Jói eins og við kölluðum hann alltaf var góður vinur okkar. Við kynntumst þeim hjónum ung. Karlmennirnir hafa þekkst frá bernskudögum í Kópavogi en við konurnar fléttuðumst inn í þræði þeirra einsog spunnið var. Við unga fólkið giftum okkur sama árið, börn okkar eru á svipuðum aldri og jafnmörg. Samskipti hafa alla tíð verið góð. Ef eitthvað var um að vera þá hittust þessar fjölskyldur. Áhugamálin og umræðuefnin voru fjölbreytt, þó báru umræður um hesta þar höfuð yfir annað. Við keyptum hesthús saman í Gusti og þangað hafa mörg spor Jóa og Björgvins legið. Samvera þeirra með hestunum var þeim báðum dýrmæt. Þar voru hestaferðir ræddar, nýjar undirbúnar og farnar ferðir endurvaktar.
Á kveðjustund er efst i huga þakklæti fyrir að hafa kynnst góðum og traustum manni sem alltaf var reiðubúinn að taka þátt í þvísem var að gerast hverju sinni, öðrum til gleði og hjálpar.
Elsku Amalía og börn. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og fjölskylduna alla.
Minning um mætan mann lifir.
Kristín Garðarsdóttir
Björgvin Svavarsson