Kristinn Guðmundsson - Fæddur á Siglufirði 24. desember 1914-(* - Látinn 5. október 1980
Foreldrar hans voru:
Guðmundur Jónsson, kenndur við Helgustaði -
Fæddur í Hækingsdal, Kjós 14. júlí 1877 - Látinn 8. ágúst 1953 og
Björg Lilja Bjarnadóttir - Fædd á Siglufirði 10. júní 1878 - Látin á Siglufirði 26. október 1948.
Systkynin samfeðra, voru:
Kristinn Guðmundsson
Systkinin samfeðra, voru:
1) Kristmann Borgfjörð Guðmundsson (Kristmann Guðmundsson) rithöfundur. Fæddur á Þverfelli í Lundarreykjadal, Borg. 23. október 1901 - Látinn í Hafnarfirði 20. nóvember 1983 – Hann var rithöfundur og skáld. Síðast búsettur í Reykjavík. Kristmann gifti sig níu sinnum.
2) Jónas Thorvald Guðmundsson 1903 - 1963
3) Ingibjörg Guðmundsdóttir 1907 - 1997
4) Lára Sigríður Guðmundsdóttir 1912 - 1997
5) Kristinn Guðmundsson 1914 - 1980
6) Jón Guðmundsson 1915 – 1991
Sistkyni Kristins, sammæðra voru:
1) Garðar Steingrímur Friðbjörn Hannesson 1901 – 1960 - Garðar Hannesson var ætíð trillusjómaður, en starfaði á sumrin í Síldarverksmiðjunni Gránu, þar aðllaga við síldarpressu. En þá voru í upphafi notaðar svokallaðar pokapressur, sem voru handknúnar, en Garðar var mjög vel að menni. Hann var nokkuð drykkfelldur, sem háði honum seinnihluta ævi sinnar.
Garðar átti einn son:
Hannes Garðarsson (Hannes Boy) Fæddur á Siglufirði 1. janúar 1930 - Látinn 18. janúar 1999 -
Barnsmóðir Garðars var Hallfríður Anna Pálsdóttir 1907 - 1989 -
Þau áttu einnig annan son;
Einar Alfred Garðarsson 1931 - 1947
2) Marsilína Friðbjörg Hannesdóttir 1904 - 1975 – Bogga eins og hún var alltaf kölluð var verkakona, sem stundaði síld á sumrin eins og flestar vinnandi konur gerðu á þeim tímum. Einnig sá hún í áratugi, um þrif á Póst og Símstöðinni á Siglufirði.
En síðustu áratugi æfi sinnar var hún einnig ráðskona hjá Kristján Sæby (Stjáni Sæby) í húsinu sem nú er friðað, undir nafniniu Sæbyhús, sem er við. Norðurgötu 3 á Siglufirði, ásamt móður sinni sem hjá henni bjó í Sæbyhúsinu og eldaði og þvoði af þeim; Stjána, Garðari bróðir sínum sem einnig bjó í sama húsi.
Samhliða sá hún ásamt móðir sinni, Björgu um ungan son hennar; Hannes og hálfbróðir sinn; Kristinn Guðmundsson.
Kristinn fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst við ýmis sendla störf, en síðar 10-11 ára hóf hann að vinna fyrir Hinrik Thorarensen við Nýja Bíó og fleira sem „Tóri“ stundaði sem var margt eins og flestir vita ! Hann dvaldi mikið í sýningarklefa bíðósins og var farinn að sýna í Nýja Bíó árið 1928, sem tiltækur í forföllum aðeins 14-15 ára –
Á svipuðum tíma var hann og Kristján Þorkelsson jafnaldri hans sem sáu um raforkuframleiðslu fyrir bíóið, rafal sem knúinn var 5-10 hesta
Bulunder steinolíuvél.
Þegar hann var rúmlega 16 ára, fékk Thórarensen hann til að sjá um bókhaldið fyrir Tóbaksverslun ríkisins sem Tóri var umboðsmaður fyrir á þeim tíma. Kristinn Hafði mjög fagra og vel læsilega skrift og hafði aflað sér þekkingar á bókhaldi í og utan skóla.
Þá var hann í námi í útvarpsvirkjun í norskum bréfaskóla í um tvö ár, ásamt því að lesa reglulega nokkur norsk tímarit um útvarpsfræði.
Á þeim var lítið um að útvarpstæki væru til á Siglufirði, en Kristinn sá að þarna var framtíðin
Til þess að afla sér réttinda sem útvarpsvirki, dvaldi hann í rúmt ár hjá hjá Landsímanum í Reykjavík, áður en hann gekkst undir próf í iðngrein sinni.
Eftir heimkomuna tók hann að sér að gera við útvarpstæki og öðru því tengt í hjáverkum, en hann fast réð sig hjá Nýja Bíó upp frá því sem sýningarmaður, Síðan stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki Útvarpsviðgerðir Kristins Guðmundssonar, sem var í upphafi til húsa við enda Aðalgötu, í húsi sem nefnt var Bristol og var við Tjarnargötuna. Þá í eigu Thórarensen, sem rak þar austan við, söltunarstöð um tíma, en leigði svo manni að nafni Sigfús Baldvinsson, stöðina sem rak hana æ síðan undir nafninu, Söltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar.
Kristinn kynntist konu sinni Valborg Steingrímsdóttir f. 1914 d. 1973, sem hafði unnið í Skóbúðinni sem Tóri rak í bíóhúsinu.
Kristinn Guðmundsson og Valborg Steingrímsdóttir þurftu að útvega sér konungsleyfi til að geta gift sig en þau voru aðeins 20 ára, (löglegur giftinga aldur var 21 árs) << Mynd af Leyfisbréfinu hér fyrir neðan
Valborg fæddist á bænum Þverá í Öxnadal 1. Febrúar 1914 -
Foreldrar Valborgu voru
Guðný Jóhannsdóttir - Fædd í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð, Skag. 17. júlí 1885 -Látin í Reykjavík 7. júní 1981 Verkakona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Þverá í Öxnadal, Eyj. Síðar húsfreyja í Reykjavík. - Og Steingrímur Stefánsson - Fæddur á Steinsstöðum í Öxnadal, Eyj. 4. nóvember 1885 - Látinn á Þverá í Öxnadal, Eyj. 11. ágúst 2015 - Var á Þverá, Bakkasókn, Eyj. 1890. Bóndi á Þverá í Öxnadal, Eyjafirði. Hann dó úr lungnabólgu 11. ágúst 1915
Kristinn og Valborg Steingrímsdóttir eignuðust þrjú börn, þau eru:
1) Steingrímur Kristinsson f. 21. febrúar 1934 – verkamaður, sjómaður kranamaður, bifreiðastjóri, lagermaður, lagerstjóri og áhugaljósmyndari, grúskari ofl.
Hann var giftur Guðný Ósk Frirðiksdóttir í 62 ár, eða þar til Guðný lést.
Guðný var fædd 6 júní 1932 og lést í október 2015 –
Þau þurftu að útvega sér forsetaleyfi til að geta látið gifta sig en þá var Steingrímur aðeins 20 ára (eins og foreldrar hans áður) - Guðnýjar er nánar getið á síðunni HÉR --
Forvitnir geta lesið meira um kauða, frá tenglunum: Hver er síðueigandinn ? –
2) Jóhanna Kristinsdóttir, verslunarmaður, f. 10 apríl 1937 - d. 24. apríl 2020.
Jonna var gift Birgir Gestsson rafvirki sem lést 1977.
Þau áttu eina dóttur.
Valborg Birgisdóttir f. 11 ágúst 1958 – Maki Árni Halldórsson. Börn þeirra eru: a) Anna Soffía Árnadóttir 1981 b) Birgitta Árnadóttir 1987 c) Árni Jóhann Árnason 1992 3)
3) Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir f. 8 janúar 1945 –
Var gift Stefán Líndal Gíslason er látinn (1990)
Hulda starfaði fyrstu hjúskaparár sín sem húsfreyja á Dyrhólum Mýrdal til 1975 . Síðan í Kópavogi, barnagæsla og ræstingar.
Börn Huldu og Stefáns eru: Jóhanna Stefánsdóttir 1968
Linda Stefánsdóttir 1970
Herdís Stefánsdóttir 1972
Sigríður Stefánsdóttir 1974
Stefán Birgir Stefánsson 1985
Kristinn Guðmundsson var ekki mikill félagsmaður, en átti þó marga góða vini. Hann lét oft undan freistingum Bakkusar, en stundaði þó vinnu sína við Nýja Bíó og útvarpsviðgerðir af árvekni.
Meira um störf hans við Nýja Bíó og fleira má lesa á þessum vef, frá tenglinum „BíóSaga Siglufjarðar“ Kristinn varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 5. október 1980
(* Upplýsingar frá Stefán Birgi, Syni Huldu systir minnar. þann - 15.des.2021
Sæll Baddý, þetta er svarið sem ég fékk frá Íslendingabók:>
"Upplýsingar um fæðingardag stangast oft á og þá sérstaklega á milli þjóðskrár og kirkjubóka.
Í þessu tilfelli er Kristinn Guðmundsson skv. kirkjubók Hvanneyrar í Siglufirði f. 24.12.1913 og skírður 2.5.1914.
Í sóknarmanntali sem skráð er 31.12.1913 er hann óskírður hjá móður sinni.
Í manntölunum 1920 og 1930 er hann enn fremur sagður f. 1913.
Þegar hann er fermdur er hann einnig sagður f. 24.12.1913.
Í því ljósi höllumst við á að 1913 sé rétt fæðingarár hans."
Sjálfur vissi Kristinn Guðmundsson, faðir minn ekki annað en að hann væri fæddur árið 1914, eins og móðir hans hafði sagt honum. (samber leyfisbeiðni um að fá að gifta sig 20 ára)
Sem og einnig hefur verið skráð í heimildir um föður hans Guðmund Jónsson Helgustaða - Sem var lögregluþjónn á Siglufirði.
Skráning sótt frá Íslendingabók árið 2019 af SK,
Skráning LJÓSMÓÐUR