Ég SK ,fékk þetta blað, sem er hér fyrir neðan, sent frá höfundi.
Hluti endurminninga Þorgeirs Þorgeirssonar, sem gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og bjó hjá skólastjóranum Friðrik Hjartar og konu hans, við Hvanneyrarbraut 29
Veiki drengurinn sem hann nefnir, innan við gluggann var ég undirritaður.
Ég hafði hirt með leyfi pabba, ævagamla sýningarvél í geymslu í Nýja Bíó, vél sem var drifin með hand afli. (sveif snúið)
Ég hafði hreinsað vélina og gert gangfæra, vann við það heima, setti síða 200 w ljósaperu inn í stóran brjóstsykurdunk og kom honum fyrir við bak vélarinnar og sýndi svo bíómyndir á snjóskafl sunnan við húsið. Hver mynd stóð yfir í um 10-15 mínútur.
Ég var snemma mikill grúskari, sem pabbi var ánægður með, nema þegar ég tók í sundur sveinsstykkið hans sem var útvarpstæki, þá 8 eða 9 ára, þá var hann ekki ánægður í fyrstu, en fylgdist svo með mér er hann lét mig setja það saman aftur. (lampa og fleira)
Húsið sem hann segir "Norðan við okkur" er greinilega misminni hjá Þorgeir, þar sem húsið var nánast beint neðan við heimili hans, húsið sem áður var við Mjóstræti 1, neðan við Hvanneyrarbrautina ( tveggja hæða steinhús sem faðirinn minn lét byggja, þá 19 ára gamall, nú horfið fyrir löngu, þar fæddist ég í febrúar 1934)
Steingrímur.
Myndin hér neðar
Þrír af leikfélögum mínum, ég þarna sirka 11 ára, hinir eldri.