Sigfúsína Stefánsdóttir f. 16.6. 1921, d. 4.maí 2021
Foreldrar hennar voru Soffía Jónsdóttir, f. á Máná 24.7. 1892, d. í Siglufirði 26.6. 1986, og Stefán Jónsson, f. í Nesi í Flókadal 3.8. 1885, d. í Siglufirði 21.5. 1965.
Börn þeirra eru;
1) Jón Guðni Stefánsson, f. 27.8. 1914, d. 2.2. 1941,
2) Sigfús Stefánsson, f. 5.7. 1916, d. 26.11. 1920,
3) Sigfúsína Stefánsdóttir (Sína), f. 16.6. 1891, d. 4.maí 2021
4) Þormóður Stefánsson, fæddist á Siglufirði þann 9. ágúst 1927 - d. 27. júní 2002 -
Hann kvæntist 1. júní 1952 Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, f. 1.11. 1926.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson, f. á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu 19.5. 1889, d. á Ísafirði 3.2.1970, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. á Ísafirði 5.4. 1935.
"Sigfús Stefánsson"
Fjórir ættliðir, Þóra Sóley, Arna Rut, Sína og Gunnlaugur komu saman á 99 ára afmæli Sínu.
Sigfúsína Stefánsdóttir (2010)
Ljósmynd: Björn Valdimarsson
Sigfúsína Stefánsdóttir Túngötu 20 Siglufirði
Hennar er getið sem 75 ára afmælisbarns í Dagblaðið Vísir - DV - 15. júní 1996 og væntanleg fædd samkvæmt því; árið 1921
Einnig er hún varð 80 ára Dagblaðið Vísir - DV - 16. júní 2001
Og þegar hún var 95 ára Morgunblaðið - 16. júní 2016 (Heimilisfang þar er þó ekki tiltekið)
ELSTI SIGLFIRSKI SIGLFIRÐINGURINN -
Sigfúsína Stefánsdóttir á Siglufirði varð 99 ára í gær, 16. júní. 2020. Enda þótt sex íbúar á Siglufirði hafi í gegnum tíðina náð 100 ára aldri þá var enginn þeirra fæddur á Siglufirði.
Sigfúsína er innfædd, hefur átt heima í bænum alla tíð, lengst við Túngötu 20, og er elst þeirra sem eru á lífi og eru fæddir á Siglufirði. Móðir hennar var frá Siglufirði en faðir hennar úr Skagafirði.
Í gær komu synirnir tveir og aðrir úr fjölskyldu Sigfúsínu í heimsókn. Þá tók Björn Valdimarsson meðfylgjandi mynd af afmælisbarninu.
Sigfúsína Stefánsdóttir fæddist 16. júní 1921 á Siglufirði og hefur búið þar alla tíð.
Sigfúsína var elsti innfæddi Siglfirðingurinn árið 2019 og var árið 2019 fjórða elsta kona á Íslandi.