Það eru ekki svo margir Íslendingar sem geta státað sig að því að hafa æft og keppt í skíðastökki, enda var þessi horfna vetraríþrótt mjög svo staðbundin. Í mínum minningum, mest bundin við Fjallabyggðarbæjarfélögin Siglufjörð, Ólafsfjörð og um tíma við Ísafjörð.
Viðbótarupplýsingar frá lesenda 6/2 2022:
ooooooooooOOOooooooooooo
ooooooooooOOOooooooooooo
Siglfirðingurinn Hartmann Jónsson og verðlaunapeningar. Mynd af mynd lánuð frá Sigríði Ingu Svarfdal. >>>>
Steingrímur Kristinsson tók þessa flottu skíðastökkvara mynd við Stóra Bola, sem og flest allar aðrar myndir í þessari myndasyrpusögu.
Amma mín var skíðastökkvari!
Getur pistlahöfundur sagt og sannað það líka með þessum orðum og mynd hér neðar:
“Skíðamót voru haldin árlega á Siglufirði frá 1920-1926 en þá dofnaði áhuginn um sinn. Áhuginn kviknaði aftur 1931, þegar félagið fékk til sín skíðakennara frá Noregs Skiforbund, Helge Torvö. Með honum komu fyrsta flokks skíði og skíðaútbúnaður (Bragi Magnússon, 1970).
Helge Torvö kenndi bæði drengjum og stúlkum skíðastökk, en ein þeirra sem lærði undir hans handleiðslu var Unnur Möller, (Amma Nunna) sem vann skíðastökk keppni árið 1931 (sbr. SMS/2008: Unnur Helga Möller f. 1919 – d. 2010).
Heimildin er lánuð frá heimasíðunni “Skíðasaga Fjallabyggðar” en þar er hægt að lesa margt og mikið um skíðasögu Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. Samt virðist mér eins og að þessi heimasíða hafi aldrei verið fullkláruð, en hún byggir á efni úr M.A. ritgerð:
Rósu Margrétar Húnadóttur. Þar er að finna mikið af skemmtilegum viðtölum við sögufræga skíða kónga og drottningar fyrri tíma.
Ég tek mér það bessaleyfi að vitna í viðtalsbrot við Siglfirska skíðastökkvaran Skarphéðinn Guðmundsson:
“… Stökkið var æft dálítið mikið og stundað og Siglfirðingar einokruðu stökkið mjög lengi, svo komu Ólafsfirðingar inn í það, dálítið sterkt seinna. en mjög lengi voru Siglfirðingar þarna langbestir í stökkinu.
Ég get sagt þér eina skemmtilega sögu af því, það var íslandsmótið í Reykjavík, þá var búið að gera stökkpall á Kolviðarhól, hann var nú ekkert mjög stór, þá voru menn að stökkva hérna á (Sigló) milli 50-60 metra.
Það kemur þarna maður á mótið og hann er svona að grobbast af því það sé búið að gera þarna stökkpall og að menn hafi verið að æfa sig í stökki.
Og hann segir frá því líka að menn hafi verið að stökkva þarna milli 20 og 30 metra og þykir það nú greinilega dálítið gott bara. Þá var einn í hópnum, af Siglfirðingum sem heitir Geiri Sigurjóns, þá laumaði hann mjög hóflega út úr sér, þegar hann heyrði lengdina… þá sagði Geiri:
ER ÞAÐ INNANHÚSS. Honum þótti ekki meira til komið en það.” (Bls.61)
Hægt er að finna öll þessi viðtöl og meira til á skemman.is: Skíðasaga Siglufjarða. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið. Ritgerð til M.A. prófs. Rósa Margrét Húnadóttir. Maí 2009.
1. Verðlaun í LOFTSTÖKKI
28 marz, 1931.
Mynd úr einkasafni afkomenda Unnar Möller.
Einnig er hér minnst á þennan ofannefnda Helge, sem og hægt að lesa og skoða myndir frá gamla “Kleifarhorns stökkpallinum” í Ólafsfirði, ásamt frétta úrklippu frá Alþýðublaðinu 1956 þar sem sagt er að Siglfirðingurinn Jónas Ásgeirsson hafi stokkið þar 53 metra.
Heimild lánuð frá heimildarsíðunni “Ski Jumping Hill Archive” en þar segir meðal annars að núverandi heimsmet í “skíðaflugi” sem er náskyld skíðastökki sé 253,5 M.
Sjá lista yfir þróun heimsmeta í skíða-stökki/flugi sem byrjaði með 9,4 metrum árið 1808 , hér: Ski flying world records.
Staðreyndir um skíðastökkpalla:
“Depending on her size, ski jumping hills can be put into different categories. In total, there are five of those categories, that are separated by the hillsize, respectively K-Point:
Category
Small Hills
Medium Hills
Normal Hills
Large Hills
Ski Flying Hills
Hillsize HS
to 49 m
50 to 84 m
85 to 109 m
110 to 145 m
from 185 m
K-Point
to 44 m
45 to 75 m
76 to 98 m
from 166 m
Model of a ski jumping hill. A-B – point of departure; t – take-off zone; HS – total hill length; P-L – landing area; K – K-point: Mynd lánuð frá: Wikipedia: Ski jumping!
Stökkpallurinn Stóri Boli og fl.
Pistlahöfundur sjálfur minnist þess ungur að árum hafa horft á skíðastökk kappa fljúga langt og lengi við Stóra Bola heima á Sigló.
Skíðastökkpallurinn “Stóri Boli” lengst til vinstri og Litli Boli var þarna rétt hjá líka.
Myndin sýnir keppni i stórsvigi við Leikskála, líklega 1962.
Ljósmyndari; Gestur H Fanndal.
Stökkvarar við Stóra-Bola.
Guðlaugur Gottskálksson, Haukur Óskarsson, Þórhallur Sveinsson, Steingrímur Garðarsson, Birgir Guðlaugsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Jónas Ásgeirsson, Sveinn Sveinsson, Geir Sigurjónsson, Haukur Freysteinsson, Guðmundur Árnason
Stóri Boli og horft til austurs frá sama svæði.
Rétt sést í þakið á Leikskála húsinu sem hvarf í miklu snjóflóði sem og stóra “hænsnahúsið” þar norðan við.
Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson.
Þarna er sagt að hinn heimsfrægi norski Siglufjarðarvinur “Birger Ruud” hafi á sínum tíma farið heljarstökk (saltomortale) í loftinu, bara svona að gamni sínu, komin yfir fimmtugt. Annars minnist ég mest skíðastökkvara og frumkvöðla eins og Jóns Þorsteins, Jónas Ásgeirs og Steingríms Garðars og ekki má geyma (Ó) -vini Siglfirðinga, en það var í áratugi Ólafsfirðingurinn Björn Þór Ólafsson, sem vann allt og alla þegar ég sjálfur var að taka mín fyrstu stökk sem skíðastökkvari.
Birger Ruud, f. 1911 – d. 1998. Norskur heimsfrægur skíðastökkvari.
Mynd lánuð frá Wikipedia.
Steingrímur Garðarsson skíða stökk kóngur
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Í stuttu ágripi um fjölskyldu Birger Rudd er sagt eftirfarandi:
Birger Rud var sonur Niels Sigurd Theodor Ruud (1878–1955) og Mathilde (född Throndsen, 1877–1961). Góð aðstaða og mikill áhugi á skíðastökki í heimabænum, Kongsberg, gerðu það að verkum að þrír af fjórum sonum Nils Sigurd urðu heimsmeistarar í skíðastökki: Sigmund 1929, Birger 1931, 1935, 1937 och Asbjørn 1938. Bræðurnir kepptu einnig í öðrum íþróttagreinum.
(Wikipedia: Birger Ruud)
Það er augljóst að þessi Norska RUUD ætt er enn að framleiða frábært skíðafólk, því nú nýlega varð Birk Ruud ólympíumeistari í Big Air stökki. En sagan segir að Birk sé ömmubróðursonarsonur systur Birgers Ruud.
Sjá meira hér um Birk Ruud á NRK.no: Birk Ruud tok historisk OL-gull – hyllet sin avdøde far
Björn þór Ólafsson ( til vinstri) skíðakóngur Ólafsfirðinga.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Jón Þorsteinsson skíðastökk kóngur
Jónas Ásgeirsson skíðastökk kóngur
Skíðastökkmót í Hvanneyrarskál
Steingrímur Garðarsson skíðastökk kóngur.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Pistlahöfundur man vel eftir einmitt þessu skíðastökksmóti uppí Hvanneyrarskál og líklega sést ég þarna í bakgrunninum með Nönnu Franklín húfu á hausnum. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fjölmenntu og drógu það ekki fyrir sig að þurfa að fara í dágóða fjallgöngu um miðjan vetur.
Við á Sigló bundum miklar vonir við að Steini Gæ myndi nú loksins stökkva lengra en Björn Þór og var þetta mikil og jöfn keppni.
En svo flaug Steingrímur of langt og lenti illa og braut á sér hælinn minnir mig. Hræðilegt slys sem endaði skíðastökks ferili Steina, en hann var mér og mörgum öðrum mikil fyrirmynd, en að sjálfsögðu var slysavarnasveitin
Strákar á staðnum eins og alltaf á skíðamótum.
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði: (smáhluti)
Frá vinstri: Ómar Möller, Hannes Olgeir Helgason, Gisli Antonsson, Birgir Vilhelmsson, Erlingur Jónsson, Helgi Antonsson formaður, Páll Helgason, Jón Dýrfjörð, Þórður Jónsson og Friðrik Hannesson.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Það að mótið væri haldið uppí Hvanneyrarskál snýst um að þarna töldu menn að góður náttúrulegur halli væri til staðar í brekkunni og fallhæð góð til að ná löngum stökkum og kannski ágætis skjól líka. Skíðastökks íþróttin er mjög svo viðkvæm fyrir vindáhrifum.
Skíðastökksíþróttin söng sitt síðasta heima á Sigló með aðstöðu í norðanverðri Hólshyrnunni og sjást þar enn smá ummerki ef vel er að gáð. Þarna gat unga fólkið loksins sloppið við að ganga upp í fjall með stökkskíðin sín, því á staðnum var sett upp lítil togbraut.
Líklega gamla Ljósabrauta-lyftan sem lengi vel dró upp svigskíðafólk á æfingum í fjallinu fyrir neðan Hvanneyrarskál.
Hvaða ár var síðast keppt í skíðastökki í Fjallabyggð hefur mér ekki tekist finna neinar upplýsingar um. En sagan segir að líklega er Siglfirðingurinn Árni Stefánsson síðasti skíðastökk meistari Íslands.
Siglfirskt skíðafólk:
Efri röð (frá vinstri) Guðmundur Árnason, Jón Þorsteinsson, Jónas Ásgeirsson, Þorsteinn Þorvaldsson. Neðri röð: Aðalheiður Rögnvaldsdóttir og Alfa Sigurjónsdóttir.
Ljósmynd: Kristfinnur
Vinirnir Jón og Jónas. Ljósmynd: Kristfinnur
Minn eigin skíðastökk ferill byrjaði ekki beinlínis vel.
Ég hafði, þá 9 ára gamall, búið mér til ágætis stökkpall á túninu fyrir sunnan Hafnartún 6 og náði sæmilegri fallhæð frá bílastæði á Laugarveginum þar fyrir ofan. Var bara á venjulegum svigskíðum með gormabindinga og í einu stökkinu féll ég fram fyrir mig og lenti hálf illa. Meiddi mig ekkert að ráði fannst mér, en þegar ég stóð upp og byrjaði að hrista af mér snjóinn, þá fannst mér skrítið hvað mér hittnaði skyndilega mikið á hendinni í vinstri ullarvettlingnum. Dró af mér vettlinginn og þá fæ ég væna blóðgusu í andlitið.
Einhvern veginn hafði mér tekist að skera á púlsæðina með skíðunum, sem betur fer voru ekki nema tæplega 150 metrar heim í hús og hljóp ég eins hratt og ég gat og blóðið spýttust jafn hratt úr hendinni á mér.
Guði sé lof þá var þetta á sunnudagsmorgni og pabbi henti mér inn í aftursætið á nýja bílnum sínum og skipaði mér að halda hendinni hátt upp í loft.
Pabbi keyrði svo í loftköstum upp á Suðurgötu til Sigurðar læknis sem var alltaf á bakvakt og hann saumaði mig saman á núll einni.
Það steinleið yfir mig á leiðinni heim og pabbi var í tvo daga að þrífa blóðið úr bílnum.
Stökkpallar í Gryfjunni, í Hvanneyrarskál, við Steinaflatir og í norðanverðri Hólshyrnu.
Góðir og stórir stökkpallar eru vandfundnir á Íslandi og sá eini sem til er og eftir stendur sem minnisvarði um þessa nú horfnu íþróttagrein er líklega steinsteyptur og glæsilegur skíðastökkpallur Ólafsfirðinga. Í dag en pallurinn er helst nýttur sem vatnsrennibraut í kringum 17. júní hátíðina í Fjallabyggð. Sjá meira hér á fréttasíðunni Héðinsfjörður.is.
Við Siglfirðingar byggðum okkur líka æfinga stökkpall á sínum tíma úr trégrind og bárujárns þakplötum og var hann staðsetur í Gryfjunni svokölluðu. Pistlahöfundi hefur ekki tekist að finna eina einustu ljósmynd af þessum nú fyrir löngu horfna skíðastökkpalli.
Þessi stökkpallur var líklega rifinn skömmu eftir 1980.
ATH:
Allar heimildir um byggingu, ásamt ljósmyndum um þennan fræga æfingatökkpall eru vel þegnar af lesendum af pistlahöfundi.
Skíðastökkpallurinn í Gryfjunni svokölluðu var staðsettur nokkurn veginn eins og sýnt er á þessari ljósmynd.
Mynd lánuð frá Kortasjá Fjallabyggðar.
Margir strákar sem stelpur eiga sér örugglega bæði góðar og slæmar minningar frá æfingum og keppnum í Gryfjunni.
Pistlahöfundur minnist þess að maður varð að passa sig eftir lendingu að fara ekki of langt yfir Hólaveg, því þá gat maður lent í árekstri við þakið á gömlu Smurstöðinni.
Góð alvöru stökkskíði fyrir börn og unglinga voru vandfundin líka og oftast fékk maður að erfa skíði og skó frá sér eldri frændsystkinum og ekki má geyma þeirri staðreynd að stökkskíði eru breið, löng og þung og man ég eftir einum félaga í Gryfjunni sem hreinlega stökk upp úr skónum og skildi eftir bæði skíði og skó á sjálfum pallinum.
Sagan segir líka að Siglfirðingar hafi æft og keppt í skíðastökki í fjallinu við Dalabæ og að þar hafi Matthías Kristjánsson orðið Íslandsmeistari með um 50m stökki.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Já, stökkskíði eru löng og þung.
Haukur Snorrason (Haukur í Hólakoti) nr. 6.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Sjálfur eignaðist ég ágætis stökkskíði þegar ég var um 13-14 ára gamall. Þetta voru forláta norsk “Hickory” stökkskíði frá 1950 og voru þau níðþung og 2.30 m á lengd. Á þessum tíma æfðum við mest í Gryfjunni og einnig stukkum við fram af hól norðan við Steinaflatir suðrá firði þegar nægur snjór var á því svæði.
Það leiðinlega við þanN stað var að við þurftum að bera skíðin langt upp í fjall til að fá nægilega ferð í stökkið. Pistlahöfundur minnist þess að um miðjan maí í grjóthörðu vorhjarni verið við æfingu suðrá Steinarflötum ásamt Valmundi Valmundssyni og Ingvari Hreinssyni. Siglólogn og sólarblíða og ákváðum við skíðastökk töffararnir að stökkva eina bunu berir að ofan.
Að sjálfsögðu var það bara ég, sem datt eftir um 25 m stökk og lenti ég á vinstri hliðinni og rann lengi á hjarninu áður en ég stöðvaðist allur sundur skrapaður vinstra megin. Það var eins og ég hefði verið dregin á eftir bíl á malbiki, gat varla sofið fyrir sviða og verkjum í tvær vikur.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Verðlaunabikar, Skíðamót Íslands á Siglufirði. 1. verðlaun, Stökk pilta 1985.
Árni Stefánsson (Árni Biddu Björns) skíðastökkvari.
Myndir lánaðar úr einkasafni Árna.
Árni Stefánsson (Árni Biddu Björns) skíðastökkvari.
Að lokum…
… myndasyrpa og stig fyrir stílinn og svo kom Svíinn Jan Boklöf með V-stílinn 1985 og sýndi okkur öllum hvernig á að stökkva langt.
V-stökk stíllinn er það eina rétta í dag. Mynd lánuð frá Wikipedia – V-stil.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson
Á þessum árum voru allir í svo flottum skíðapeysum, með prjónahúfur í sama stíl.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson.
Annars þurfti maður ekkert endilega að eiga stökkskíði til að stökkva í snjóskaflana heima á Sigló í denn… Einnig var stokkið ofan frá húsþökum og háum tönkum eins og sért hér á myndinni fyrir ofan til hægri, Sjáið guttan fyrir miðri mynd á leið niður.
Höfundur og endurvinnsla ljósmynda:
Jón Ólafur Björgvinsson, sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd:
Skíðastökkvarinn heitir Hartmann Jónsson frá Siglufirði. Ljósmyndari óþekktur.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar og ættingjum Hannes P Baldvinssonar.
Heimildir: Vísað er í heimildir í greinatexta.
Þakklætiskveðja til Steingríms Kristinssonar fyrir aðstoð, góð ráð og yfirlestur.
Aðrar áhugaverðar myndasyrpur sögur með áhugaverðu lesefni og mörgum minningum og myndum frá liðnum tíma:
KÁ-ESS! ALDUR OG FYRRI STÖRF. 40 MYNDIR OG SKOPTEIKNINGAR
TAKK FYRIR KJAFTSHÖGGIN HALLGRÍMUR!
HVALAMÁLIÐ MIKLA! 74 HÁHYRNINGAR DREPNIR Í SIGLUFIRÐI
ANLEGGIÐ! FLEIRI STÓRMERKILEGAR MYNDIR
ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA OG FL. 30 MERKILEGAR MYNDIR
SÍLDARDÓSASAFN Í GRÓÐRARSTÖÐ! 35 MYNDIR
SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 og 2 HLUTI. 130 MYNDIR
BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 MYNDIR
HEIMSFRÆGAR SKÚTUR OG MYNDAALBÚM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA. 50 MYNDIR
MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR
SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR
ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR
PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA
HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 100 MYNDA-SYRPUSAGA
MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI OG SEINNI HLUTI (100 MYNDIR)
GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / MYNDASYRPUSAGA
KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA
JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN
HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA
SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!
MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”
HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKJOLD… OG ÉG! 1 og 2 HLUTI
HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 1 – 4 HLUTI.
MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960
100 ára afmæli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir