trolli.is 1. janúar 2021 Jón Ólafur Björgvinsson
GRÍMUBÚNINGAR &
LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR
Mynda syrpusaga
Ljósmyndastofa Siglufjarðar 1957
Það er við hæfi um áramót þar sem vinsælt er að setja á sig grímur og hatta og klæða sig í allskyns búninga að minnast á alvöru grímuböll sem voru vinsæl hjá mörgum kynslóðum barna og nemenda í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar.
En samtímis er ekki hjá því komist að minnast líka á ljósmyndarann Kristfinn Guðjónsson og Ljósmyndastofu Siglufjarðar.
Því það sést vel í þessari myndasyrpusögu að margir skruppu á stofuna til Kristfinns og létu festa sig og sína vini á filmu eftir að hafa haft mikið fyrir því að skapa glæsilega grímubúninga.
Svo er það augljóst að Ljósmyndastofan skipti Siglfirðinga miklu máli og það er allt mögulegt dregið inn á stofuna til Kristfinns og myndað í bak og fyrir.
Það er dásamlegt að fletta í gegnum margar af þessum um 180.000 myndum sem til eru nú til sýnis í Ljósmyndasafni Siglufjarðar og að hafa leyfi frá forráðamönnum safnsins að sýna ykkur útvöld brot úr þessum bæjarlífsfjársjóði.
En það sem þið fáið að sjá hér er bara dropi í hafið.
Kristfinnur Guðjónsson. Selfie!
Greinarhöfundur sem er ljósmyndadellukall sjálfur hefur valið myndirnar mikið út frá því að finnast þær skemmtilegar og útfrá að fallegur bakgrunnsdúkur Kristfinns sést á flestum myndunum. Þessi bakgrunnur er til ennþá og var síðast notaður 2015 og hægt er að sjá marga núlifandi Siglfirðinga við tjaldið á heimasíðunni SigloFoto.
Myndaskýringar texta vantar við sumar af þessum ljósmyndum en þegar hann til, eru þau orð látin fylgja með.
Ein og önnur búninga ljósmynd gæti verið auglýsingamynd fyrir Leikfélag Siglufjarðar, Kristfinnur tók mikið af svoleiðis myndum líka.
Leikfélags auglýsingaljósmynd:
Þórunn Sveinbjarnardóttir (dívana) og Þórarinn Hjálmarsson vatnsveitustjóri
Allskyns Grímubúningar
Byrjum á grímubúningamynd af saklausum 16 ára nemendum við Gagnfræðiskólans. En val þeirra á búningaþema varð fyrir misskilning frá „fullorðnu“ fólki mikill innanbæjarskandall, eins og lesa má úr myndaskýringartexta frá Steingrími Kristinnsyni undir myndinni.
Í lokin kemur í rauninni stærsti kaflin með ennþá fleirum skemmtilegum “gott og blandað” myndum í kafla sem ég kalla:
Komdu bara eins og þú er klædd / ur.
Ég bara gat ekki stillt mig, því þessar myndir eru alveg dásamlegar og sýna svo vel fjölbreytilegt mannlíf Siglufjarðar.
“Þetta eru vinirnir Sveinbjörn Blöndal listmálari og Hörður Óskarsson í grímubúningum sínum (árg.1932) – þeir mættu saman í þessum klæðnaði á grímuball Gagnfræðaskólans á Siglufirði, þessara andstæðu ”persóna” nasistanum og blökkumanninum sem nasistar hötuðu.
Á þessum tímum, þá kepptust menn og konur við að mæta á dansleiki í sem frumlegustum búningi, og yfirleitt voru veitt verðlaun fyrir þá frumlegustu og skemmtilegustu.
Fyrir meira en 50-55 árum, bar það við að allt ætlaði vitlaust að verða á Siglufirði, þegar tveir ungir gárungar mættu á einn slíkan dansleik.
Þetta atvik varð á hversmanns vörum og margar skoðanir á þessum atburði. Sú frásögn er ég heyrði oftast (og man) frá þessum atburði, þarf ekki endilega að vera sú eina rétta, en hún var á þessa leið, í stuttu máli.
Þetta olli miklu uppnámi hjá kennurum og ekki síður hjá foreldrum.
Söguna þekki ég ekki með öruggri heimild, en svona man ég þetta. Gott væri ef einhver bætti um betur. – sk
Grímuböll voru hér áður fyrr, alltíður skemmtanamáti.
Eins og áður segir voru þarna að verki tveir ungir menn um 16 ára gamlir, sem fengu vinkonur sínar sem kunnu á saumavélar, sér til aðstoðar.
Á þessum tímum voru nasistarnir að hefja valdabrölt sitt í Evrópu, við hreinsanir og kynþáttahatur, meðal annars töldu þeir blökkumenn, til óæðri kynstofns.
Sveinbjörn listmálari og Hörður íþróttaþjálfari
Í þessum anda bjuggu félagarnir til persónurnar; nasista og blökkumanna, til að sína þversögnina í heimsku nasistanna.
En þetta uppátæki var greinilega misskilið því allt fór úr böndunum, í foreldra og fjölskylduhúsum.
Það átti að reka þá úr skólanum, úr bænum, setja þá í fangelsi, flengja þá, ofl.ofl. –
Í dag og raunar á þeim tíma einnig, var og er hlegið af þessu írafári almennings, sem lét stjórnast á fyrirfram ákveðnum fordómum á drengjunum og án þessa að reyna að nálgast hinn raunverulega sannleika og tilgang, það er andhverfunni.“
Auðvitað sýna myndirnar að hönnun grímubúningana hafa sterk tengsl við ráðandi tíðaranda og kannski er mikið sótt úr vinsælum bókum og kvikmyndum í Nýja Bíó.
Kúrekastelpur? Myndir af vinsælum kvikmyndastjörnum saumaðar fastar í pilsið
Glæsilegar dömur. Erla Finnsdóttir og Svava Einarsdóttir
Kósakkaparið sem mætti á grímuball upp úr 1950. (Sigga) Sigríður Aðalbjörnsdóttir og (Lína) Ólína Hjálmarsdóttir.
Greinarhöfundur sjálfur á leið á grímuball í Gagganum 1970 og eitthvað.
Frá vinstri:
Halldóra S Björgvinsdóttir, Elín Þór Björnsdóttir, Sigurður T Björgvinsson og Jón Ó Björgvinsson.
Mynd úr einkasafni.
Áramóta grímubúningar.
Áramót á Laugarveginum 1969-70. Jóhann Sigurjónsson sem köttur, Herdís litla systir sem ? og stóra systir Kristín Sigurjónsdóttir sem Lína Langsokkur. ( Börn Sigurjóns skipstjóra (Budda) og Ásdísar Gunnlaugs.
Mynd úr einkasafni.
Þessi mynd minnir mig á að margir af þessum heimatilbúnu búningum gengu í arf og voru endurnotaðir, breyttir og óbreytir árum saman og þessi Línu Langsokkur hárkolla er til og notuð enn í dag eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri hjá trölli.is með hárkolluna flottu.
Mynd úr einkasafni.
Komdu bara eins og þú ert klædd / ur…
Í þessum kafla eru margar skemmtilegar og kannski fyrir okkur nútíma fólk furðulegar myndir, sem sýna að Siglfirðingar skemmta sér vel á Ljósmyndastofunni hjá Kristfinni og allt er einhvern veginn leyfilegt að taka með sér í „Dropi in“ myndatökur og vina-, vinkonu- og vinnuhópar koma og stilla sér upp eða setja í gang allskyns eigin leikþætti undir stjórn ljósmyndara meistarans sem virðist hafa opið bæði dag og nótt.
En auðvitað voru flestar myndirnar sem eru teknar á Ljósmyndastofunni allskyns velgerðar venjulegar fjölskyldu og krúttlegar gæruskinn barnamyndir.
Boxari. Bjarni Bjarnason. Glæsilegur bakgrunnur.
Vinir… með og án flösku
Það eru til merkilega margar ljósmyndir með þessu þema. “Ég og flaskan mín” og vinir sem deila flösku.
Sviðsett partý á Ljósmyndastofunni.
Frá vinstri. Baldur Eiríksson, ?, ?, Sæmundur Jónsson og ?
Flaskan mín eða flaskan þín? Frá vinstri : Snorri Þorláksson, Sveinn Friðfinnsson og Einar Adólfsson.
Ungir vinir með gosdrykkjaflösku. Frá vinstri. Marteinn Haraldsson, Jón Sæmundsson og Hannes Oddsson.
Sáttir um að eiga flöskuna saman. Frá vinstri. Jón Þorsteinsson, Örn Pálsson og Guðni Egilsson.
Flottir hárprúðir Fljótabændur í heimsókn. Svavar Jónsson bóndi á Öxl og Pétur Guðmundsson á Hraunum.
Eyvindur Júlíusson tók með sér góðan vindill og fjórar flöskur.
Fjórir flottir vinir. Frá vinstri. Þorsteinn Björnsson, Kristján Óskarsson, Gunnar Jóhannsson og Sigurður Elefsen.
Ungir vinir án flösku. Frá vinstri. Ægir Björnsson, Einar og Hermann Lútherssynir og sá með gæruna á herðum sér er Guðjón Jónsson
Frá vinstri. Ásta Þorvaldsdóttir, Erla Guðjónsdóttir og Guðný Friðfinnsdóttir.
Vinkonur bregða á leik í Ljósmyndastofu Siglufjarðar. Alma Birgisdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir og Ásdís Gunnlaugsdóttir.
Setja upp andlitið fyrir ballið.
Hmm… þær eru líklega að sýna hárgreiðsluna.
Frá vinstri. ?, Sigríður Bíldal og Hólmfríður Jakobsdóttir
Vinkonur lesa bæjarblöðin Einherja og Neista.
Frá vinstri :Hekla Ragnarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Erla Þórðardóttir.
Ásdís í hlutverki strangrar kennslukonu.
Frá vinstri. Guðlaug Einarsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir og Geirrún (Rúna) Jóhanna Viktorsdóttir
Legið yfir “innpökkuðum” skólabókum.
Kettlingur og dúfa
Hljómsveit Þórðar Kristinssonar ÞK- band (Gautar)
Efri röð frá vinstri : Unnur Alfonsdóttir, Stella Friðriksdóttir, Ása Þórarinsdóttir.
Neðri röð frá v. Gréta Friðriksdóttir, Dórothea Einarsdóttir, Erna Sigmundsdóttir, Gréta Blöndal og Anna Hjálmarsdóttir.
Egill Steingrímsson bakari, Bjarki Árnason smiður og Hilmar Jónsson smiður.
Karlakór ó kjólfötum. ( Canto kvartettinn (1945-51 ) Sigurður Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Sveinbjörn Tómasson, Sigurgeir Þórarinsson, Sigurbjörn Frímannsson, Karl Sæmundsson, Jónas Björnsson, Þórður Kristinsson.
1. Fálki og hálfétinn mávur.
2. Matthías Jóhannsson, Gísli og Jóhann með fálka sem kom um borð í togarann Elliða SI 1.
Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir og hundurinn hennar Lassý
Birkir Baldursson og kötturinn hans.
Vinnugallar og einkennisbúningar
Vörubílstjórar í stuði.
Efri röð frá vinstri : Jóhann Rögnvaldsson, Guðlaugur Gottskálksson, Gústaf Guðnason, Jón Þorsteinsson
Frá vinstri fremri röð: Kristján Sigtryggsson, Sigurður Magnússon, Hólm Dýrfjörð og Björn Magnússon allir bifreiðastjórar á Siglufirði.
Sjóarar í bússum.
Frá vinstri: Sigurjón Jóhannsson (Buddi) Alexander Helgason (Alli) og Þorsteinn Jóhannsson (Steini)
Ungir sjómenn í sjógöllum. Arngrímur Jónsson skipstjóri og ?
Frystihús SR á Siglufirði.
Frá vinstri. Guðný Stefánsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Arnfríður Kristinsdóttir og Helga Jónsdóttir.
Knattspyrnufélag Siglufjarðar í myndatökur — Myndin er sennilega tekin árið 1950 –
Fremsta röð frá vinstri og upp úr: Bragi Magnússon - Jón Engilbert Sigurðsson bifreiðastjóri, Stefán Skaftason læknir - Jón Skaftason lögfræðingur - Alfreð Jónsson hreppstjóri - Jóhannes Hjálmarsson sjómaður - Jóhann G. Möller verkstjóri - Þórir Konráðsson bakari - Vilhjálmur Sigurðsson - Sveinbjörn Tómasson kaupmaður, Björgvin Bjarnason fógetafulltrúi - Jónas Ásgeirsson kaupmaður - Sigurður Þorkelsson prentari - Sigurgeir Þórarinsson (Geiri Gústa).
Fimleikastúlkur í myndatöku.
Aftari; Dórothea Einarsdóttir og Ásta Þorvarðardóttir
Fremri: Halldóra Hermannsson (Dodda) og Ásdís Jónasdóttir
12 manna Löggæslusveit Siglufjarðar.
Fremri röð: Hafliði Guðmundsson, Jóhann Þorfinnsson, Bjarni Jóhannsson, Bragi Friðriksson, Guðmundur J. Guðmundsson (jaki) og Ólafur Einarsson (Hvanndala).
Aftari röð: Kristján Eggertsson, Hjörtur Jónsson, Jóhannes Þórðarson, Friðrik Sveinsson, Sigurður Sigurðsson, Jói Ólafsson.
Skátastelpur.
Efri f.v. Anna Blöndal, Kristín Hannesdóttir, Margrét Ólafsdóttir.
Neðri f.v. Regína Guðlaugsdóttir, Sigríður Lárusdóttir og Ása Einarsdóttir
Skátastrákar og foringi þeirra.
Frá vinstri : Halldór Pétursson, Bergsteinn Sigurðsson, Unnsteinn Guðmundsson, Heiðar Viggósson, Pétur Pétursson og ?, ?. Fremst situr : Sveinn Jakobsson
Að lokum, nokkrar “venjulegar” krúttlegar krakka myndir
Bigga Run synir.
Tvíburarnir Þormóður og Þorsteinn alvarlegir á svip, síðan Filippus, Björn, Páll og Runólfur Birgirssynir.
Jón Baldvin Hannesson (Nonni Baddi) feitur og pattaralegur á gæruskinni með svaka flottan Elvis Presley lokk.
Fjársjóður í gömlum augnablikum
Það er augljóst að ljósmyndastofa Siglufjarðar var merkileg stofnun og Kristfinnur Guðjónsson hlýtur að hafa verið alveg einstakur karakter.
Atvinnuljósmyndari, með ótrúlega gott auga fyrir hinu manneskjulega í öllum augnablikum sem hann sér.
Hann hefur greinilega líka gott lag á að fá kúnnana sína í að slappa af og hann lokkar fram gleði og það einstaka sem býr öllum lifandi verum.
Stoltir ungir foreldrar með frumburðinn sinn (Nonni Baddi) Á þessari fallegu mynd eru mínir indælu fyrrverandi nágrannar á Hafnartúninu. Halldóra Jónsdóttir (Hadda) og Hannes Baldvinsson.
Hannes Bald var líka stórkostlegur ljósmyndari.
Fólkið sem fór á stofuna hans á ýmsum tíma sólarhringsins skemmti sér vel og allir fóru heim með flottar og fallegar myndir sem þeim þótti vænt um að skoða og eiga…. lengi…lengi og svo fengum við að erfa þær allar í gengum Ljósmyndasafn Siglufjarðar
Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson
Forsíðumynd:
Ljósmyndari: Kristfinnur Guðjónsson.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
Nýlegar birtar greinar og sögur eftir sama höfund:
KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA
JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN
HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA
SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!
TÍMARNIR BREYTAST OG TRÖLLIN MEÐ….
ÁLFHÓLLINN OKKAR OG ÁLF- HYRNAN HANS!
MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”
PISTILL: SIGLFIRSKAR SÖGUR, LJÓSMYNDIR OG AÐRAR (Ó)MERKILEGAR FRÉTTIR!