Jón Sæmundsson fæddist í Hlíðarhúsi á Siglufirði 3. júní 1923.
Hann lést á líknadeild Landsspítalans í Kópavogi 17. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sæmundur Stefánsson frá Miðskógum í Fljótum, f. 22.1. 1893, d. 8.2. 1962 og kona hans Lovísa Sigríður Stefánsdóttir frá Hlíðarhúsi á Siglufirði, f. 4.8.1892, d. 1948.
Þau bjuggu allan sinn búskap á Siglufirði.
Systur Jóns eru
1) Polly Sæmundsdóttir, f. 5.11. 1917,
maki Guðjón Kristinsson, f. 28.7. 1920, d. 17.4. 1998, og
2) Hekla Sæmundsdóttir, f. 25.5. 1919, d. 4.1. 1986,
maki Haraldur Egilsson, f. 15.6. 1921, d. 18.4. 2003.
Jón Sæmundsson giftist 8.12. 1962
Margrét Kristjóna Sigurpálsdóttir frá Steindyrum í Svarfaðardal, f. 5.2. 1925.
Jón Sæmundsson sjómaður
Ljósmyndari ókunnur
Saman eignuðust þau eina dóttur,
Ingibjörg Lovísa Sæunn Jónsdóttir, f. 4.11. 1966, en
fyrir átti Margrét fimm börn sem Jón gekk í föðurstað, þau eru:
Jón Veigar Jónsson,
maki Ragnhildi Þórðardóttur, þau eiga þrjú börn;
Jóhanna María, gift Sigursteini Karlsyni, þau eiga tvo drengi;
Linda Valgerður, gift Guðmundi Helgasyni, þau eiga fjögur börn;
Auður Rós, látin, lætur eftir sig einn son; Sigurbjörg Katrín, látin.
Langafabörn Jóns eru 10.
Jón ólst upp á Siglufirði og byrjaði snemma að vinna eins og tíðkaðist í þá daga. Hann fór í Iðnskólann á Siglufirði og lauk þaðan prófi.
Hann var með matsveinaréttindi og sérstök brytaréttindi.
Jón stundaði sjómennsku á bátum, togurum og millilandaskipum, bæði sem matsveinn og síðari árin sem bryti á Fossunum, skipum Eimskipafélagsins, allt þar til að hann hætti störfum vegna aldurs.
Jón var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsráðs Reykjavíkur 4.6. 2000, á sjómannadaginn.
Jón Sæmundsson 27 maí 1922 Jón var lengst af til sjós, vélstjóri eða skipstjóri, ýmist á eigin skipum eða annarra, í Grímsey, á Siglufirði og í Keflavík.
Dáinn 30 ágú. 2009 - 87 ára -- Hólmbergskirkjugarði, Keflavík, Íslandi. -- Heimild: https://legstadaleit.com/