Birgir Guðmundsson fæddist á Siglufirði 22. janúar 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. september 2010.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri, f. 1895, d. 1932, og
Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935.
Systkini Birgis voru:
1) Skarphéðin Guðmundsson, f. 1930, d. 2003, kvæntur Ester Jóhannsdóttur,
2) Ari Guðmundsson, f. 1927, d. 2010, kvæntur Birgit Gudmundsson,
3) Brynhildur Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 1932, d. 1933.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er
Marý A Marinósdóttir, f. 4. september 1931, búsett í Naustahlein við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Börn þeirra eru;
1) Alma Birgisdóttir, f. 1951,
maki
Steingrímur V Haraldsson
Börnin;
Marý Björk, f. 1974, og
Þyrí Halla, f. 1976.
2) Marinó Flóvent, f. 1958,
kvæntur
Jóhönna Sigrún Ingimarsdóttir
börn;
Vilhjálmur Daði, f. 1980,
Ingimar Flóvent, f. 1989, og
Marinó Flóvent, f. 1990.
3) Birgir Már, f. 1963.
Barnabarnabörnin eru orðin fjögur; Sólveig Marý, Steingrímur Mar, Michaela Elísabet og Isabella Sigrún.
Birgir útskrifaðist úr Samvinnuskólanum árið 1948 og hóf skömmu seinna störf hjá Ellingsen í Hafnarstræti. Þremur árum seinna flutti hann sig til Hamilton, og þaðan til Íslenskra aðalverktaka þegar þeir voru stofnaðir, og starfaði sem birgðastjóri í 42 ár hjá þeim á Keflavíkurflugvelli.
Birgir var mjög virkur í félagsstarfi allt sitt líf og var meðal annars einn af stofnendum Ungmennafélags Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður þess um tíma. Hann var einn af stofnendum Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis og varð formaður þess félags og gegndi því embætti til dauðadags. Í gegnum það starf vann hann mikið að málefnum þroskaheftra og þá sérstaklega að málefnum Kópavogshælis.
Birgir tók einnig mjög virkan þátt í starfi Lionsklúbbs Hafnarfjarðar í tugi ára. Á seinni árum var hann einnig virkur í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði.
Birgir Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur