Jóhann Guðjónsson byggingarfulltrúi látinn
Jóhann Guðjónsson, frá Sauðárkróki, lést 30. nóvember 1984,
67 ára að aldri.
Jóhann var fæddur á Nýlendi i Hofshreppi 17. nóvember 1917, foreldrar hans voru
Guðjón Jóhannsson bóndi þar og Ingibjörg Sveinsdóttir.
Jóhann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og Iðnskólann á Siglufirði en þar var hann kennari 1942-48.
Árið 1949 fluttist hann til Sauðárkróks og gerðist kennari við Iðnskólann og skólastjóri 1963-79.
Jóhann var múrarameistari að iðn og hann var formaður prófnefndar múrara frá 1952.
í stjórn Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks var hann 1950-81.
Hann var iðnfulltrúi Norðurlands vestra frá 1967 og byggingarfulltrúi á Sauðárkróki frá 1965.
Jóhann verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju n.k. laugardag.
Feykir vottar aðstandendum Jóhanns dýpstu samúð.
Ljósmynd: Krsitfinnur Guðjónsson