Hafliði Sigurðsson fæddist á Siglufirði 24. júní 1932.
Hann lést 22. september 2000.
Foreldrar hans voru
Guðrún Hafliðadóttir og
Sigurður Einarsson sem bæði eru látin.
Fósturfaðir Hafliða var
Ásgeir Gunnarsson.
Systkini Hafliða eru:
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir,
Ásdís Björg Ásgeirsdóttir,
Gunnar Hilmar Ásgeirsson,
Guðbjörg Margrét Ásgeirsdóttir,
Pétur Ásgeirsson,
Jón Ásgeir Ásgeirsson.
Hafliði Sigurðsson Ljósmynd: Kristfinnur
18. nóvember 1955 kvæntist Hafliði eftirlifandi konu sinni,
Jóhanna Vernharðsdóttir, og bjuggu þau lengst af á Laugarvegi 1, Siglufirði.
Börn Hafliða og Jóhönnu eru:
1) Fanney Hafliðadóttir, f. 18. nóvember 1953, búsett á Siglufirði,
maki Sturlaugur Kristjánsson.
Börn þeirra: Jóhanna Sturlaugsdóttir,
maki Jón Ásmundsson, búsett í Keflavík,
þau eiga tvö börn,
Arnar
Söndru,
áður átti Jón
Sigurð, og
Jóhanna
Sturlaug Fannar
Kristján,
sambýliskona hans er
Hugborg Inga Harðardóttir, búsett á Siglufirði.
Börn þeirra eru:
Haukur Orri Kristjánsson,
Hörður Ingi
Sigurlaug Lára .
Þrúður,
maki Sigurður Þorleifsson, búsett í Noregi.
Börn þeirra eru:
Brynjar Þór,
Þorleifuur Gestur,
Roy Magnús
Geir Fredrik
2) Vernharður Hafliðason, f. júní 1956, búsettur á Siglufirði,
kona hans er Hulda Kobbelt,
þau eiga tvo syni,
Víðir
Fannar.
3) Hafliði Hafliðason, búsettur í Reykjavík,
maki Helga Magnea Harðardóttir,
börn þeirra eru:
Hafliði,
Sigríður Sóley
Þórður
Harpa Rut.
Hafliði Sigurðsson stundaði sjómennsku á togurum á sínum yngri árum, en hóf störf hjá Siglufjarðarkaupstað og starfaði þar í um 40 ár á ýmsum vinnuvélum, tækjum og bílum.
Útför Hafliða fór fram frá Siglufjarðarkirkju.
Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að og árin sem þú varst hjá okkur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar, og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unað þér. (úr Spámanninum.)
-----------------
Elsku pabbi.
Það er sárt og erfitt fyrir okkur að skilja að þú sért farinn og að skilja að þessi erfiði sjúkdómur skyldi leggja þig að velli því þú varst einn af þeim sem aldrei fannst til og barst tilfinningar þínar í hljóði og kvartaðir aldrei.
Aðaláhugamálið þitt var vinnan á gröfunni, vörubílum, jarðýtum og hjólaskóflum, svona mætti lengi telja. En sama hvert tækið var öll störfin voru unnin af áræði, dugnaði og snyrtimennsku.
Þegar pabbi var ungur var hann mikið á skíðum og var skíðastökkið hans aðaláhugamál. Alla tíð hafði hann mikinn áhuga á íþróttum, einkum knattspyrnu og var mikill stuðningsmaður KS og mætti á alla þeirra heimaleiki ef hann mögulega gat og þrátt fyrir sín veikindi mætti hann á alla leikina þeirra í sumar.
Elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín úr fjölskylduboðunum en þú verður alltaf hjá okkur í huganum.
Elsku mamma,Venni, Halli, og fjölskyldur ykkar, systkini og aðrir vandamenn, Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar samúð, guð geymi ykkur öll.
Fanney Hafliða.