft þar skrifstofur sínar hafði flutt þær að Suðurgötu 10. Ekki brann það þó, en var rifið eftir að Jón hafði verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést árið 1984. "Heimild:" lro