Kristján Sæby f. 16. sept. 1888 — d. 19. mars 1968.
Kristján Sæby. Það mun hafa verið kringum 1880 að hingað til Siglufjarðar kom Andreas Christian Sæby, beykir, frá Danmörku. Var þetta harðduglegur og að mörgu leyti sérkennilegur maður.
Hann festi hér ráð sitt og gekk að eiga Kristínu Stefánsdóttir frá Efri—Skútu en ættaðri frá Fljótum í Skagafirði.
Þau hjón eignuðust 8 börn og frá þeim er kominn mikill ættbálkur og stór, — er það allt hið mesta dugnaðar — og myndarfólk.
Af þessum 8 systkinum munu nú vera 4 á lífi, þau
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 - Mining:
Andrea, Pálína Sæby
Jóhanndína Sæby og
Rudolf Sæby
en 4 eru látin —
Ágúst Sæby,
Kristján Sæby,
Björg Sæby og
Vilhelm Sæby.
Í æsku og fram eftir aldri stundaði Kristján sjómennsku og algeng verkamannastörf, — en fyrst og fremst lagði hann fyrir sig (svo sem og bræður hans) iðnn föður síns og var eftirsóttur díxilmaður vegna dugnaðar og vandvirkni.
Í mörg ár stundaði hann hákarlaveiðar og fiskiróðra á báti föður síns „Brödrene" og eru nú fáir eftir hér á Siglufirði af þeim „gömlu víkingum" sem stunduðu hákarlaveiðar í „gamla daga". Ef einhversstaðar er til gamall manndrápsbolli, sem fyrir tugum ára stunduðu hákarlaveiðar þá er það öruggt, að í dag fæst enginn til að stunda sjósókn á þeim fleytum.
Hér hefir í stuttu máli verið minnst þeirra heiðurshjóna, Rósu Þorsteinsdóttir, Antons Jóhannssonar svo og Kristjáns Sæby.
Öll voru þau í blóma lífsins þegar allskonar þrengingar, fátækt og fáfræði steðjuðu að íslenskum þjóðinni. Þetta var í kringum aldamótin síðustu þegar hópur manns sá enga aðra leið út úr ógöngunum en að flýja land. Svo margt hefir breyst á langri æfi þeirra, en með fullu sanni má slá því föstu, að þau hafa séð tímanna tvenna.
Þau minntust oft þessara þrengingaára en kunnu einnig að meta þær framfarir, sem orðið hafa á síðustu áratugum og okkur hinum er það ljóst, að það er fyrst og fremst slíku fólki að þakka, fórnfúsu starfi þeirra, að mikið hefir áunnist á þessu tíma bili. Á unglingsárum höfðu þau tamið sér iðjusemi og ráðdeild sem aldrei brast.
Í samfélagi við okkur Siglfirðinga sýndu þau okkur þroskaða þjónustulund, sem var til fyrirmyndar og sem við njótum góðs af. Þess vegna kveðjum við Siglfirðingar þau öll — með söknuði í huga. Séra Ingþór Indriðason frá Ólafsfirði jarðsöng þau hjón, Rósu Þorsteinsdóttir og Anton Jóhannsson svo og Kristján Sæby. Við Siglfirðingar þökkum honum og sjómönnunum sem fluttu hann hingað í hjáverkum við skyldustörf á sjónum.
Aage Schiöth
Viðbótar fróðleikur:
Þann 19. Apríl 1968, fór fram óvenjuleg kveðjuathöfn í Siglufjarðarkirkju. þá voru til moldar bornir tveir háaldraðir Siglfirðingar úr sjómanna- og verkamannastétt.
Létust þeir báðir á sama degi og gegndu skyldustörfum sínum, að kalla má, alveg fram í andlátið.
Þessir öldnu dugnaðarmenn voru þeir Anton Jóhannsson og Kristján Sæby.
Voru þeir báðir um áttrætt þegar þeir féllu niður og komust ekki til meðvitundar aftur.
Rúmum mánuði áður lést eiginkona Antons Jóhannssonar, Rósa Þorsteinsdóttir, eftir langvarandi sjúkdómslegu á sjúkrahúsinu.