Dagblaðið Vísir - DV - 11. apríl 1992
Jóhann Hjalti Andrésson vélsmiður, Vetrarbraut 19, Siglufirði, verður sjötugur á morgun, 12. apríl 1992.
Starfsferill:
Jóhann Andrésson fæddist að Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði þann 12 apríl 1922 en ólst upp á Siglufirði.
Á æskuárunum frá átta ára til fjórtán ára aldurs var hann ýmist vikadrengur á sumrin í Skagafirðinum eða hann gekk að síldarsöltun með móður sinni.
Á unglingsárunum vann Jóhann ýmis störf sem til féllu á Siglufirði, vann á síldarsöltunarstöðvum, við síldarlosun, vann í mjölskemmum Síldarverksmiðju ríkisins og einnig talsvert á vegum Eimskips og Ríkisskipa.
Hann lauk unglingaprófi frá Barnaskóla Siglufjarðar 1936, gagnfræðaprófi 1939, prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1960 og prófi í vélvirkjun sama ár.
Jóhann hóf störf með iðnnámi 1941 á verkstæði föður síns sem rak vélsmiðju á Siglufirði.
Hann tók síðan við rekstri verkstæðisins við lát fóður síns 1959 og starfrækti verkstæðið til 1977 þar sem hann stundaði einkum rennismíði. Jóhann annaðist síðan gæslustörf í skipum Þormóðs ramma hf. á Siglufirði þegar skipin lágu í höfn og vann jöfnum höndum á hafnarvog Siglufjarðar í ígripum. Hann starfaði síðan áfram við hafnarvogina þar til hann lét af störfum á síðasta ári.
Jóhann Andrésson vélsmiður
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Foreldrar Jóhanns voru Andrés Þorsteinsson, f. 17.4.1890, d. 12.3. 1959, bóndi, verkamaður og síðan vélsmiður á Siglufirði á árunum 1931-59, og Halldóra Jónsdóttir, f. 22.2.1896, d. 13.3.1973, húsmóðir og verkakona.
Jóhann tók síðan við rekstri verkstæðisins við lát föður síns 1959 og starfrækti verkstæðið til 1977 þar sem hann stundaði einkum rennismíði.
Jóhann annaðist síðan gæslustörf í skipum Þormóðs ramma hf. á Siglufirði þegar skipin lágu í höfn og vann jöfnum höndum á hafnarvog Siglufjarðar í ígripum.
Hann starfaði síðan áfram við hafnarvogina þar til hann lét af störfum á síðasta ári, 1991.
Jóhann lést 5. apríl árið 1996 73ja ára.