Vinnan um borð + Vistaverur um borð+ Áhugamálin um borð + Fyrsta siglingin + Síldarmiðin og + Saltað um borð + Hafísinn 1968 + Haförninn;upplýsingar + Í Austur þýskalandi + Formalin slys + Splæsing og anker + Ofsaveður + Hrævareldar í Belgíu + Óvænt kokkur + Skoðunarmenn + Kerosene-farmur + Skrítinn heimur + Vélarbilun á á leið til London + Vitavörðurinn heimsóttur + Ýmis minnisbrot + Var síldin ofveidd ? + Glefsur úr dagbók + Sigurður Þorsteinsson skipstjóri + Guðmundur Arason, stýrimaður, skipstjóri + Pálmi Pálsson, 2. stýrimaður + Jón Garðarsson 3. Stýrimaður + Bergsteinn Gíslason, loftskeytamaður + Ægir Björnsson, bátsmaður + Sigurður Jónsson háseti / bátsmaður + Sigurjón Kjartansson, háseti, dælumaður + Valdimar Kristjánsson + Sverrir Torfason, bryti + Snorri Jónsson, rafvirki
SPLÆSING og akker
Ekki hafði ég kunnað að splæsa víra eða fléttaðar landfestingar áður en ég kom um borð og var aldrei beðinn um slíkt.
Ég kunni þó vel að splæsa venjulegt kaðla
Splæsing: Um borð voru algjörir snillingar til þeirra verka.
Ægir Björns var mjög öruggur og vandvirkur, ekki var Sigurður Jónsson slakari, þá Stefán Árnason og Guðmundur Björnsson (Bósi)
Með öllum þessum mönnum lenti ég oft með til að aðstoða, og fékk í leiðinni góð tækifæri til að læra listina.
Þó splæsti ég aldrei víra sjálfur, en þessi þekking á handbrögðum meistaranna, komu sér vel er ég nokkrum árum síðar gerðist timburmaður um borð í Hvalvík.
Þegar undirbúningur vegna síldarflutningana ár hvert, þá voru þessir áðurnefndu ávalt við þau verk, að lagfæra og endurbæta fríholtin sem notuð voru á milli skipa við lestun á hafi úti.
Þessi fríholt voru vörubíladekk sem vírar voru þræddir í gegn og mikið um splæs og fleira. Þetta var mikið puð, raunar þrælavinna.
Akkersfestar og fleira
Eitt af hefðbundnum verkum þegar farið var úr höfn á milli landa, var að "steypa í glussin" sem kallað var.
Oftast voru það bátsmaðurinn og timburmaður sem unn þau verk. Blandað var saman sementi, vatni og sóda, troðið síðan annað tveggja pappír og eða pokadruslum meðfram akkerisfestunum og steypu blöndunni síðan helt niður í glussið.
Sódinn kom í veg fyrir að steypan harðnaði um of, og brotnaði því auðveldlega þegar anker var látið falla, en þetta var gert til að koma í veg fyrir, sjór frussaði þar upp með og niður í keðjukassann, þar sem 9 liða akkerisfestar voru geymdir áfastir skipinu í annan endann og sjálfu ankerinu í hinn.
Þegar ég nefndi ankersfestarnar, kom upp í huga mér atvik sem átti sér stað í norðarlega á Norðursjó.
Við vorum á heimleið í nokkuð slæmu veðri. Skipið var á fullri ferð á móti kröppum öldugangi og viðeigandi stampi og höggum er stefni skipsins skall í næstu öldu.
Þá allt í einu féll annað akkerið og níu liðir sukku í sjóinn með viðeigandi látum og eldglæringum, þar sem keðjan féll óhindrað frá borði og stoppaði svo er á enda var komið, en akkersfestin var föst í botni akkerskassans.
Ekki náði þó akkerið botni á þessu svæði. Skipið var stoppað, og bátsmaður og háseti sendir fram á bakka til að finna út ástæðuna fyrir þessu óhappi, nokkuð sem ekki átti að geta skeð. Skipið lá flatt undan öldu og vindi, og valt gríðarlega, þrátt fyrir að vera fulllestað af olíu.
En það voru vanir menn sem sendir voru fram á. Þar kom í ljós að öryggisklemma sem halda átti ankerinu, hafði brotnað. Bremsa sem undir venjulegum kringumstæðum átti einnig að halda, gerði það ekki að þessu sinni og vegna hraða keðjunnar í fallinu brunnu bremsu borðarnir nánast upp.
Akkerisspilið var gufuknúið, en þegar á reyndi var það ekki nógu öflugt, vegna slits á þéttingum sagði vélstjórinn sem kallaður var til.
Eftir ítrekaðar og árangurslausar tilraunir höfðu verið gerðar til að hífa akkeriskeðjuna og ankerið upp, komu fyrirmæli frá skipstjóra um að logskera akkeriskeðjuna í sundur og láta það endanlega falla.
Ekki tókst viðkomandi vélstjóra að finna réttu stillinguna á logskurðartækjunum, sem nægðu til að skera sundur hart stálið í keðjuhlekk.
Ég var á vakt uppi í brú, og skipstjórinn vissi að ég var vanur slíkum logskurði, hann var orðinn óþolinmóður og sendi mig fram á bakka til að ljúka verkinu, frekar en að ræsa annan vélstjóra til verksins.
Vélstjórinn áðurnefndi hafði gefist upp og slökkt á tækjunum, sagði efnið í hlekkjunum vera svo hart, að ekki væri hægt að logskera þá.
Áður en ég fór upp á bakkann, skoðaði ég stillingu á súr og gasmælum við flöskurnar sem voru inn undir bakkanum. Ég sá strax að ekki var samræmi á milli flæðis og þrýstings og bætti þar um.
Síðan eftir að komið var upp á bakkann, fór ég eins framarlega og slöngurnar leyfðu, kveikti á tækjunum, stillti logann og skar hlekk í sundur innan tveggja mínútna. Frá þeim stað sem hlekkurinn var skorinn, að ankeris glussinu var rúmur metir, og slöngvaðist stubburinn harkalega fram á við með skelli, og hvarf svo í djúpið.
Mikill hliðarveltingur var á meðan á þessu öllu stóð, var mér haldið rækilega föstum af bátsmanni og háseta á meðan ég hélt á logskurðartækjunum.
Eftir að samband hafði verið haft við útgerðina, var haldið til Bergen í Noregi, þar sem nýtt anker og keðja var sett um borð og að auki gert við spilið.
Til fróðleiks: Akkeriskeðja, dæmi: 9 liðir = 9×15 faðmar = 135 faðmar = 9× 90 fet = 810 fet = 9×27,43m = 246,8 metrar.