Pálsmenn: Starfsmenn Páls Jónssonar byggingameistara SR + rafvirki og aðstoðarmatsveinn, stúlkan
Aftasta röð: Björgvin Jónsson- Helgi Hallsson - Einar Björnsson - Baldvin Jóhannsson - Stefnir Guðlaugsson - Geir Guðbrandsson
Miðröð: Marteinn Jóhannesson - Þorkell Benonýsson - Gestur Frímannsson - Ásgeir Björnsson -Geir Sigurjónsson - Haukur Kristjánsson - Júlíus Gunnlaugsson - Björn Þór Haraldsson - Óskar Garðarsson - Steingrímur Kristinsson.
Fremsta röð: Jónas Guðmundsson - Jón Rögnvaldsson - Binna Seyðisfirði - Páll G Jónsson - Viðar Magnússon.
Tekið á Seyðisfirði - Vinna við bryggjusmíði og fleira í febrúar og marsmánuði árið 1964 (Seyðisfirði -Ljósmynd: Steingrímur)
Minningar mínar um menn og konur.
Vinnufélagar mínir hjá SR
Gamlir vinir mínir, kunningjar og aðrar áberandi persónur.
Þessi síða er enn í vinnslu-október 2025 --
Með vinsemd: þar sem nöfn munu vanta og eða eitthvað rangt, þá vinsamlega sendið mér ábendingu, annað hvort í pósti sk21@simnet.is - eða á Messinger
Steingrímur Kristinsson.
Ljósmynd Guðný Ág.
Hallur Garibaldason, gamall vinnufélagi minn og vinur hjá SR. einn af þeim elstu hjá SR
Hallur var einstök persóna, strang heiðarlegur o g mátti ekkert illt sjá eða heyra. Oft kom fyrir, þó svo við sjaldan ynnum við hlið við hlið á vegum SR, en oft fékk ég tækifæri til að spjalla við hann um menn og málefni frá fyrri tíma, fólk og atburði sem ég hafði heyrt talað um áður en ég hóf minn starfsferil hjá SR, þá 16 ára.
Hann var góður sögumaður og vinur allra. Sögurnar sem hann sagði mér þegar ég spurði, voru í mörgum tilfellum ekki alveg samhljóma þeim sem ég hafði áður heyrt um eða lesið, en þar sem hann var sannfærandi, og ég trúði honum betur en þeim sögum sem ég hafði ýmist heyr á götubylgjunni, og eða í heima blöðunum, Mjölni, Einherja, Neista og Siglfirðingi.
Pólitísk blöð sem komu vikulega út, nokkuð reglulega.
Hallur var flokksbundinn sósíalisti, en ég hafði sterkan grun um að hann treysti samvisku sinni betur en flokks línunni, Þó svo að um beina pólitík vildi hann alls ekki ræða, allra síst við mig sem þá var yfirlýstur sjálfstæðismaður, sem allir á SR lóðinni vissu.
Sumir höfðu meir að segja orð á því hvað ég sæi svona áhugavert við kommúnistann. Ég svaraði jafnan eitthvað á þá leið, að hann væri vinur minn, en ekki flokksbróðir.
Stundum var Stefán Friðleifsson (faðir Friðleifs og Hjálmars) Sem einnig hafði mikinn fróðleik um fyrri tíma, menn og atburði og þeir félagar Hallur, voru nást ávalt sammála, er þeir ræddu saman um það sem ég hafði spurt um, og hlustaði á með áhuga.
Ekki fært til bókar þá, eins gagnasafnari, en var skrifað í dagbók mína er heim var komið.
Stefán var ljúfur maður og hjálpsamur og stundaði sína vinnu af samviskusemi.
Ekki komst ég þó inn á skel hans, um það vildi hann helst ekki tala
Einnig hafði Stóri Toni, Anton Jóhannsson frá mörgu að segja.
Stefán Friðleifsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóel Hjálmarsson lagerstjóri.
Fyrsti verkstjóri minn hjá SR, er ég var 16 ára og lenti hjá honum á hans yfirráðasvæði Lager SR.
Þetta var fín og góður verkstjóri.
Ekki get ég í raun sagt að við hafi verið beint vinir í bókstaflegri merkingu, en hann var jú yfirmaður minn, en hann var ávalt ljúfur við mig og vinsamlegur, þann tíma sem ég vann hjá honum.
Mitt fyrsta verk var að telja, (vörutalning) málm smíðaefni á stangalagernum sem þá var utandyra á S.R. lóðinni staðsettur á milli skrifstofubyggingarinnar og mjölhúss SRN. (síðar Frystihús S.R.og enn síðar ruslageymsla Þormóðs ramma hf.)
<<< Jóel Hjálmarsson, ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Guðmundur Sigurðsson verkstjóri,
frá Þrasastöðum í Fljótim.
Hjá Guðmundi vann ég í um 8 ár á mjölpalli, SR Mölhúsi SR46,
það er frá vori til hausts, en stopul vinna yfir vetratímann.
Guðmundur var góður verkstjóri, og gerði mig nánast strax að flokkstjóra á annarri vaktinni, en Fridrik Friðriksson í Bakka var flokkstjóri á hinni vaktini. Guðmundur var fínn karl. Ég hafði áður þekkt hann frá því að ég var 6 ára gutti, en þá tók hann við af móður minni við að kenna mér að lesa, og ekki hvað síst að að læra að tala, þó það hljómi unarlega, en ég var sem krakki mjög ->blæstur í máli<- og þegar ég byrjaði í barnaskóla 7 ára, þá orðinn fluglæs (í hljóði) en var flokkaður sem "vanþroska" af því að ég gat ekki lesið A4 örk með texta á innan við 1 mínútu.
Auk þess var lesblindur (og er enn nú 90 ára)
Ég var settur í B bekk. Og varð vegna þess alls, fyrir miklu einelti af eldri krökkum í skólanum, sem ekki höfðu kynnst mér fyrr, en það er önnur saga.
<----Guðmundur Sigurðsson - Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson
Jóhann Antonsson og Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd "Steingrímur Kristinsson"
Einnig hafði Stóri Toni, Anton Jóhannsson frá mörgu að segja.
Hann var ávalt fannst mér, brosandi og kátur af eðlisfari, þó svo hann væri, frekar þögull hvað hans feril varðaði.
Hann var dugnaðar og vinnusamur forkur og vel líkamlega hraustur
Hér sit ég hjá kempunni og bað einn af vinnufélögum mínum taka þess ljósmynd á myndavél mína af okkur saman
(man ekki með vissu hver það var, en myndin er tekin á mína myndavél)
Eggert Theódórsson lagerstjóri.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Og Eggert Theodórsson lagerstjóri SR,
Hann var alla tíð góður vinur minn og upplýsingamiðlari, hann var mikil fróðleiksnáma, enda einn af mörgum sem má telja að hafi verið meðal fyrstu starfsmanna SR, þá SR30.
Það er öruggt að allir Siglfirðingar og fleiri, frá seinnihluta síðustu aldar vissu hver þessi vinnsæli maður, Eggert var, ekki aðeins sem vinnufélagi, heldur voru þeir fáir sem ekki kunnu einhverjar sögur af karlinum.
Hann var hrekkjóttur vel og tókst oft vel við hrekki sína, og naut þar aðstoðar margra af sama hrekkja sauðarhúsi.
Margar sögur fóru víða af hrekkjum hans.
En hann var einnig oft hrekktur, og þoldir eftir á með bros á vör, nema einn hrekkur sem hann missti vald á ró sinni, og kærði til lögreglu.
Það var hið "heimsfræga" Kattamál sem fór víða í misjöfnum útgáfum.
Þar á ég við -<KATTAFÁRIÐ>- Þar sem nánast allir lágu undir grun um verknaðinn, nema gerendurnir.
Einum þó sérstaklega grunaður, enda kærður (munnlega við yfirlögregluna) sem kom á vettvang. Málið var upplýst endanleg nokkrum dögum fyrir 75 ár afmæli Eggert, er ég SK átti við hann viðtal vegna væntanlegs viðtal, upplýsinga fyrir ritstjóa Morgunblaðsins.
þá fyrst fékk Eggert að heyra söguna og allt henni tilheyrði, þegar viðtalinu var lokið og Elsa kona hans kom og færði okkur kaffi.
Ég sagði honum söguna um hvernig þessi hrekkur byrjaði, allt frá hugmyndinni, skipulagningu, undirbúningi og því sem á eftir kom.
Eggert hlustaði nánast sviplaust og án þess að grípa fram í fyrir mér, ég meir að segja var að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki átt að leysa frá skjóðunni. En þegar ég hafði loki frásögninni, brosti hann blítt, rétti fram hönd sína og sagði:
„Ég vissi alltaf að það varst þú“
Nánar sagt frá þessum samskiptum, neðarlega á síðunni, tenglinum hér ofar um Kattafárið >Meira um Eggert<
Þeir voru fleiri sem ég spurði um lífið á "Lóðinni,"1) Flestir voru jákvæðir og gáfu sér tíma til að svara mér mis ítarlega þó, og svo aðrir sem höfðu frekar neikvæð orð um forvitni mína.
Suma spurði ég um það sem og ég hafði áður fengið svör við hjá öðrum, stundum bar frásögnin nánast eins saman, en stundu fór ég meðalveginn eftir mati, þegar sest var með blýantinn og dagbók mína heima.
Allt frá því ég var 16 ára, árið 1950 er ég hóf um 35 ára feril minn á SR lóðinni, voru fá störf mín hjá SR, þau störf sem ég hefi ekki unnið við hjá SR. Vinna við að grafa skurði, skafa og moka úldini síld, kyndingu, þróunarvinnu, eftirlitsmaður og smyrjari á bryggjunum, löndunarmaður, kranamaður á lyftikrönum á hjólum, bílstjóri, gröfumaður, sendill á lager, vinna á mjölpalli, þar einnig vaktstjóri, sérstakur kattaveiðari, kettir sem voru orðnir alvarleg plága á Lóðinni, og samkvæmt fyrirmælum (beiðni) Vilhjálms Guðmundssonar tæknilegs framkvæmdastjóra. Um 40-50 stk. urðu fyrir byssukúlu á þeim ferli, kattafár sem var orðin alvarleg plága á lóðinni, málningarvinnu, lyftarastjóri, flokkstjóri, verkstjóri (stuttan tíma) vaktmaður, leyni ljósmyndari, (má ekki segja frá) aðstoð á efnarannsókn undir stjórn Rögnu Bachmann, trésmíði á 8 ár, járnsmíði 7-8 ár, timburmaður á Haferninum um 4 ár, lagermaður, síðar lagerstjóri.
Sem var síðasta starf mitt hjá SR, sem þá var raunar orðin eign Síldarvinnslunnar Neskaupstað, þegar þeir hættu allri starsemi á Siglufirði og lokuðu verksmiðjunni og fleiru, og sögðu öllum starfsmönnum upp, nema Þórði Andersen verksmiðjustjóra, til að gæta húsakynna og fleira. Þá var ég kominn á vel lífeyrisaldur 69 ára og fór þar með alfarið af vinnumarkaði, með góðan starfslokasamning.
1) Vinnusvæði SR var ávalt kallað Lóðin, úti og inni
Gísli Elíasson verksmiðjustjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Gísli Elíasson verksmiðjustjóri
hjá SR46
Gísli og kona hans voru miklir og góðir vinir mínir og konu minnar.
Þau kynni urðu til áður en ég kynntist honum meira, eftir að hann varð verksmiðjustjóri hjá SR46.
Við höfðum farið í ferðalög saman innanlands dagferðir og útilegu með tjöld í farteskinu. Það var lítið sem ég vann undir hans stjórn, nokkrum sinum lánaður til að sinna verkefnum hjá honum í afleysingum vegna forfalla í liði hans hjá SR46.
Gísli var perla að manni, gamansamur og umburðarlyndur við starfsmenn sína sem og aðra, enda vinsæll á Lóðinni.
Son þeirra hjóna Jens, þekkti ég einnig frá því hann var á barnaskólaaldri, og þær voru margar ferðirnar sem hann fór með mér og mínum börnum í skoðunarferðir innanfjarðar á vorin í vorblíðunni, á lítilli trillu sem tengdafaðir minn Friðrik Stefánsson í Bakka og ég áttum í félagi.
Síða varð Jens einnig í vinnu hjá SR, fyrst í rafvirkjanámi á SR Raffó verkstæði hjá Baldri Steingrímssyni rafvirkjameistara, og síðar rafvirki hjá SR að loknu námi.
Ragna Bachmann.
Rögnu kynntist ég vel á mínum yngri árum, og síðar er ég Jóel Hjálmarsson lagerstjóri lánað mig, til SR Efnarannsókn í um vikutíma, þá 16 ára við sendlastörf og „þreytandi“ spurningaflóði frá mér til Rögnu um efnafræði og það sem hún var að gera, hún var þolinmóð og svaraði spurningum mínum vel og ýtarlega. Ég hefði viljað vera þarna lengur, en sendillinn sem ég var að leysa af, mætti aftur eftir að verið í rúminu vegna flensu eða einhverju.
Ragna var dásamleg kona
Svo má finna meira sem tengist Rögnu Bachmann, ef farið er með músbendilinn upp að litla "stækkunarglerinu" sem er á öllum síðunum efst uppi til hægri, og smelt þar á og skrifar nafn hennar í reitinn sem upp kemur
Þá sérðu nöfn hennar: - Meðal annars skrif Nonna Björgvins sem man vel eftir Rögnu.
Jóhann G Möller
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann G Möller, hann var um tíma verkstjóri minn, þegar ég vann á Löndunarvryggjunum sem eftirlitsmaður og smyrjari.
Þar kynntist é þeggum gæðammanni, sem var allt önnur persóna en ég hafði heyrt um útundan mér, án áhuga um hann. Hann var mikill kraftur innan verkalýðshreifingarinnar, þar sem ég var einnig, og var þar ófeiminn að láta skoðun mína í ljós á komma tilburðum, sem þar ríktu. Þar kom fyrir að hvað athvæðagreiðslur varðaði að við stundum sammála.
Allir vissu jú að maðurinn var eljusamur krati en rauna vissi ég ekki mikið um hann.
En eftir að ég var settur undir hans stjórn hjá SR, þá sá ég fljótt að þarna var maður sem ég kunni að meta, þrátt fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, sem hann talaði lítið um eða alls ekki nema vera spurður. Hann var ófeimin við sína undirmenn, sem hlýddu honum nánast í blindni, enda voru fyrirmæli hans á rökum reist og bar að hlíða.
Hann átti það til að fá sér sæti hjá strákunum sem höfðu fengið sér pásu og eða körlunum sem hann stjórnaði, og tók þátt í viðkomandi umræðum um daginn og vegin.
Ég hefi ætið talið hann vera góðan vin minn, vona að það hafi verið gagnvæmt
Ég hafði verið sendur til Andersens með áhald frá Lagernum, af Jóel Hjálmarssyni lagerstjóra sem þá var yfirmaður minn.
Jóel hafði verið búinn að biðja Andersen um að laga það.
Þetta var skafa og skaft sem þurfti að renna kón á.... <Framhald>-
Sigurður Elefsen
vélsmiður, verkstjóri.
Ég var lengi undir hans stjórn er ég vann á Vélaverkstæði SR, í um 8 ár.
Hann var öðlingur að mínu mati, sérvitur eins og ég. Félagslindur, en hafði einn alvarlegan galla.
Honum nægði ekki að gefa fyrirmæli um hvað og hvenær verkin væru unnin, heldur tók oft ríkan þátt í þeirri vinnu skjálfur, það þóttI mörgum undirmanna hans ekki gott, þeir áttu að vinna verkið en ekki hann.
Sigurður Elefsen verkstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
En svona var Siggi, við umbárum þetta, enda karlinn, ekki aðeins ráðsnjall og fær til allra verka og bráðduglegur.
Ég get hælt mér af því að hafa verið talsverðu uppihaldi hjá honum, og fljótur til verka er ég bað um mann til aðstoðar, við lagfæringu og eða smíði, tengdan Bantam krananum sem SR átti og ég stjórnaði á milli þess sem ég var í hefðbundinni vinnu á Vélaverkstæðinu. - Góður drengur og mér traustur vinur.
Þorleifur Sigurðsson --
Þarna hættur vinnu vegna aldurs, á leið á kjörstað.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Sigurðsson trésmíðameistari.
Flottur karl.
Leifi, eins og hann var ávalt kallaður, var eftir því best man, samkvæmt ljósmyndum, meðal fyrstu starfsmanna SRP (Dr. Paul) og síðar eftir SR keypti verksmiðjuna, fylgdi Leigi með sem og aðrir starfsmenn. –
Hvenær Guðjón Jónsson verkstjóri SRP tók þar við störfum, veit ég ekki, en það mun hafa verið eftir að SR keypti Dr.Paul,
en þar var Leifi auðvitað undir hans stjórn, sem trésmiður og hafði þar smá holu fyrir verkfæri sín ofl.
En um árin 1952 var stofnað sérstakt trésmíðaverkstæði á Lóðinni, í hluta húss, sem áður hafði verið Mjölhús SR30, síðar kallað Héðinslager, þar sem Vélsmiðjan Héðinn hf. hafði aðstöðu á meðan þeir unna að við að koma fyrir vélbúnaði í SR 46 verksmiðjuna 1945-1946.
Og enn síða Trésmíðaverkstæði SR í vestur endanum en geymsla í austurhlutanum. Þangað flutti Leifi í eitt horn verkstæðisins með hefðbundin vinnuborð og verkfæri sín.
Að hluta undir stjórn Páls Jónssonar byggingameistara og nánast „sjálfstæður“ þar og sinnti ýmsum fastbundnum verkefnum.
Mikið í reddingum hjá SRP, fastur við að smíða dragarafjalir sem notaðar voru vegna viðhalds tengt löndum á síld þróardrögurum, og allskonar flutningi á síld, fjalir sem áttu það til að slitna mikið og jafnvel brotna.
Einnig smíðaði hann og reddaði ýmsum hefðbundna verkefnum fyrir SR.
Það var einmitt, þá árið 1959 sem ég hóf störf við trésmíðar há verkstæðinu hjá Páli, sem ég kynntist þessum ljúfa góða manni. Flottur karl, vandvirkur og traustur. Og hafði frá mörgu að segja. Hrekkjóttur í hófi og gamansamur
Páll G Jónsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
-------------------------
Páll G Jónsson byggingameistari.
Hann var maður sem ég mat mikils eftir að ég kynntist honum. En það var árið 1959.
Ég hafði áður verið í Veiðarfæraverslun Sigurðar Fanndal, sem á var rekin og í eigu Georgs Fanndal. Ég hafði þekkt hann lengi, eins og flestir SRingar sem versluð talsvert við hann vegna nærveru við verksmiðjulóðina, það er tóbak, vinnufatnað og gosdrykki auk ýmsra annara hluta.
Hann gerði mér tilboð, það er að koma til hans til starfa í versluninni, og bauð mér talsvert hærri laun en ég hafði aflað á ári hjá SR, auk þess fasta vinnu allt árið. Þetta var árið 1957
Ég sló til og réði mig hjá honum, þrátt fyrir að ég hafði áður verið beðinn af Jóhannes Þórðarsinni yfirlögregluþjóni, gerast lögregluþjónn með fasta sumarvinnu og góða von um fastráðningu.
Hjá Georg var ég í um 2 ár, skemmtileg tilbreyting og mikill fróðleikur um þarfir sjómanna og útgerða. En ég var þó ekki alveg ánægður, móðir hans sem bjó á ei hæðinni, vildi halda því fram að ég hefði einnig verið ráðinn til heimilisstarfa, ryksuga, hengja gólfteppi á snúru úti og banka rykið og fleira. Sem ég að sjálfsögðu neitaði, og fékk vont fyrir, meðal annars þjófkenndur að hennar undirlagi.
Ég var farinn að huga að öðru starfi, meðal annars að fara aftur til SR.
En óvænt fékk ég tilboð um vinnu, er Páll G Jónsson, kom og sagðist hafa heyrt að ég væri að leita að annarri vinnu, og bað mig að koma til sín á tréverkstæðið, tveir af þeim sem þar unnu hefðu sagt sér og mælt með mér.
Þetta var föst vinna allt árið, með þó ákveðnum skilyrðum, það er að ég væri tilbúinn að færa mig til til annarra verka yfir vetrarmánuðina, það er, vinna á mjölpalli í við beinavinnslu í SRP og eða fiskflökun hjá hraðfrystihúsi SR.
Launin hjá Palla voru svokölluð „gervismiðatexti“ hærri en almenn verkamannalaun, og svo samkvæmt verkamannataxta í frystihúsinu, en héldi sömu gervi texta launum hjá SRP. Allt í samráði við Sigurð Jónsson framkvæmdastjóra SR –
Hjá palla var ég í um 8 ár og líkaði einstaklega vel, allir starfsmenn góðir vinir og Páll þar á meðal.
Maður sem vissi nákvæmlega hvaða störf hverjum og einum eða hópi starfsmanna sinn, gætu sinnt þeim verkefnum sem hann faldi þeim, auk þess að sameinast sínum mönnum á grunni jafnréttar, ófeiminn að skoða hugmyndir okkar um verkefni, hvernig best væri að sinna þeim og oftast tekið tillit til hugmynda manna sinna, ef hægt væri að sniðganga aðeins teikningum. eftir smá umfjöllun.
Því hans reynsla sýndi, að hönnuðirnir og verkfræðingar, gerðu oft mistök á teikniborðinu, þar sem þeir þekktu ekki aðstæður á byggingastað.
Mörg slík dæmi þekki ég sjálfur á mínum ferli hjá SR.
Myndin hér fyrir neðan, er hluti Pálsmann, þarna á Reyðarfirði árið 1964- En þær voru ótaldar ferðirnar
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður G Andersen
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður Georg Andersen, verksmiðjustjóri.
Vel þekkti ég til Þórðar, en kynntist honum þó ekki í raun fyrr en ég hóf störf á Vélaverkstæði SR, og rækilega er við tveir í nístingskulda annað slagið er við að lagfæra margar splunkunýjar snígildælur, semst höfðu mikið gallaðar, það er míglekar vegna lélegra þéttingar með á sniglunum sitthvoru megin.
En ekki þótt æskilegt að taka niður boltaðar dælurnar og vinna verkið á verkstæðinu, þar sem auðvelt var að vinna verkið á staðnum, um haustið og veturinn þar á eftir, sem og við unnum við í að mig minnir í 3-4 kalda vetrarmánuði á staðnum. Við gátum setið að mestu við verkið, og spjallað um daginn og veginn eftir að við verkið varð auðvelt í höndum okkar.
Þessi maður, síðar yfirmaður minn á Lager SR ásamt allri Lóðinni 1) Hann var (er) einstakur karakter og vinur minn.
Hann var (er) bæði hrekkjóttur og ljúfur í umgengni, umburðarlindur og hlustaði á undirmenn sína ef einhverjar athugasemdir báru á góma, margir þekkja bros hans og stundum hið "ískyggilega" glott hans, sem hann stundum sýnir.
Ég er sannfærður um að hann hafi aldrei eignast óvini, þó svo að hann hiki ekki við að láta skoðanir sínar í ljós ef honum finnst ástæða til.
Takk fyrir allar góðu stundirnar, og örugglega þakkir frá konu minni heitinni, þegar þú reddar því , komst í veg fyrir að ég réði mig til sjós á togskipið Sunnu, með því að ráða mig sem aðstoðarmann hjá Ingibirni Jóhannsyni á Lager SR -
1) Vinnusvæði SR var ávalt kallað Lóðin, úti og inni
Kristinn Georgsson
Óskar Berg Elefsen
Steingrímur Garðarsson
Guðmundur Skarphéðinsson
Þessir 4 heiðursmenn, voru á meðal minna bestu vina á Vélaverkstæði SR .,sem og utan lóðar
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson
Guðmundur Skarphéðinsson vélsmiður. Við höfum brallað ýmislegt, bæði á verkstæðinu,
svo og stofnað tvö fyrirtæki saman, sem og unnið við.
Hann utan vinnutíma SR. - Fyrirtælið Krani hf. og ásamt í samstarfi við Berg hf., steypuþjónustu fyritæki. Guðmundur er enn á lífi er þetta er skrifað.
Kristinn Georgsson vélsmiður
Hann var ekki aðeins vinur minn, heldur einn frændi. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann gat sinnt því verkefni. Hann var var ávalt tiltaæut til aðstoðar við hrekki og kátínu gagnvart SRingum að taka þátt í herekkjum á lóðinni ekki meiðingar, bara smá pirring eins og flestir á Lóðinni var afleysingar verkstjóri, þegar Sigurður Elefsen fór í frí.
Kristinn lest fyrir nokkrum árum
Óskar Berg Elefsen vélsmiður.
Hann tók við verkstæði formennskunni á SR Vélaverkstæði, eftir að faðir hans Sigurður lést.
Þetta var góður drengur, en svolítið þver og sérvitur, svona eins og ég og vorum í raun báðir stoltir af því. Söngelskur var hann mjög og góður verkstjóri. Það fór vel á milli okkar, þó stundum hafi hitnað í kolunum þegar ég var kominn í starf á Lagernum, en ég sá þar alfarið um móttöku og sendingar, ásamt skráningu á vörum sem komu og fóru frá deildum félagsins, ekki þó póst til og frá Skrifstofu. En komið gat fyrir, bæði óvart og misskilningur á báða bóga á milli mín og Óskars. En daginn eftir var öll erja og leiðindi á bak og burt.
Óskar lést fyrir nokkrum árum.
Steingrímur Garðarsson vélsmiður (frændi minn)
Hann var og er snillingur á hvar sem á reynir.
Sennilega ekki eins mikill hrekkjalómur og almennt var á SR lóðinni. Enda algjört ljúfmenni og vill allt fyrir alla gera.
Margir félagar mín á vélaverkstæðinu, höfðu byrjað á því að hvetja mig til að fara í Iðnskólann og taka síðan sveinspróf í vélsmíði, en ég var tregur til, en þegar Steingrímur Garðarsson slóst í þann hóp og sagði pappírana klára og að hann mundi vera meistarinn minn, þá lét ég undan og fór í Iðnskólann og útskrifaðist þar með auðveldum og góðum árangri.
En þegar stutt var í sveinsprófið, þá féll ég í þá freistingu að kaupa mér heilt kvikmyndahús og tilheyrandi, það er Nýja Bíó á Siglufirði. Þetta átti nafni minn og frændi erfitt að fyrirgefa mér en gerði þó. En vinskapurinn hann er til reiðu enn í dag og við brosum hvor til annars þega við mætumst, föðmumst og röbbum saman.
Síðast er við mættumst fyrir nokkrum dögum síðan (20. Sept. 2025) Brosandi sem venjulega, hress og kátur. Steini, takk fyrir allt.
Ljósmyndarar hér fyrir ofan tók ég (sk) að sjálfsögðu, sem og allar hér fyrir neðan.
Þær sýna SRinga við ýmis störf og andlit þeirra
Skrifstofa: Sigurbjörg Björnsdóttir og Pálína Pálsdóttir. Þessar konur voru féllu mér einstaklega vel, ávalt með bros á vör, og fljótar að svara spurningum frá Ingabirni Jóhannssyni og mér á Lagernum varðandi eitt og annað smávegis í tengingu við Lagerinn.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórhallsson Daníelsson, sem einnig var á skrifstofur SR -
Ekki má gleyma þessum öðlingi
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Helgi Sigurðsson, Óskar Garðarsson og ? - Þarna að vinna við Járnagrind sem notuð var við byggingu Löndunarbryggju SR 1965
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Albert Sigurðsson, Jóhann Örn Matthíasson og Óli Björnsson. Þarna um borð í pramma tengdum dýpkunar framkvæmdum við Bryggju SR 1965-1966 - Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Kaffistofa SR Mjölhús 1960 -Símon Gestsson - Sigfús Ólafsson Hlíð- Ólafur Eiríksson og Ragnar Kristjánsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Trésmíðaverkstæði SR, Hornið hans Leifa- Stefán Friðleifsson, Jón Sigurðsson verkstjóri (SRP) og Jón Sigurðsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Steingrímur Kristinsson, Valur Johansen að tala við föður sinn Aage Johansen, sem er niður við botn í kafarabúningi. vinna við Löndunarbryggju, og Björgvin Jónsson (Nonni Sínu)
Ljósmynd ókunnur með myndavél mína sk
Frímann Guðbrandsson og Þorkell Jónsson Miðsetu að taka á móti mjölpoka ofan frá lofti frá rennu Mjölhúss SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Kristján Rögnvaldsson skipstjóri/verkstjóri við bryggjur SR -
Þarna í brúarglugga á Elliða SI - Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Helgi Hallsson, Einar Björnsson og Björn Þór Haraldsson- Þarna á Seyðisfirði- Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Einar Magnússon verkstjóri og Vilhjálmur Guðmundsson tæknilegur framkvæmdastjóri SR - Þarna á Seyðisfirði.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á Seyðisfirði- Sigurður Þór Haraldsson, Jónas Guðmundsson málari og Haukur Kristjánsson.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Friðrik Friðriksson bifreiðastjóri með fleiru.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Páll Hlöðversson vélsmiður og ? við byggingu Löndunarbryggju SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Tréverkstæði: Haukur Freysteinsson og Sigurður Konráðsson við byggingu SR Sigló Síld 1966 -
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Óli Björnsson og Verkfræðingur. Þarna við jarðvegs, þrýsti mælingar vegna væntanlegrar Löndunarbryggju árið 1964
-Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Albert Sigurðsson, Jóhann Örn Matthíasson og Óli Björnsson. Þarna um borð í pramma tengdum dýpkunar framkvæmdum við Bryggju SR 1965-1966 - Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Gústaf Nílsson verksmiðjustjóri og kona hans Þóra Ólafsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Halldór Bjarnason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Páll Jónsson (Sillu)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jón Kristjánsson - Guðmundur Bjarnason og Sigurð Þór Bjarnason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Njáll Jónsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Garibaldason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Vilhjálmur Guðmundsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Ísaksson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Slappað af á þróarvængi SR46 - Hans Ragnarsson, Stefán Guðmundsson, ?, man ekki
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á mjölpalli SR46 Þorkell Helgason Kambi
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á SRP bryggju. Ragnar Helgason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR á Seyðisfirði, bryggjusmíði. Gunnlaugur Haraldsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á Hábryggju SR 30 við vinnuskúr: Eðvald Eiríksson, Þorleifur Sigurðsson og Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á mjölpalli SR46 - Gestur Frímannsson, Símon Gestsson og Ragnar Kristjánsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Kristján Rögnvaldsson verkstjóri við bryggjur SR -
-Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Garibaldason lýsis maður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Pétur Guðmundsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á Lóðinni. Kristinn Jóhannsson (Kiddi Jó) og Ásmundur Steingrímsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Kristján Stefánsson skrifstofumaður SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Rafmagnsverkstæði - Sævar Baldursson og Jens Gíslason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Mjölpallur SR46- Gestur Frímannsson og Ólafur Eiríksson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Bryggjur, dragarasmíði - Albert Sigurðsson og Gísli Hallgrímsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP Löndunarbryggjan - Jón Sigueðsson verkstjóri og Guðmundur Bjarnason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Við SR30 - Verið að rífa gamla lýsishúsið. Jóhann Örn Matthíasson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Bryggjusmíði á Seyðisfirði - Jón Pálsson smiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sendlar á löndunar svæðinu SR Bryggjum - Kristján Kristjánsson, Anton Pálsson og Guðjón Magnússon
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRingar - Albert Sigurðsson og Óli Björnsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Vinna / pása við vinnu á nýbyggðti SR löndunarbryggju
Snorri Jónsson,rafvirki, Jón Björgvinsson trésmiður og
Ólafur Bjarnason pípulagningamaður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ketilstöð SR46 Björn Þór Haraldsson og Símon Márusson kyndarar.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Hafliði Jónsson - Vaktmaður SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ingibjörg Jónsdóttir og Guðmundur Þorleifsson -
Ingibjörg kona Guðmundar vann ekki hjá SR en látin fylgja hér með
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Vélaverkstæði SR Óskar Berg Elefsen, Hersteinn Karlsson og Ámundi Gunnarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Vélaverkstæði -
Oddur Vagn Hjálmarsson.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 Jóhann Friðleifsson (Jói Friðleifs)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRingar: Guðmundur Jóhannesson, Hallur Garibalda og Stefán Friðleifsson Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Örn Matthíasson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á Seyðisfirði við tankasmíði - Haukur Kristjánsson og Steingrímur Garðarsson vélsmiðir. Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Haukur Freysteinsson trésmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á leið til Seyðisfjarðar, tré og járnsmiðir. Þarna um borð í Drang.
Oddur Vagn Hjálmarsson og Jón Pálsson (slippnum)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Á Seyðisfirði - Þorkell Benónýsson.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Vélaverkstæði - Sverrir Elefsen og Óskar Berg Elefsen
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Bryggjur - Man ekki nafnið
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Vélaverkstæði - Árni Magnússon rennismiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR - Gunnar Ásgrímsson (Gunnar á Vatni)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Ólafur Gíslason og Jakob Björnsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Lóðin Kristinn Jóakimsson og Stefán Friðleifsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Guðjón Jónsson verkstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Slappað af á SR bryggju. Baldur Steingrímsson rafvirkjameistari SR og Halldór Bjarnason vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann G Möller verkstjóri á SR bryggjum og Pétur Pálsson aðstoðarmaður á SR Lager
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Jakob Björnsson, Ólafur Gíslason, Njáll Jónasson og
Jón Sigurðsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorkell Benónýsson.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Steingrímur Garðarsson og Páll G Jónsson ræða saman á SR Lóðinni
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sigurður Elefsen, Kristinn Georgsson, Steingrímur Viggósson og Páll G Jónsson á SR Lóðinni
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Man ekki, man ekki og Valbjörn Steingrímsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Halldórsson, Ámundi Gunnarsson, Halldór Bjarnason og Þórður G Andersen
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Valbjörn Steingrímsson og Oddur Guðmundur Jóhannsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Drengur, Jóhann Ísaksson og Páll Hlöðversson - Þarna er Páll að dæla lofti til Johansen kafara sem er við athugun vegna nýju SR löndunarbryggjunnar.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jón Júlíusson verkamaður
(Jón sterki)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Helgi Sigurðsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorsteinn Einarsson baðvörður í Síberíu
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Páll Hlöðversson, Jón Rögnvaldsson og Helgi Magnússon
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Bryggjur, spilað í kaffitíma. Guðmundur Pálsson(?) -
Stóri Toni við skömmtun á síd frá þró SR46 Anton Jóhannsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Baldur Steingrímsson rafvirkjameistari SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Rafvirkjar SR Raffó: Viðar Magnússon, Jens Gíslason og Snorri Jónsson, í kaffistofu SR Tréverkstæði
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Uppi á Lager SR - Eggert Theódórsson og Stefán Aðalsteinsson, ber upp erindi.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Tómas Jóhannsson lýsismaður / kranastjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Eðvald Eiríksson og Þorsteinn Einarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Njáll Jónasson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Garibaldason, yfirmaður og umsjón með lýsisframleiðslu SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Jón Frímannsson kyndari mfl.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Guðmundur Jóhannesson skilvindumaður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Skrifstofustjóri SR Sigurður Árnason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Mjölhús -
Reimar Kristjánsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP -Guðmundur Bjarnason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Hjónin Guðbjörg Jóhannsdóttir og Helgi Daníelsson, heiðurmaður, heiðurs hjón. Helgi vann forðum dag með mér á mjölpalli SR46 og víðar, og þekkti hann því vel .
Þarna voru hjónin í spilavist eldriborgara og gáfu sér tíma augnablik, á meða ég tók þessa ljósmynd af þeim.
Guðbjörg vann þó ekki hjá SR --- Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ólöf Markúsdóttir skrifstofustjóri SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SR
Þarna á afmælishátíð SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Bryggjukarlar: Jóhann Örn Matthíasson (mjög góður vinur minn) Anton Pálsson sendill. Man ekki nafn hans (frá Sauðárkrók held ég)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Í frystihúsi SR: Guðmundur Baldvinsson, Jón Ágústsson og
Hansína Jónatansdóttir.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir og Jón Sigurðsson Eyri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóna Sigríður Jónsdóttir og Guðbrandur Sigurbjörnsson (Akra Brandur) Um 1964 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Jón Sigurðsson Skarðdal
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Lager+SRP- Snorri Dalmarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Mjölhús Frímann Guðbrandsson og Þorkell Jónsson Miðsetu
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Björn Karlsson vélstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorsteinn Einarsson baðvörður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Guðmundsson. Þrasast.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Hólm múrari
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Guðbjörg Jóhannsdóttir og Gunnar Ásgrímsson ( Gunnar á Vatni )
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Hjónin; Sigurbjörg Þorleifsdóttir og Ólafur Bessi Gíslason (Óli Bessa)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Friðjón Vigfússon og Anton Jóhannsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Stefán Aðalsteinsson þvottur þrif og Símon Márusson kyndari
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Guðmundur Þorleifsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP- Þorkell Magnússon og Jón Frímannsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRP - Guðjón Jónsson og Jón Sigurðsson í Skarðdal
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Bryggjur - Sigurður Gíslason, Guðmundur Pálsson(?) Jóhann Örn Matthíasson og Eðvald Eiríksson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Baldur Steingrímsson og Oddrún Reykdal
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jóhann Ísaksson vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Sigurðsson trésmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ásgeir Björnsson vélstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ólafur Guðmundsson sjómaður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Óskar Berg Elefsen
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Óskar Garðarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sigmar Magnússon
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Skarphéðinn Björnsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Frystihús: Sigurður Jakobsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRT: Sigurður Konráðsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sigurður Þór Haraldsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Rafo: Snorri Jónsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Stefán Friðleifsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Vilhjálmur Guðmundsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV Þorleifur Halldórsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRT Þorleifur Hólm múrari
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRBöð: Þorsteinn Einarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRL Sigurður Fanndal
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður Jónsson framkv.stjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður Sigurðsson vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ath. Á nokkrum myndanna eru konur með eiginmönnum sínum, þær voru ekki í vinnu hjá SR
Vissulega átti ég fleiri vini á SR Lóðinni, og ég gæti skrifað eitthvað um hvern og einn þar sem örugglega eru til af þeim flestum, en ég þetta þetta duga, sem komið er, í bili að minnsta kosti. Eflaust gleymi ég einhverjum sem ÆTTU að ver hér, og bæti þá við, ekki síst ef ég fengi ábendingu.
Svo er ekki útilokað að finna mættir nöfn SRinga á síðum mínum annars staðar á Heimildar síðunni.
Leita mætti með því smella á litla "stækkunarglerið" sem er á öllum síðunum, efst til hægri upp í horni.
SRV og Lager: Fremri röð: Sighvatur Elefsen tæknifræðingur, Hjörtur Elefsen nemi, Hilmar Elefsen nemi, Guðbrandur Gústafsson vélsmiður, Geir Sigurjónsson hreinsitæknir og kaffiþjónn.
Efri raðir: Steingrímur Kristinsson lagermaður, Óskar Berg Elefsen verkstæðisformaður, Hans Ragnarsson vélsmiður, ? Akureyringur, Jóhann Jónsson rennismiður (nemi), Ingibjörn Jóhannsson lagerstjóri, Sigurður Þorleifsson, Steingrímur Jónsson rennismiður, Sverrir Elefsen vélsmiður, Hjörvar Halldórsson nemi, Sveinn Filippusson rennismiður, Steingrímur Garðarsson vélsmiður mfl.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorsteinn Einarsson með tösku fulla af peningum, en hann bar töskuna fyrir Kristján Stefánsson sem var að greiða starfsmönnum SR vinnulaun sín- Tréverkstæði SR
í bak og gamla netastöðin til hægri + SRP
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Guðbrandur Gústafsson síbrosandi
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV Jóhann Jónsson rennismiður og Hilmar Elefsen vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Bára Stefánsdóttir og Sigmar Magnússon
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 -Pétur Stefánsson Nöf - Þarna á þróarvæng
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Stefán Bjarnason verkfræðingur
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Aðalsteinn Arnarsson rafvirki inni á Lager
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Raffó Sigurðut Benediktsson rafvélavirki
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR - Sigurjón Pálsson og Leó Leósson - í
baksýn hafnarframkvæmdir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ragnar Helgason og Guðbrandur Guðbrandsson
Veisla í tilefni af sumrinu.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Leó Leósson og Baldur Benonýsson
- Veisla í tilefni af sumrinu
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Jón Hólm, Pálsson, Þorleifur Halldórsson og Guðbrandur Guðbrandsson
Veisla í tilefni af sumrinu.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Hjörtur Elefsen nemi og rennismiðurinn Elvar Elefsen Inni í stórt stykki, í stóra rennibekknum hjá SR-Vélaverkstæði
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Sveinn Filippusson rennismiður, í þungum þönkum
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sigurjónsson hreinsitæknir og kaffiþjónn.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Lóðin - Hafliði Jónsson vaktmaður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Lóðin - Oddur Guðmundur Jóhannsson kranastjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Árshátíð SRinga á Egilsstöðum: Arnar E Ólafsson, Birna Óladóttir, Svanhildur Björnsdóttir, Ingibjörn Jóhannsson og ?
Ljósmynd: Guðný Ósk Friðriksdóttir
Árshátið SR-inga 1987: Hilmar Elefsen vélsmiður, Kristinn Bogi Antonsson, Jóhann Ragnarsson (Kambi), Þórhallur Jónasson efnafræðingur og Elvar Elefsen rennismiður -- Ljósmynd: Guðný Ósk Friðriksdóttir
Næstu 6 myndir hér fyrir neðan: Lautarferð SRinga, man ekki hvar, en þarna eru á meðal Siglfirðingar og Raufarhafnar SRingar og konur
Lautarferð: Hilmar Elefsen og fleiri taka lagið + hópsöngur
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Lautarferð: SRingar þarna mest frá SR Raufarhöfn
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Lautarferð: Guðný Óska Fritðiksdóttir, þórhallur Daníelsson, ?, Ólöf Markúsdóttir og Sveinn Björnsson(Hansínu)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Elvar Elefsen og Sveinn Björnsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Lautarferð SRinga 1997 - Einhversstaðar, ég man ekki. En Þarna eru ma, SRingar og konur þeirra frá Raufarhöfn
Sverrir Elefsen, Valbjörn Steingrímsson, Guðbrandur Gústafsson, Guðný Ósk Friðriksdóttir, Róbert Þorláksson (Raufarhöfn), og ??
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Helgi Ólafsson rafvirki SR Raufarhöfn og kona. (ekki Stella, kona hans)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ábót í dagslok, á Lagernum, Þarna er Lagerstjórinn Ingibjörn Jóhannsson að hella guðaveigum í staup. Sverrir Elefsen, og Elvar Elefsen, að þiggja, og ég fékk einnig staup
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Guðbrandur Gústafsson vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Heimir Gunnarsson, Elvar Elefsen og Guðbrandur Gústafsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR -Sveinn Snævar Þoesteinsson smiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Vélaverkstæði SRV og Lagermenn
Ingibjörn Jóhannsson lagerstjóri - Lazlo Hevesi - Hilmar Elefsen - ? - Heimir Birgisson - Jónas Halldórsson - Stefán Friðriksson - Sverrir Elefsen - Óskar Elefsen verkstjóri - Óli Agnars - Sighvatur Elefsen verkfræðingur - Þórður Elefsen - Guðjón Magnússon - Sveinn Filippusson - Hans Ragnarsson -Þorleifur Halldórsson - Jóhann Jónsson - ? - Guðbrandur Gústafsson Hjörvar Halldórsson - Gústaf Guðbrandsson - Páll Fanndal - Elvar Elefsen - Geir Sigurjónsson þrif og kaffi - Steingrímur Kristinsson lagermaður og Steingrímur Garðarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Næstu 5 myndir eru frá skemmtiferð SRinga til London, Englandi árið 1999
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson
Tengill hér til fleiri ljósmynda tengdar þessari London ferð
Ath. ártalið 1996 sem þar kemur upp, er áslattarvilla, rétt ártal er 1999 (Get ekki breitt þessu)
Á indverskum veitingastað í London
Sigríður Fanney Másdóttir, Ingibjörn Jóhannsson, Óskar Berg Elefsen. Sighvatur, Elefsen, ?, Birgitta Pálsdóttir (og á móti) Þórhallur Jónasson, Katrín Andesen, Svanhildur Björnsdóttir, Þórhallur Daníelsson, Hilmar Þór Elefsen, Steingrímur Kristinsson og Guðný Ósk Friðriksdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Lázló Hevesi, Elvar Elefsen, Stefán Þór Haraldsson og Fríða Sigurðardóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Um borð í "Cutty Shark" Sveinn Filippusson, Steinunn Erla Marinósdóttir og Guðný Ósk Friðriksdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorsteinn Björnsson, Friðrik Hannesson og
Sigurjón Pálsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Steingrímur Kristinsson og Sigurður Benediktsson
Ljósmynd: Guðný Ósk Friðriksdóttir
SRV - Gústaf Guðbrandsson nemi
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sumarveisla SR - Gylfi Pálsson, Þórður G Andersen og
Steingrímur Garðarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Sveinn Snævar Þorsteinsson, ?, og Sigurður Jónsson á Eyri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR: Guðmundur Lárusson rafvirki og Markús Kristinsson verksmiðjustjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Guðmundur Lárusson rafvirk
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Heimir Birgisson og man ekki
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
?. Guðbrandur Gústafsson, Hans Ragnarsson, Þórður Elefsen og Heimir Gunnarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Skrifstofustjórinn við vinnu sína. Ólöf Markúsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Helga Óladóttir, átti erfitt með að vera aðgerðalaus, þess á milli sem hún sá um þrif og kaffi.
Þarna tók hún að sér að sinna vélvirkja starfi, og fór létt með það.
<<<<<<------
Skrifstofa SR - Helga Kristín Einarsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður Jónsson framkvæmdastjóri SR
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Hjörvar Halldórsson og Sveinn Filippusson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Sveinn Filippusson rennismiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Heimir Birgisson og Óskar Berg Elefsen
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR grill veisla. ...............Lengst il hægri: Baldur Benonýsson og Þórhallur Jónasson efnafræðingur
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Guðbrandur Gústafsson vélsmiður, Óskar Berg Elefsen verkstjóri og Helga Óladóttir þrif og kaffi.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Lager. Þarna greip einhver myndavél mína og kallaði "halló" og ég leit við, frá hefðbundi vinnu minni við skráningar.
(ekki man ég hver tók myndina. Ingibjörn ?)
SRV - Elvar Elefsen og Magnús Hannibal Breiðfjörð Traustason
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Geir Sigurjónsson ræstitæknir og..
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Bjarni Haraldsson og Aðalsteinn Arnarsson rafvirki Raffó
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Páll Fanndal og Stefán Friðriksson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Hersteinn Karlsson og Hörður Geirsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Halldórsson og Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd .Einhver á myndavél mína
SRV - Helga Óladóttir, þarna að rétta vel þegna hjálparhönd á Lagernum
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Ingibjörn Jóhannsson lagerstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Óskar Garðarsson (SRTré) - og Steingrímur. Þarna var þessi indæli maður og leiðbeinandi minn hjá SRT í 8 ár. Þarna löngu hættur vinnu og kominn á hvíldarheimili Sjúkrahúss Siglufjarðar. Ég heimsótti karlinn þangað oft, þar til yfir lauk. Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þórður Jónsson framkvæmdastjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Árshátíð SR á Hotel Kea - Elmar Árnason trésmiður og kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Árshátíð SR á Hotel Kea - Hans Ragnarsson og kona hans, man ekki nafnið
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Árshátíð SR á Hotel Kea - Ingibjörn Jóhannsson, Leó Leósson og Guðmundur Ó Einarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Árshátíð SR á Hotel Kea - man ekki nöfnin
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV -Óskar Berg Elefsen, Heimir Birgisson og Þorleifur Haraldsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - ? Elefsen Sighvatas?
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - ? Elefsen Sighvatas?
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Guðmundur Ó Einarsson vélsmiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Geir Sigurjónsson og Sigurður Fanndal SR Lager
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Gylfi Pálsson trésmiður, blessar mannskapinn
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Gylfi Pálsson trésmiður, blessar mannskapinn, og fékk aðstoð
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Elvar Elefsen rennismiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR skrifstofa - Sigurbjörg Björnsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 mjölhús - Ragnar Kristjánsson Kambi.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 mjölhús - Sveinn Snævar Þorsteinsson, Kristinn Konráðsson og Reynir Gunnarsson.
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Stefán Guðmundsson (Fidda)
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - ? Elefsen og Elvar Elefsen rennismiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Þorleifur Halldórsson, Jónas Halldórsson og ?
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Óskar Berg Elefsen verkstjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Skrifstofa Margrét Kristinsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Skrifstofa GUðlaug Guðmundsdóttir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
Aðalsteinn Arnarsson rafvirki Raffó
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Guðmundur Magnússon og Ólafur Þór Haraldsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Georg Andersen rennismiður
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR skrifstofa - Pálína Pálsdóttir skrifstofustjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR skrifstofa - Ólafur Sigurðsson Framkvæmdastjóri SRV
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Þórður G Andersen verksmiðjustjóri
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR46 - Viggó Jónsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Mjölhús - Kristinn Konráðsson og Sveinn Snævar Þorsteinsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SR Lager Ásgrímur Steingrímsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Ámundi Gunnarsson
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson
SRV - Sverrir Elefsen og Þorleifur Halldórsson vélsmiðir
Ljósmynd Steingrímur Kristinsson