Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir 80 ára í dag 3. október 1978- Amæli - Dánarminning
Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir á Siglufirði er áttatíu ára í dag, 3. október 1978.
Guðbjörg fæddist á Hóli á Hauganesi þann 3. október árið 1898.
Maki hennar fá 1921; Árni Kristjánsson frá Lambanesi í Fljótum. árið 1921 og fluttust þau til Siglufjarðar á árinu 1926.
Þau eignuðust tvö börn,
Freyja Árnadóttir, sem bæði eru búsett í Siglufirði
Og einnig tóku þau sem fóstursson
Pétur Pétursson sem nú er búsettur á Selfossi.
Guðbjörg er ýmsum kunn. Hún hefur starfað linnulítið sem ljósmóðir í Siglufirði í um hálfa öld og hefur tekið á móti tvö þúsund og sex börnum.
Börn hennar og barnabörn færa henni hjartanlegar árnaðaróskir í tilefni dagsins.
Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir
Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson
1983 19. September.
Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir látin Guðbjörg Kristinsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir á Siglufirði, lést í gær í sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Hún var fædd á Hóli á Hauganesi þann 3. október árið 1898. Hún giftist Árna Kristjánssyni frá Lambanesi í Fljótum árið 1921 og fluttust þau til Siglufjarðar árið 1926.
Þau eignuðust tvö börn og tóku einn son í fóstur. Guðbjörg starfaði sem ljósmóðir í Siglufirði í meira en hálfa öld og tók á móti fleiri en tvö þúsund börnum á þeim tíma.
-----------------
Árni Kristjánsson Túngötu 37 Siglufirði f. 29. september 1891 - d.10. október 1969 78 ára (Frá Lambanesi í Fljótum)