Barði Barðason skipstjóri - Minning
Barði Barðason skipstjóri f. 19. febrúar 1904 d. 26. maí 1969
Í dag verður til grafar borinn einn af kunnustu skipstjórnarmönnum landsins. Barði Barðason frá Siglufirði. Hann var sonur hins kunna hákarlaveiði skipstjóra, Barða Barðasonar og konu hans, Ingibjargar Þorleifsdóttur frá Siglunesi.
Má því með sanni segja að honum hafi verið í blóð borin víkingaeðli og sjósóknarandi forfeðranna.
14 ára að aldri hóf hann landróðrasjómennsku á smábátum og gerðist 16 ára að aldri formaður.
Fiskimannapróf tók hann 1924 og farmannapróf 1927. Um 5 ára skeið var hann skipstjóri á vélskipinu VS. Alden", 10 ár skipstjóri á „VS Gunnvör" og 14 ár skipstjóri á tog og síldveiðiskipinu „Ingvari Guð jónssyni". Um hið sögufræga happaskip „Gunnvör" er það að segja, að sennilega hefur ekkert skip í íslenska sáldveiðiflotanum fært eins mikla björg í bú, miðað við upphaflegt kaupverð skipsins, eins og þessi litla happafleyta. Smíði vélskipsins „Ingvar Guðjónsson" var undir eftirliti Barða sjálfs, og hann sigldi skipinu til Íslands og inn á Siglufjarðarhöfn á afmælisdegi vinar síns, semi skipið var skýrt í höfuðið á. Smíði þessa skips markaði að ýmsu leyti þáttaskil í útgerðarsögu okkar Norðlendinga.
Barði Barðason skipstjóri
Ljósmynd Kristfinnur
Um margra ára skeið átti Barði heitinn samvinnu við vini sína, hina þjóðkunnu athafnamenn bræðurna Ingvar Guðjónsson heitinni og Gunnlaugur Guðjónsson — var samvinna þessi á sviði athafna og framkvæmda til sannrar fyrirmynda.
Hinn 14 .desember 1929 gekk Barði heitinn að eiga Helgu Þorsteinsdóttur, f. 10. júlí 1904, að Tröf í Álftafirði vestra, en hún lést þ. 28. apríl 1964.
Ingibjörg Þorleifsdóttir heitin var glæsileg dugnaðar- og fríðleikskona. Voru þau hjón . lengst af búsett hér á Siglufirði, en einnig í Stykkishólmi og Reykjavík, og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni og myndarbrag.
Tvær dætur eignuðust þau
Helga Barðadóttir og
Barði Barðason,
Sigurlaug Barðadóttir, gifta Valdimar Friðbjörnssyni, skipstjóra og verkstjóra í Reykjavík, og
Ingibjörg Barðadóttir, sem annast hefir hússtjórn fyrir föður sinn eftir lát Helgu, móður þeirra systkina.
Barði Barðason var í fremstu röð íslenskra skipstjórnarmanna aflakónga mikill, og má í því sambandi má benda á, að sumarið 1944 aflaðaði „Gunnvör" samtals 27 þúsund mál og tunnur síldar. Þá má ekki gleyma að minnast á aflabrögð „Ingvars Guðjónssonar", sem voru með ágætum, hvort heldur sem stunduð var síldveiði eða togveiðar.
Barði heitinn var glæsimenni hið mesta í allri framkomu. Hann var í orðsins fyllstu merkingu „þéttur á velli og þéttur í lund", og þegar hann var uppi á sitt besta, var hann rammur að afli — enginn veifiskati, hvorki andlega né líkamlega. Hann var hrókur alls fagnaðar í hópi fjöl skyldu og vina, ræðinn og skemmtilegur, enda hafði hann aflað sér víðtækrar þekkingar á mönnum og málefnum. Hann var strangur en réttlátur húsbóndi, strangastur var hann við sjálfan sig og kröfuharður — enda ávallt í fremstu víglínu eins og sæmir góðum herforingja.
Árið 1962, þá farin að þreytast á skipstjórnar störfum, tók hann að sér forstjórastarf við síldarleit á Siglufirði og Dalatanga fyrir íslenzka síldveiðiflotann. Munu allir sammála um það, að þar hafi verið að starfi maður, sem bjó yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði. Framkvæmdir hans allar voru í þessu sem öðrum störfum hans bornar uppi af réttsýni og þjónustulund, enda voru hjartfólgnustu áhugamál hans, blómlegt atvinnulíf íslensku þjóðarinnar til lands og sjávar. Ég, sem þetta rita, átti því láni að fagna, að vera háseti Barða Barðasonar frá 14 ára aldri fram yfir tvítugt. Ég flyt þér gamli húsbóndi og vinur, bróðurlega kveðju mína og þakkir fyrir allan þinn drengskap og þína handleiðslu, sem ég varð aðnjótandi á þeim árum, þegar ég bjó mig undur mitt ævistarf. Siglufirði, sjómannadaginn.
Axel Schiöth skipstjóri.
----------------------------------------------
ÞAÐ var sumarið 1942, sem ég sá hann fyrst. Hafði heyrt frægðarsögur af honum áður, því hann var einn af þeim stóru, þ. e. í hópi toppaflaimanna þeirra ára. Ég aðstoðarmaður á pressunum í verksmiðjunni á Hjalteyri, hann skipstjóri á aflaskipinu Gunnvöru. Ég þorði aldrei að kasta á hann kveðju þetta sumar, leit bara upp til hans, sá hann í mátulegri fjarlægð, dáði hann og var upp með mér af, að pabbi hafði sagt okkur skylda í fimmta lið. Á þessum árum voru aflamennirnir hetjur í augum okkar unglinganna. Þeir tóku við af fornköppunum, við vissum, að allt stóð og féll með þeim. Sextán ár liðu og ég á Akureyri í hálfgerðum sárum vegna persónulegs skipbrots. Það var sumar og mig vantaði eitthvað að gera.
Í slippinum heima stóð m.b. Ingvar Guðjónsson í skveringu fyrir sumar vertíðina. Með hálfum hug klöngraðist ég upp stigann, gekk á fund þessa gamla átrúnaðargoðs míns og frænda og spurði, hvort hann gæti tekið uppgjafa lögfræðing með sér á síldina. Brosið var hlýtt, augun ljómarðu þegar hann sagði: „Vertu velkominn frændi". Þannig hófst kynning okkar og hún entist til siðaðasta dags. Við hittumst oft sl. sumar þegar hann stóð á verðinum við senditækin að gefa síldarskipunum leiðbeiningar. Mér hlýnaði alltaf innan í mér, þegar rödd hans heyrðist í tækinu á Norðfirði, þar sem ég var að bjástra við síld til að hafa ofan af fyrir mér í skólaleyfum mínum.
Og alltaf þegar við hittumst var handtakið jafn innilegt og ljóminn í augunum sá sami. Hann var drengur góður og gat ekki leynt því. Ég ætla ekki að skrifa miklið hól. Það var ekki að skapi frænda míns, en ég þakka honum fyrir allt; skemmtilegt sumar, örvandi hvatningar, þolinmæði og lundgæzku og umfram allt fyrir það lítillæti að gleyma aldrei að taka í höndina á mér, þegar við hittumst á förnum vegi. Ég sendi eftirlifandi ættingjum samúðarkveðjur og kveð góðan vin og frænda með virðingu og þökk.
Björn Bjarmann.
-------------------------------------------------------------
Barði G S. Barðason, skipstjóri
Hann fæddist 19. febrúar 1904 á Siglufirði. Foreldrar hans voru merkishjónin Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Siglunesi og Barði Barðason, skipstjóri, þekktur hákarlaveiði formaður og afburða sjómaður.
Þau hjónin eignuðust alls 6 syni:
1. Skafta, sem dó 5 ára.
4. Barða, sem dó á fyrsta ári.
5. Barða Geirmund, skipstjóra.
6. Þórhall stýrimann, sem er á lífi og var stýrimaður hjá bróður sínum. Við fráfall Barða er horfinn af sjónarsviðinu einn af svipmestu og merkustu skipstjórum íslenska fiski bátaflotans. Barði hóf formennsku á árabát aðeins 14 ára gamall. Bar þá strax á hæfileikum hans til mannaforráða. Hann lauk minnaprófi árið 1924 og hóf þá þegar skipstjórn. Árið 1927 lauk hann farmannaprófi frá Stýrimannaskóla íslands með fyrstu einkunn. Hugur Barða stóð þá mest til siglinga á stærri skipum.
Hann hafði um skeið verið í siglingum með sæmdarskipstjóra, Rafni Sigurðssyni. Af náinni kynningu minni við Barða tel ég að hann hafi í mörgum tilfellum tekið sér Rafn til fyrirmyndar í öllu því er bezt mátti verða, þó fór það svo að Barði ílentist ekki á kaupskipum heldur varð eftirsóttur formaður á fiskiskipum. Hann var f ormaður:
Á Elínu frá Siglufirði árið 1927, Nonna frá Siglufirði 1928, Sæfara frá Norðfirði 1929— 1930, Öldunni frá Stykkishólmi 1931—1936, Bjarna frá Hafnarfirði 1937, Þorfinni 1938. Árið 1939 keypti hann tréskip með gufuvél í Englandi. Sigldi því til Noregs, þar sem sett var í skipið dieselvél. Skipið hlaut nafnið Gunnvör. Þótti mörgum farkosturinn ekki fýsilegur, er hann kom til landsins. En þetta fór á annan veg. Gunnvör reyndist hið mesta happaskip og svo aflasælt undir stjórn Barða, að hún var ávallt í toppnum.
--------------------------------------------------------------------------
Á annan í hvítasunnu, 26. maí sl., varð sá óvenjulegi atburður, að tveir þjóðkunnir skipstjórar, Barði Barðason og Jón B. Einarsson, urðu báðir bráðkvaddir sama daginn, Jón við skipstjórnarstörf sín á síldarleitar skipinu Árna Friðrikssyni, en Barði á Borgarspítalanum í Reykjavík, nokkru eftir uppskurð, sem ekki hafði verið talinn hættulegur. „Eigi má sköpum renna." Þessir tveir skipstjórar höfðu um áratugaskeið verið meðal þekktustu skipstjóra á fiskiskipaflotanum.
Báðir voru þeir svo að segja fæddir með árina í höndunum og höfðu sótt sjóinn frá blautu barnsbeini.
Barði var eldri og átti því lengri skipstjóraferil að baki. Hann var um langt árabil talinn meðal aflakónga á bátaflotanum, einkum á síldveiðum. Barði varð skipstjóri ungur að árum. Hann var lengi skipstjóri og meðeigandi í m.s. Gunnvöru á útgerð hins umsvifamikla útgerðarmanns Ingvars heitins Guðjónssonar, en til hans völdust margir afbrags skipstjórar auk Barða.
Meðal þeirra voru Eggert Kristjánsson á Birninum og Sæhrími, Björn Sigurðsson á Hrönn, Valdimar Bjarnason og Sighvatur Bjarnason á m.s. Minnie.
Skipstjóri var hann á m.s. Ingvari Guðjónssyni, sem var sameign hans og erfingja Ingvars. Barði Barðason tók við starfi síldarleitar skipstjóra af Kristófer heitnum Eggertssyni, sem gegnt hafði því starfi í sex ár allt til dauðadags haustið 1961.
Starf síldarleitarstjóra var upphaflega fólgið í því að stjórna síldarleit með flugvélum og fréttaþjónustu fyrir síldveiðiflotann, síldarsöltunarstöðvar og síldarverksmiðjur.
Jón B. Einarsson
ókunnur ljósmynadari
Þegar síldin dýpkaði á sér, varð fréttaþjónustan aðalatriðið. I sjö sumur gegndi Barði þessu starfi með ágætum og verður vandfyllt í skarð hans. f f f Jón B. Einarsson varð fyrst þjóðkunnur maður eftir að hann hafði tekið við skipstjórn á m.s. Fanneyju haustið 1948. Skipið hafði verið keypt til landsins árið 1945 á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálasjóðs. Var Ingvar heitinn Einarsson fyrsti skipstjóri á m.s. Fanneyju við góðan orðstír og hafði Jón verið stýrimaður hjá honum frá því í febrúar 1948. Fanney var smíðuð í Seattle á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og af annarri gerð en hér tíðkaðist, svo sem kunnugt er. Voru gerðar tilraunir með margskonar veiðarfærum á m.s. Fanneyju og hún árið 1959 útbúin fullkomnari asdic leitartæki en þá voru á íslenskum fiskiskipum.
Eftir það stundaði skipið að mestu síldarleit. Í þessum störfum og þeim, sem á eftir fóru, sýndi Jón B. Einarsson frábæran áhuga, lagni og dugnað. Þegar síldin hætti að mestu að vaða á yfirborði sjávar og síldarleit var stunduð nær eingöngu á leitarskipum, hófst náið og heilladrjúgt samstarf með Jóni og Jakobi Jakobssyni, fiskifræðing. Jón hafði eftirlit með smíði síldarleitar skipsins Árna Friðrikssonar, sein Jakob hafði manna mest beitt sér fyrir að smíðað yrði. Varð Jón fyrsti skipstjóri a því fleyi og um borð í skipinu varð hann bráðkvaddur við skyldustörf sín. Ég átti því láni að fagna að hafa kynni af þessum tveim skipstjórum um áratuga skeið. Átti ég náið samstarf við Jón skipstjóra á annan áratug og á áttunda ár með Barða. Ljúfari og skemmtilegri samstarfs menn er vart hægt að óska sér. Hjá þeim fór saman þekking, reynsla og óbilandi áhugi á starfinu. Að slíkum mönnumerniní1 eftirsjá, ekki síst þegar þeir skyndileg hverfa sjónum vorum langt um aldur fram.
Demantsbrúðkaup Einherji - 1946
Þann 13. þ. M (1946). áttu hjónin frú Ingibjörg Þorleifsdóttir og Barði Barðason fyrrverandi. skipstjóri
>>>>>>>>>>>>>>>>
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson >>>
Eru slíkir merkisdagar í lífi hjóna fátíðir, og munu ekki mörg hjónin hér í Siglufirði hafa lifað svo langan dag". Þessi sæmdarhjón þekkja flestir Siglfirðingar, að minnsta kosti þeir, sem eldri eru. Barði Barðason er einn hinna fáu siglfirzku hákarlaformanna, sem enn eru á lífi, og settu svip á bæinn, þegar hann var „upp á sitt hið bezta". Ekki svo að skilja, að Barði setur enn sinn svip á bæinn, þegar hann, silfurhærður, þráðbeinn í baki, en kominn á níræðisaldur, gengur eftir götum bæjarins.
Hver sem lítur þennan aldna mann heima eða heiman, sér, að þar er enginn meðalmaður á ferð, heldur maður, sem. er einn úr hópi þeirra, sem mestan hafa átt þáttinn í því að nútíð Íslands nýtur þess í dag sem raun er á. Frú Ingibjörg er nýlega orðinn áttræð. Þann dag var mannmargt á heimili þeirra og höfðu margir þar margt að þakka. Komu þá glöggt í ljós vinsældir þeirra hjóna. Frú Ingibjörg stóð að vísu aldrei við stýrið hjá bónda sínum á úfnum öldum hafsins — þegar hann var að sækja björg í bú fyrir sig og Siglfirðinga hér fyr á árum, en hún hefur engu að síður haldið um stýrið með honum á þeirra farsæla fleyi.
Að félagsmálum hér unnu þau aðallega í Goodtemplarareglunm og eru þau heiðursfélagar stúkunnar Framsókn. Hafa félagar þeirra í þeim félagsskap og sýnt, að þau eru ekki gleymd og virða brautryðjendastarf þeirra, minnug þess, að öll byrjun er erfið. Hið litla hús Demantsbrúðhjónanna við Lindargötu er gæfulegt og á sína sögu. Er ekki að efa, að á jafn merkum degi og Demantsbrúðkaupsdagurinn er, rifjast margt upp frá liðnum dögum, frá því að Siglufjörður var lítið þorp, og til þess sem hann er í dag — miðstöð síldveiðanna og síldariðnaðar. — Ég sendi brúðhjónunum beztu kveðju mína. Ég var einn þeirra, er bar að garði á heimili þeirra, er Barði var áttræður, og síðar er frúin var áttræð. Ég þakka þeim fyrir síðast og árna þeim velfarnaðar og guðsblessunar á ókomnum dögum.
Jón Kjartansson
**********************************************************
Siglfirðingur - 28. nóvember 1946
Demantsbrúðkaup Þann 13. nóv. 1886 fór fram hjónavígsla í gömlu kirkjunni á Hvanneyri og voru gefin þar saman ung og myndarleg brúðhjón, þau Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Siglunesi og Barði Barðason. Séra Skapti Jónsson, sem þá var prestur á Hvanneyri gaf brúðhjónin saman, og var þetta önnur hjónavígslan, sem framkvæmd var í prestakallinu það árið. íbúar í Hvanneyrarhreppi voru þá ekki fleiri en 319 sálir og fátt, sem til tíðinda bar. Hjónavígsla þótti þá ekki svo lítill viðburður í fásinninu, og það því fremur, þegar von var á góðri brúðkaupsveizlu, eins og í þetta sinn. Því að hjónavígslunni lokinni var nú haldin fjölmenn veizla heima á Hvanneyri og boðið þangað mörgum gestum, bæði úr firðinum og af Siglunesi, var þar gleðskapur mikill. Var veizlan haldin í gamla bænum á Hvanneyri og litlu timburhúsi, sem var áföst við bæinn, en með gangi á milli. I húsi þessu voru margar veizlur haldnar, meðan það stóð á Hvanneyri, en 1895 var það flutt niður á Eyrina, þó að erfiðlega gengi að koma því þangað, og varð síðan um margra ára skeið heimili þeirra Barða og Ingibjargar, og var jafnan nefnt Barðahús og stendur enn við Grundargötu.
Þessar minningar og margar fleiri rifjuðust upp, er þau Ingibjörg og Barði minntust 60 ára hjúskaparafmælis síns, þann 13. Nóvember 1946. Allan sinn aldur hafa þau dvalið hér í Siglufirði og fylgst með þeim stórkostlegu breytingum sem orðið hafa hér á þessum árum og verið vel metin og vinsæl of öllum. Barði var um langt skeið einn af dugmestu og heppnustu hákarla formönnum og sjósóknurum hér um slóðir og jafnan glaður og reifur og lipurmenni hið mesta. Áhuga hans á sjónum og sjómennskuhæfileika hafa synir hans erft í ríkum mæli, eins og kunnugt er. Frú Ingibjörg hefur jafnan hugsað um heimili sitt með prýði og staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Ef unga fólkið, nú á dögum vill kynnast hjúskapartryggð, sem þrautreynd er í löngum skóla, þá ætti það að kynnast demantsbrúðhjónunum í litla húsinu uppi á brekkunni. Siglfirðingar þakka þeim Ingibjörgu og Barða fyrir hina miklu tryggð við átthaga sína og mikið og gott starf, sem þau hafa unnið hér á liðnum árum. Og allir vinir þeirra óska þeim til hamingju með þessi sjaldgæfu en merku tímamót í lífi þeirra og biðja þess að bjart verði yfir ævikvöldi þeirra, og blessun Guðs megi hvíla yfir heimili þeirra og framtíð.
Ó. J. Þ.